Veiðimaðurinn - 01.12.1956, Page 24

Veiðimaðurinn - 01.12.1956, Page 24
Tekst stundum að mynda smágöt, sem skeflir þó fljóliega yfir aftur. — Nú er að verða of skuggsýnt til að skrifa. — — Kom einni snjókúlu upp í gegnum snjóþakið. Heldur bjartara aftur, svo ég get skrifað. Öðru hvoru hef ég kallað og sungið, ef ske kynni, að tilviljunin yrði mér lilið- holl og einhver ætti leið skammt frá. Þarf þó að spara röddina, svo að ég verði ekki hás. Þarf máske að nota hana í nokkra daga enn.------- Líklega verður það kuldinn, en ekki hungrið, sem vinnur bug á mér, þegar kraftarnir fara að þverra, og ég hef ekki lengur dug til að hamast mér til hita á þessari kringlu, sem er ll/£ m á hvern veg. Skyldi vitnast um hvarf mitt í dag? Verði það ekki, þá eru líkurnar til að ég finnist aðeins einn á móti einum, því alltaf hríðar í slóðina. — — Mér heyrðist áðan marra í snjónum uppi yfir mér, eins og einhver gengi hjá. Eg kallaði, halló! halló! eins og ég geri alltaf öðru hvoru. Þegar ég fór að hlusta betur, heyrði ég, að þetta var aðeins vindurinn, sem gnauðaði við opið á gjánni. --- Heppinn er ég að hafa þennan stein til að sitja á. Kalt hefði verið að kúra í blautum sandinum, þar sem alltaf lekur. Ég kunni fyrst illa við þetta sífellda dropahljóð, sem bergmálar í gjánni og líkist mest leyndardómsfullu hvísli utan úr lirauninu, en er farinn að venjast því. í nótt fannst mér óviðfelldið að hafa vatnið svo nærri mér. — Ef hækka skyldi í ánni, sem er hér skammt frá, t. d. við kiapstíflu, þá mundi vatnið einnig stíga í gjánni. Ég er við því búinn. Get hafst við á stöllum uppi í bergveggnum og fest mig við steinnibbur með ólum úr bak- pokanum.------- Ég finn, að kominn er nýr dagur — mánudagur. Þykkt snjólag yfir gjánni. Of dimmt til að skrifa. Hlýrra — minni súgur, mér líður furðuvel. Ég vissi ekkert hvað veðri leið, ekkert heyrðist nema dropahljóðið, sem berg- málaði nú liálfu ólmgnanlegar en áður. Nú var tilgangslaust að kalla — snjóþekj- an hlaut að kæfa lxvert hljóð. Leiði- gjarnt var að hafa ekkert fyrir stafni. Fann stein og barði með honum á nöf, sem stóð út úr bergveggnum. Dimmt og þungt bergmál fyllti gjána. Hugsast gat, að þetta hljóð bærist lengra en manns- röddin. Ég fann ekki mikið til hungurs, fékk mér öðru hvoru vatnssopa, lítið í einu. Ég hugleiddi líkur fyrir björgun: Hversu mikill snjór var kominn? Mundi slóð min verða rakin? Á því valt, hversu fljótt ég fyndist — eða hvort ég fyndist í tæka tíð. Máske væri þessi ömurlegi staður grafhýsi mitt? Þá er að taka því. liezt að hugsa sem minnst um þá liluti. Ég vissi að hungrið átti eftir að segja til sín, en ég kveið því minna en kuld- anuin. Þurfti æ lengur að hreyfa mig til þess að losna við hrollinn. Skinn- treyjan orðin blaut í gegn af lekanum. — Svaf öllu meira í nótt en í fyrrinótt. — Áætlaði, að ég gæti lifað þolanlegu lífi til fimmtudags óg hjarað lengur. — Mér fannst langt liðið á kvöld, var seztur á steininn og í þann veginn að íesta blund, er mér heyrðist marra í snjónum í grennd við gjána. Snjófylla hrapáði niður. Ég heyrði 22 Veiðimaðurin.n

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.