Veiðimaðurinn - 01.12.1956, Síða 34
Qamftd veiðifélftgí.
ÉG fór fyrst að renna fyrir lax sum-
arið 1928, og fékk þá veiðileyfi í Elliða-
ánum. Mun Runólfur Kjartansson hafa
útvegað mér það. Var þá veitt þar með
tveim stöngum daglega, og hafði ég aðra
stöngina einn dag í hverri viku. Hefðu
þá þótt harðir kostir, ef þau skilyrði
hefðu verið sett, að tveir menn væru um
sömu stöngina, hvað þá að þeir hefðu
hana aðeins liálfan daginn, eins og nú
er venja, og enn fráleitara liefði þótt
að bæta við þriðju stönginni. khrda voru
þeir svo fáir stangveiðimennirnir í þá
daga, að hver og einn gat hæglega orðið
sér úti um veiðistaði, án þess að troða
öðrum um tær.
I fyrstu var ég ákaflega klaufskur við
veiðarnar, enda aldrei séð veiddan lax
áður og engrar tilsagnar notið, en ég var
búinn út með stærri ánamaðka en ég
liafði áður augum litið. Ég hafði dálítið
vanizt silungsveiði, en þá notað aðallega
gervibeitu eða ánamaðka, sem týndir
voru undan torfuskæklunr eða nrykju-
skánunr. Og handfæraveiðum var ég al-
vanur. En sú reynsla kom nrér að litlu
lraldi, að minnsta kosti þegar ég ætlaði
að nota sömu aðferðina og við þorskinn,
en það var að kippa jafnan strax á nróti,
þegar nartað var í beituna. Dró ég þann-
ig út úr mörgum laxinum í fyrstu.
Fljótlega sá ég, að ekki var einleikið,
hve illa mér gekk við veiðarnar, þegar
veiðifélagi nrinn dró lrvern laxinn á fætur
öðrum rétt við nefið á mér, en ég var
öngulsár á meðan. En ég var kappsfullur,
eins og margur byrjandinn, og vildi ó-
gjarnan koma heim með léttari poka
en hinir. Veiðitæki og allan útbúnað
þóttist ég hafa í bezta lagi, og svo marga
þorskana hafði ég dregið, að einhver
veiðináttúra hlaut að vera í mér. Þetta
gat því varla stafað af öðru en kunnáttu-
leysi.
Nú voru góð ráð dýr. Ég varð að brjóta
odd af oflæti mínu og biðja veiðifélaga
minn að leiðbeina mér. Ég færði þetta
í tal við hann, og sjaldan hef ég mætt
meiri nærgætni og skilningi en að þessu
sinni.
Veiðifélagi minn var enginn annar
en Guðmundur Jóhannsson, alkunnur
veiðimaður, og voru þetta fyrstu kynni
mín af honum, sem síðan varð af óslit-
in vinátta í 28 ár, eða þar til hann lézt
síðastliðinn vetur.
Kennslan var auðfengin, og kom ég
ekki að tómum kofunum hjá Guðmundi
í veiðifræðunum. Gat ég fljótlega not-
fært mér ýmsar góðar ráðleggingar, sem
þá miðuðust mest við maðkveiðina á
neðra svæðinu í Ánum. En erfitt átti ég
með að tileinka mér það, sem lærifaðir
minn taldi fyrsta boðorðið í fræðunum,
en það var að fara að engu óðslega.
Þar var víst eitthvert ólag á eðlisfari
mínu, sem ekki er með öllu horfið enn-
þá. Guðmundur var aftur á móti alltaf
jafnrólegur, eins og gamall Yogi.
Guðmundur var stúdent að menntun
32
Veiðimaðurinn