Veiðimaðurinn - 01.12.1956, Side 28
minn seinan með þessum orðum: „Ja,
þá var nú piltur snöggur.“ Laxarnir
voru 12 pund hver, allt lirygnur nema
smalinn. Hann var 16 punda hængur."
Fjórði sögumaður.
NÚ var þögn um stund. Var það greini-
legt, að öllum fannst mikið til um sög-
ur þremenninganna og treystu sér ekki
til að gera betur. Loks tók þó fjórði sögu-
maður til máls og mælti: „Ég hef raun-
ar ekki frá neinu markverðu að segja.
Þó kom atvik fyrir á síðastliðnu sumri,
sem ég mun lengi minnast. Ég var að
renna í „Holuna“ í Elliðaánum og fann
nart. Þar sem laxinn er stundum lengi
að taka í holunni beið ég rólegur eftir
því að hann hlypi tit. Eftir drykklanga
stund fann ég, að kippirnir voru orðnir
svo þungir, að líklegt var að laxinn væri
örugglega fastur. Ég brá því við honum,
og svo sannarlega var hann á! Venju-
lega rásar laxinn upp á Breiðuna eða
niður að steininum, en þessi gerði hvor-
ugt, heldur þumbaðist kyrr í holunni,
svifaði aðeins til og frá. Þennan dag lá
skemmtiferðaskip á Reykjavíkurhöfn, og
þegar laxinn tók, voru fyrstu bílarnir að
fara austur með ferðafólkið. Þegar hinir
erlendu menn sáu, að ég var „með hann
á“, stöðvuðu þeir bílana og þyrptust nið-
ur að girðingunni, sumir með mynda-
vélar, sem þeir beindu ýmist að mér
eða umhverfinu. Einn áhugasamur kvik-
myndatökumaður hljóp niður með ánni
að austanverðu ,og klifraði upp á stóra
steininn fyrir neðan Holuna og kvik-
myndaði þaðan mig og áhorfendaskarann
að baki mér. Ég steig fram á fótinn og
rétti mig í baki, teygði fram hökuna,
ýtti hattinum aftur á hvirfilinn og reyndi
að sýnast sem reffilegastur, meðan á
myndatökunni stóð, en jafnframt lagði
ég svo þungt átak á stöngina sem ég
þorði. Og nú fór kauði að gefa sig. En
hvert í þreifandi! Upp á yfirborðið lyft-
ist ekki lax, heldur kippa af sverum kaðli
er öngullinn hafði krækzt í. Ég kross-
bölvaði, óð út í og dröslaði öllu til lands,
en mannfjöldinn við girðinguna laust
upp margrödduðu undrunarópi. Þakkaði
ég hamingjunni fyrir að vera ekki mála-
maður, því ég skyldi fátt eitt af því, sem
skarinn talaði, fyrir utan það, að kvik-
myndatökumaðurinn tautaði „For hel —“
meðan hann var að paufast niður af
steininum og ösla til lands. Aður en
ég hafði fyllilega áttað mig, var hjálp-
samur náungi búinn að sækja pundara
veiðihússin og farinn að vega fenginn.
Og nú höfðu áhorfendurnir eitthvað til
að mynda. Loks týndist hópurinn í bíl-
ana, sem þokuðust af stað og hurfu brátt
austur af Ártúnsbrekku. Eftir sat ég
hnýpinn og hljóður. Þó tók ég fljótt gleði
mína aftur, því í niði árinnar þóttist ég
nema fyrirheit um uppbót seinna.“
S-birtingur.
KASTHJOL
GILDEX
til sölu við mjög
sanngjörnu verði.
Kjartan R. Guðmundsson
Úthlíð 8.
26
Veibimaðurinn