Veiðimaðurinn - 01.12.1956, Blaðsíða 36

Veiðimaðurinn - 01.12.1956, Blaðsíða 36
menn í för með okkur, og var það venju- lega skemmtilegur félagsskapur. Oftast var búið í tjöldum og stundum dvalið nokkra daga í einu. í einni þessari ferð voru með okkur þeir Jón Bergsson, stórkaupmaður og Ingólfur Ásmundsson, skrifstofustjóri. Að loknum veiðidegi tjölduðum við, en lög'ðumst seint til hvílu, því í mörgu þurfti að snúast, bæði við matreiðslu og annað. Vorum við því harla þreyttir, þegar við loksins lögðumst fyrir, en ekki var strax farið að sofa, því eins og endra- nær lá Guðmundi ekkert á, og hóf hann nú umræður um laxveiði. Síðan komu fleiri mál á dagskrá, þar á meðal borg- arastyrjöldin í Kína, sem þá hafði staðið í nokkur ár. Sýndist þar sitt hverjum, en Guðmundur lagði lítið til þeirra mála, þar til liann reis upp í svefnpokanum, brýndi raustina og sagði: „Það er ekki furða, þó þeir sláist þessir andskotar, sem fundu upp púðrið.“ Guðmundi þótti jafnan ástæða til þess að vera búinn vel að öllu í þessum veiði- ferðum, og var því farangur okkar oft talsvert mikill. Einu sinni sem oftar fór- um við tveir einir austur að Sogi, en þurftum að ganga langan spöl frá bif- reiðinni og niður að fljótinu. Máttu byrð- ar okkar varla vera þyngri, enda höfð- um við þá meðferðis tvö smátjöld, auk alls annars. Um kvöldið þegar við hættum veið- um, skall á livassviðri með úrhellisrign- ingu. Þar sem Guðmundur var búinn að dreifa dóti sínu um allt tjaldið sitt, fór ég að hjálpa honum til að hagræða því. Kom þá í ljós, að það var svo mikið, að ekki var viðlit að hann kæmist þar sjálfur fyrir í svefnpokanum, en allt liefði gegnblotnað, sem úti hefði staðið, eða jafnvel meðan verið var að færa það milli tjalda. Varð ég því að hola Guð- mundi niður í tjaldinu hjá mér um nóttina. Áður en við lokuðum tjaldinu og fór- um úr regnfötum, skutum við heljar miklum tómum olíubrúsa inn fyrir tjald- skörina, en hann liöfðum við fundið í myrkrinu, og átti hann að þéna sem næt- urgagn. Þegar það svo var tekið í not- kun síðla nætur, kom í ljós, að brúsinn hafði verið notaður undir maðk, og voru göt á botninum og víðar. Vöknaði því talsvert undir okkur í tjaldinu, en við því var ekkert að gera. Varð lítið um svefn það sem eftir var nætur, en Guð- mundur átti heitt kaffi í brúsa, og eitt- livað var til út í það, og varð hvorugum meint af volkinu. Undir kvöldið næsta dag, þegar halda skyldi lieimleiðis, vandaðist málið, því nú höfðum við mikla veiði til viðbótar öllu hinu. Batt ég fyrst upp á Guðmund með snærum, bæði í bak og fyrir, og tók svo svo sjálfur það, sem eftir var. Með þetta roguðumst við svo áleiðis að bif- reiðinni, þar til Guðmundur þurfti nauð- synlega að stanza til þess að fá sér í nefið. Settist hann á þúfu og tók að leita að pontunni, en þá vildi svo illa til, að klyfjarnar runnu úr skorðum og eitt snær- ið hljóp fyrir háls honum og keyrði hann aftur á bak ofan í skorning. Var þetta ærið kátbroslegt, og hló ég dátt að, þar til ég heyrði korra í gamla mann- inum, þá flýtti ég mér að skera á snærið lionum til lífsbjargar. Eitthvað hnittið sagði Guðmundur þegar hann stóð upp, þó ég nruni það ekki nú. Einu sinni bar svo við, að ég var 34 Vf.iðimaðurinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.