Veiðimaðurinn - 01.12.1956, Page 14
gegnum skógarkjarrið í brekkunum með-
fram ánni. Fuglasöngurinn blandaðist
niði árinnar. Ilmurinn frá birkinu og
öðrum gró'ðri jarðar barst að vitum okk-
ar. Þessa stundina gleymdum við bless-
uðum laxinum, náttúrufegurðin heillaði
okkur svo mjög, og ekki spilltu gæðing-
arnir, sem töltu með okkur fullir af
fjöri. Ferðin var aðeins of stutt, því áð-
ur en varir erum við komnir á grasbal-
ann rétt ofan við Landaklöppina frægu.
Vi'ð bindum nú klárana „á streng“,
svo að við töpum þeim ekki út í busk-
ann. Þá er nú „sett saman“ og ormurinn
langi þræddur á krókinn.
Þegar þetta gerist rennur lítill rauð-
ur lækur út í fljótið, rétt ofanvert við
miðja klöppina. Sjálf er klöppin hulin
vatni árinnar, svo lítið sem ekkert sést
af henni. Árbakkinn er þarna mjög lág-
ur og sendinn af framburði lækjarins.
Aðeins tvær þúfur standa upp úr sand-
inum, sín hvoru megin við mynni lækj-
arins.
Við félagar tökum okkur nú stöðu á
þessum þúfunr, ég á þeirri efri. Frá fyrri
kynnum okkar af þessum stað vitum við
að laxinn liggur helzt utan í aðalstrengn-
um, nærri miðju fljótsins, sem þarna er
breitt. Við köstum nú nær samtímis,
og komum agninu vel út fyrir strenginn.
Þegar færi mitt er komið rétt inn fyrir
röstina aftur, er hann á, já, og það í fyrsta
kasti! Ekki byrjaði það nú illa. Eftir
stutta en snarpa viðureign landa ég 6—7
punda laxi. Strax á eftir fæ ég annan,
og innan stundar þann þriðja. Alla svip-
aða að stærð. F.g raða þeim upp á gras-
balann skammt frá hestunum, sem dansa
þarna hægan vals. Klukkan er rúmlega
10. „Af liverju verður Jón ekki var?“
liugsa ég. „Við erum þó vanir að fá
hann á hérna báðir samtímis." Ég kasta
aftur nokkur köst, og við báðir, en nú
vill hann ekki meira. Mér verður litið
til hestanna og sé að þeir eru komnir
ískyggilega nærri löxunum mínum. Ég
Iileyp upp á balann, tek laxana og legg
þá á sandinn rétt ofan við þúfuna mína
og breiði strigapoka yfir þá. Þegar ég
er að Ijiika við þetta heyri ég óp mikið
frá Jóni.
„Það er einn af stærri sortinni á hjá
mér,“ kallar hann um leið og hann tek-
ur á rás niður eftir.
„Jón er ekki vanur að fara sér að
neinu óðslega, svo það hlýtur að vera
eitthvað óvenjulegt á seiði,“ flýgur mér
í hug um leið og ég legg stöngina mína
upp við bakkann, þar sem hestar okkar
tvístíga, og hleyp af stað sem fætur toga.
„Mikil ósköp er hann Jón lappalang-
ur,“ tauta ég á hlaupunum. „Ég hef
ekkert við honurn. En hvað laxinum
liggur á, skyldi liann ætla að fara með
hann Jón minn niður í Ölfusá? Eða
máske út í sjó!“ Skárri eru það nú lætin!
Nú hverfa þeir mér sjónum með öllu.
Trjárunni skyggir á. Þegar ég kem auga
á Jón aftur, er hann kominn út í stór-
grýtisurðina neðan við Arnarstapahyl-
inn mikla. „Guð minn góður!“ Nú dett-
ur hann endilangur í urðina. Ætli hann
hafi rotast? Nei, Itann hreyfir sig; hann
réttir stöngina upp. Ég kem að í þessu,
gríp stöngina og hleyp áfram á eftir
laxinum. Eins konar boðhlaup! Það er
engin lína eftir á hjólinu, svo nú er að
duga eða drepast. Já takk, þarna festist
línan í runna; liann slítur auðvitað úr
sér! Mér tekst samt að losa í snatri, og
í sömu andránni stekkur hann, dóninn
12
Vf.iðimaðurinn