Veiðimaðurinn - 01.12.1956, Side 29

Veiðimaðurinn - 01.12.1956, Side 29
KARL HALLDÓRSSON: Tv«r veidiþulur. Karl Halldórsson, sem lesendur Veiðimannsins munu flestir kannast við, hefur sent blaðinu þessar tvær þulur. í þeirri fyrri segist hann vita, að veiði- gyðjan verði sér holl og trti, og öll ber þulan vott um þá bjartsýni, sem fyllir hug okkar flestra, þegar við prum að leggja af stað í veiðiferðirnar. En veruleikinn er oft grályndur, og þá vill stund- um þyngja dálítið yfir sálinni og viðhorfið breyt- ast, eins og fram kemur í næstu þulu. Ritslj. Vestur í Dali. HÖLDUM við a'ð heiman um heiðan sumardag sveinar þrír að sunnan og syngjum kveðjulag. Sveinar þrír að sunnan og súpum dýra skál rétt hjá Staupasteini, þar stuðluð falla mál. Rétt hjá Staupasteini er stöfuð geislum jörð, rennir rauðu flosi röðull yfir fjörð. Rennir rauðu flosi röðull hlýr og skær, ilmi blóma andar unðasléttur blær. Ylmi blóma andar inn í mannsins sál, fellur fjalla milli fagurt huldumál. Fellur fjalla milli foss í silungsá, vekur vatnaniður veiðimannsins þrá. Vekur vatnaniður von um snjalla för, geislar glóð í augum og gleðimál á vör. Geislar glóð í augum því gott er okkar vín, bjartur Borgarfjörður birtir töfrasýn. Bjartur Borgarfjörður er bóndans dáða sveit, gefst þar gró'ðri öllum göfugt fyrirheit. Gefst þar gróðri öllum glæstur frelsisblær, hljómvís heillagyðja hörpu dagsins slær. Hljómvís heilla gyðja hrífur okkar sál, deilt skal dýrum miði og drukkin hennar skál. Deilt skal dýrum miði við Dalavegamót. Baula er brátt til hægri með bleikt og sorfið grjót. Baula er brátt til hægri og Brekkan við oss rís, við hrikagil og hamra er háski stundum vis. Við hrikagil og hamra er holt að lyfta fleyg og minni Daladísa skal drekka í einum teig. Og minni Daladísa er dáð og fært í ljóð en undir leika elfur Vf.ibimaburinn 27

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.