Veiðimaðurinn - 01.12.1956, Side 22

Veiðimaðurinn - 01.12.1956, Side 22
aftur að kvöldi. Lagði ég af stað frá Síla- læk kl. 7.15. Bíll átti að fara frá Húsa- vík kl. 8, og hafði ég beðið bílstjórann að taka mig við Laxárbrú, gerði ráð fyrir að bíllinn yrði þar um kl. 9. Áður en ég lagði af stað, borðaði ég tvær brauðsneiðar. Jónas bóndi Andrés- son fylgdi mér til dyra og sagði til veg- ar, því ég var ókunnugur leiðinni. Snjó- lag var þannig, að harðfrosin storka liuldi jörð, en nýsnævi yfir, sem dregizt hafði í skafla. Skíðafæri var gott í fyrstu, en fór versnandi vegna vaxandi þíðviðris. Leið mín lá fyrst austur, norðan við hraunið, en síðan yfir hrauntungu þá, sem gengur með Laxá að vestan, norður undir sjó. Skíðin skildi ég eftir á miðri leið, því þau töfðu ferð mína. Gangfæri var gott, og tók ég beina stefnu á Laxár- brú, nokkru sunnar en vegurinn liggur. Vestur frá Laxárbrú er helluhraun slétt og nokkuð gróið. Ég átti tæpan kílómetra ófarinn að brúnni, þegar snjófylla brast undan fót- um mínum, og ég féll þráðbeint ni'ður um þröngt, hringmyndað op á djúpri gjá, en mikið er um gjár á þessum slóð- um, eftir því sem Kitnnugir sögðu mér síðar. I fallinu rakst bakpokinn einhvers staðar í og kastaðist upp yfir höfuð mér. Fannst mér líða æði stund, unz ég kenndi botns í gjánni og heyrði um leið skvamp í vatni. Ég var áð hugsa um það í fallinu, að hér mundi ég hafa lent í einum af þeim myrku og geigvænlegu stömpum, er ég vissi að til voru í hrauninu. Hvað skyldi vera í botni gjárinnar? Hvernig mundi mér reiða af er niður kæmi? Líklega kæmist ég aldrei af sjálfsdáðum upp aftur. Þegar niður kom, kenndi ég hvergi til. Mér datt fyrst í hug að ég væri á kafi í vatni. Bakpokinn var fastur um axl- irnar og klemmdur að andlitinu. Ég gat Steingri'mur Bnidvinsson. fljótt losað mig við hann og sá þá, að einungis fæturnir lágu í vatni upp um kné. Efri hluti líkamans lá utan í sand- keilu, er myndast hafði niðurundan opi gjárinnar og stóð um hálfan metra upp úr vatni. Ég brölti upp á sandbynginn og litað- ist um. Sá þá, að vatn var allt umhverfis mig. Var fyrst lítið eitt óstyrkur eftir fall- ið og ætlaði vart að trúa, að ég gæti verið ómeiddur, því fallið áætlaði ég 4—5 mannhæðir. Fljótt gekk ég þó úr skugga um, að mig hafði ekki teljandi sakað við byltuna. Þakkaði ég það sandkeil- unni, sem áður er getið. Fyrst gat ég ekki greint nema lítinn 20 Veiðjmaðurinn

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.