Veiðimaðurinn - 01.12.1956, Síða 13
ERLINGUR ÞORSTEINSSON:
ifHli
9*
Landaklöppin
SOGIÐ er tvímælalaust eitt fegursta
fljót, sem fellur um sunnanverti Island;
einkum er efsti hluti þess tilkomumikill
og fagur. Fossarnir þrír setja svip á þetta
svæði, þó þeir séu nú aðeins svipur hjá
sjón, eftir að þeir voru virkjaðir. Vatnið
er óviðjafnanlega tært og litfagurt, þar
sem það streymir fram með miklum nið
og þunga. Fyrir neðan Kistufossinn, sem
er, svo sem kunnugt er, neðstur hinna
þriggja fossa, eru að vestanverðu allbratt-
ar, skógi vaxnar hlíðar, en á köflum stór-
grýtt mjög niður við ána.
Röskum hundrað metrunr neðan
við þennan foss, er staður, sem Landa-
klöpp nefnist. Ekki veit ég af hverju hún
dregur nafn, en landamörk eru þar nærri.
Áður fyrr, og jafnvel allt fram að því
er hafizt var handa um virkjunarfram-
kvæmdir þarna í grennd, var þessi stað-
ur talinn einn bezti veiðistaður í öllu
Soginu. Nú hefur mannshöndin og stór-
virk tæki breytt svo mjög útliti staðar-
ins, að hann er vart þekkjanlegur, og
spillt svo öllum aðstæðum og straumlagi,
að fremur mun nú sjaldgæft að þar fáist
lax. Neðri endi jarðganganna, er flytja
vatnið frá Irafossvirkjuninni, opnast ein-
mitt efst á klöppinni. Mikið liefur borizt
af alls konar rusli út á klöppina, auk
þess torfur, möl og grjót. Allt getur þetta
haft sín áhrif. Sunrir halda því fram,
að laxinn fari inn í göngin og hafizt þar
við. Hef ég heyrt, að beðið hafi verið
um að komið yTði fyrir þarna einhvers
konar hindrun, til þess að laxinn kæm-
ist þar ekki inn, en úr framkvæmdum
hefur ekki orðið enn.
★
Fyrir tæpum 10 árum leigði ég hluta
af Soginu, af Guðmundi bónda á Bílds-
felli, nánar tiltekið, svæðið frá Kistufossi
niður að læk, sem rennur í ána neðan við
stóru beygjuna, sem er rétt við þjóð-
veginn — alls 3—4 km. Hafði ég þetta
veiðisvæði í þrjú ár.
Laxinn kemur seint þangað, að jafn-
aði ekki fyrr en undir miðjan ágúst,
svo teljandi sé, enda hefur veiðitíminn
venjulega fengizt framlengdur til 20.
september.
Fagran haustmorgun um miðjan sept-
ember, að mig minnir, héldum við veiði-
félagarnir, Jón læknir Eiríksson og ég,
af stað, vel ríðandi á hestum frá Bílds-
felli, áleiðis til fyrirheitna landsins. Það
var sólskin og logn og dálítil héla á jörðu.
Dásamlega fagur morgunn. Við riðum
Veibimaðurinn
11