Veiðimaðurinn - 01.12.1956, Side 23

Veiðimaðurinn - 01.12.1956, Side 23
blett niður undan opinu. Ég flatti út sandhrúguna með fótunum, til þess að geta lagt bakpokann frá mér á þurrt. Síðan fór ég að svipast um eftir hattin- um, því söðugt lak niður í höfu'ð mér úr gjárbörmunum. Mér birti brátt fyrir augum. Glórði þá í úfna gjárveggina allt í kring. Ég sá hattinn fljóta á vatninu rétt hjá mér. Nú fór ég að hugsa ráð mit. Mér varð fyrst fyrir að athuga, hvort ekki mætti takast að klifra upp úr gjánni, og fannst það við fyrstu sýn ekki vonlaust með öllu. — Gjáin er því nær hringmynduð, 3—4, m í þvermál neðst, en þrengist upp; opið tæpur metri í þvermál. Veggirnir eru alls staðar mikið slútandi, en þeir eru sprungnir mjög með mörgum snösum og sillum. Mér virtist rúmar þrjár mannhæðir upp að mestu þrengslunum. Ofan við þau er hringmynduð trekt, heldur víð- ari og rúmlega mannhæð upp að yfir- horði. Mér tókst að klifra upp undir neðra opið; lengra komst ég ekki, þar þrengd- ist gjáin svo snögglega. Gekk verr að klöngrast niður aftur, tókst þó án ann- arra meiðsla en hruflna á höndum. Ég stækkaði flötinn ofan á sandbyngn- um og klæddi mig úr bleytunni; átti nærföt og sokka í bakpokanum. Vildi ekki skipta áður en ég reyndi að klífa gjána, ef ég skyldi falla ofan í vatnið við þá tilraun. Ég er vel búinn: í ullar- peysu innan undir treyjunni og í skinn- stakki yzt klæða. Leið vel eftir að ég var korninn í þurrt, settist á stein, sem er úti undir gjárveggnum, og fór að skrifa í vasabók rnína. Þessi steinn er það eina, sem til þæg- inda getur talizt í „gistihúsinu“. Hann er mér líka ómissandi, þó ekki sé hann beinlínis mjúkur ásetu: uppmjór og skörðóttur, auk þess svo nærri liinum slútandi bergvegg, að ég verð að sitja í hnipri. Ég skrifa fjölskyldu minni, ef svo skyldi fara, senr ég tel þó ekki líklegt, að ég komist ekki lifandi liéðan. Þrátt fyrir það gæti hugsast, að ég fyndist áður en vasabókin væri orðin fiiin. (Það sem á eftir fer, eru glefsur úr vasabókinni): „Enn er lítil ástæða til æðru; verða mun leitað, þegar vitnast um hvarf mitt. ...... Nýr dagur — sunnudagur. Nótt- in var löng, en líðanin ekki sem verst. — Sé naumast til að skrifa. Skelft yfir opið á gjánni, veðurþytur — sennilega stór- hríð. Líklega verður þá ekki leitað í dag, enda vonlítið, að gjáin finnist, ef ekki er hægt að rekja sló'ð mína að henni. Finn furðu lítið til hungurs, en á í vök að verjast fyrir kuldanum; loftið rakt og liráslagalegt, súgur gegnum hraunið með römmum, barkandi mold- arþef. I nótt blundaði ég öðru hvoru, sitj- andi álútur á steini mínum úti undir berginu. Þar er eini staðurinn, sem ekki lekur ofan á mig. Hef gert bryggju að hægindinu, úr sandi og smásteinum. Vaknaði alltaf eftir stuttan svefn við kuldahroll, brölti þá á fætur og þreifaði mig áfram upp á sandbynginn, til þess að berja mér. Þegar ég liafði loks fengið í mig hita, tyllti ég mér aftur á steininn og sofnaði. — Ég kasta snjókúlum upp í opið, til þess að reyna að brjóta gat á snjóþekjuna. VllOIMADURIW 21

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.