Veiðimaðurinn - 01.12.1956, Page 36
menn í för með okkur, og var það venju-
lega skemmtilegur félagsskapur. Oftast
var búið í tjöldum og stundum dvalið
nokkra daga í einu.
í einni þessari ferð voru með okkur
þeir Jón Bergsson, stórkaupmaður og
Ingólfur Ásmundsson, skrifstofustjóri.
Að loknum veiðidegi tjölduðum við, en
lög'ðumst seint til hvílu, því í mörgu
þurfti að snúast, bæði við matreiðslu og
annað. Vorum við því harla þreyttir,
þegar við loksins lögðumst fyrir, en ekki
var strax farið að sofa, því eins og endra-
nær lá Guðmundi ekkert á, og hóf hann
nú umræður um laxveiði. Síðan komu
fleiri mál á dagskrá, þar á meðal borg-
arastyrjöldin í Kína, sem þá hafði staðið
í nokkur ár. Sýndist þar sitt hverjum,
en Guðmundur lagði lítið til þeirra mála,
þar til liann reis upp í svefnpokanum,
brýndi raustina og sagði: „Það er ekki
furða, þó þeir sláist þessir andskotar, sem
fundu upp púðrið.“
Guðmundi þótti jafnan ástæða til þess
að vera búinn vel að öllu í þessum veiði-
ferðum, og var því farangur okkar oft
talsvert mikill. Einu sinni sem oftar fór-
um við tveir einir austur að Sogi, en
þurftum að ganga langan spöl frá bif-
reiðinni og niður að fljótinu. Máttu byrð-
ar okkar varla vera þyngri, enda höfð-
um við þá meðferðis tvö smátjöld, auk
alls annars.
Um kvöldið þegar við hættum veið-
um, skall á livassviðri með úrhellisrign-
ingu. Þar sem Guðmundur var búinn
að dreifa dóti sínu um allt tjaldið sitt,
fór ég að hjálpa honum til að hagræða
því. Kom þá í ljós, að það var svo mikið,
að ekki var viðlit að hann kæmist þar
sjálfur fyrir í svefnpokanum, en allt liefði
gegnblotnað, sem úti hefði staðið, eða
jafnvel meðan verið var að færa það
milli tjalda. Varð ég því að hola Guð-
mundi niður í tjaldinu hjá mér um
nóttina.
Áður en við lokuðum tjaldinu og fór-
um úr regnfötum, skutum við heljar
miklum tómum olíubrúsa inn fyrir tjald-
skörina, en hann liöfðum við fundið í
myrkrinu, og átti hann að þéna sem næt-
urgagn. Þegar það svo var tekið í not-
kun síðla nætur, kom í ljós, að brúsinn
hafði verið notaður undir maðk, og voru
göt á botninum og víðar. Vöknaði því
talsvert undir okkur í tjaldinu, en við
því var ekkert að gera. Varð lítið um
svefn það sem eftir var nætur, en Guð-
mundur átti heitt kaffi í brúsa, og eitt-
livað var til út í það, og varð hvorugum
meint af volkinu.
Undir kvöldið næsta dag, þegar halda
skyldi lieimleiðis, vandaðist málið, því
nú höfðum við mikla veiði til viðbótar
öllu hinu. Batt ég fyrst upp á Guðmund
með snærum, bæði í bak og fyrir, og tók
svo svo sjálfur það, sem eftir var. Með
þetta roguðumst við svo áleiðis að bif-
reiðinni, þar til Guðmundur þurfti nauð-
synlega að stanza til þess að fá sér í nefið.
Settist hann á þúfu og tók að leita að
pontunni, en þá vildi svo illa til, að
klyfjarnar runnu úr skorðum og eitt snær-
ið hljóp fyrir háls honum og keyrði
hann aftur á bak ofan í skorning. Var
þetta ærið kátbroslegt, og hló ég dátt
að, þar til ég heyrði korra í gamla mann-
inum, þá flýtti ég mér að skera á snærið
lionum til lífsbjargar. Eitthvað hnittið
sagði Guðmundur þegar hann stóð upp,
þó ég nruni það ekki nú.
Einu sinni bar svo við, að ég var
34
Vf.iðimaðurinn