Veiðimaðurinn - 01.12.1956, Page 38

Veiðimaðurinn - 01.12.1956, Page 38
„Gaztu stíflað lækinn svona vel?“ „Nei, ég tjóðraði ódráttinn.“ Nú var mér öllum lokið. Ég hraðaði mér að læknum, en þar sá ég, að priki hafði verið stungið niður í bakkann. Var laxinn tjóðraður við prikið með línu- spotta, sem hnýtt var upp í fiskinn. Ég kippti honum upp á bakkann, en hann var fremur lítill og grindhoraður og svo þakinn kaunum og kýlum, að ég hef aldrei séð neitt líkt því, hvorki á fisk- um né öðrum dýrum. Mér varð hálf- óglatt af því að horfa á fiskinn og spyr Guðmund, hvað hann haldi að gangi að skepnunni. „Það leynir sér ekki, þetta er ekta laxafransós, og það er hreinasta mildi, ef hann er ekki búinn að smita frá sér.“ Ég sá, að Guðmundur hafði rétt að mæla, og nú bað ég hann að kvelja ekki laxgreyið lengur, heldur drepa hann srax, því ég treysti mér ekki til þess að snerta á honum. Guðmundur losaði prikið úr bakkanum og dró laxinn á spottanum upp á hól, sem þarna var rétt hjá, en aldrei vissi ég, hvort hann gaf honum náðarstuðið. Þegar við komum þarna í næstu veiði- ferð, flaug hrafn af hólnum, en ég þótt- ist hafa séð hann vera að kroppa í eitt- hvað og fór því að forvitnast um, hvað það hefði verið. Þarna lá beinagrindin af laxinum fræga, en ég var þá búinn að gleyma honum. Ég sagði Guðmundi, að hrafninn hefði verið að ljúka við lax- inn góða. „Ja, sá verður ekki langlífur," sagði Guðmundur með sannfæringarkrafti. Eitt sinn, þegar Guðmundur kom úr veiðiferð frá Soginu, en ég var ekki með honum í það skipti, hringdi hann til mín seint um kvöldið og fór að segja mér frá ferðinni, og var enginn asi á honum frekar en venjulega. Þetta kvöld voru gestir hjá mér, svo ég var orðinn dálítið óþolinmóður, þegar hann loks Þessi mynd er tekin við sumarbústað Scemundar Stefánssonar hjá Núpstúni. A henni er talið frá vinstri: Jóhann Þorsteinsson, Guðmundur Jóhanns- son, Sremundur og Stefán, sonur hans. spyr mig, hvort ég vilji ekki skjótast til sín, því ef til vill hafi ég gaman af því að sjá stóran lax, sem hann hafi veitt. Ég sagðist ekki geta komið. En oft hefur mig iðrað þess, að verða af þeirri sýn- ingu, því seinna frétti ég, að þetta myndi hafa verið einhver allra stærsti lax, sem veiðzt hefur á stöng hérlendis. En ekki var Guðmundur neitt að hugsa um að halda þessu á lofti, því vottföst mun vigt- unin ekki hafa verið. Guðmundur var annar tveggja elztu 36 Veiðimaðurinn

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.