Veiðimaðurinn - 01.12.1956, Side 40
hafði hann mikla ánægju af að rifja upp
ýmsa atburði þaðan.
Ég kynntist Ásgeiri G. Gunnlaugssyni
löngu áður en ég fór sjálfur að fást við
stangveiði. Við drukkum oft kaffi við
sama borð á Hótel ísland, á árunum
kringum 1940. Mér er minnisstætt eitt
fagurt sumarkvöld, er við urðum sam-
ferða þaðan vestur í bæinn. Við gengum
alla leið vestur að sjónum og röbbuðum
um ýmsa liluti. Sólin var að hverfa bak
við jökulinn, allt vesturloftið logaði í
litskrúði kvöldroðans, sem sló gullbjarma
á flóann og spegilslétt sundin. Esjan og
vesturfjöllin risu í djúpum, dulmögn-
uðum bláma undir eldslæðum sólarlags-
ins. Örlítil bára gjálfraði við ströndina
og nokkrir sjófuglar flögruðu yfir fjöru-
borðinu, en aðrir létu lognölduna vagga
sér um sólroðið sundið.
„Það er fallegt núna hérna í Reykja-
vík,“ segir Ásgeir.
„}á, ég ætla líklega að verða heppinn
með veðrið í sumarleyfinu mínu í þetta
sinn,“ svaraði ég. „En mér þykir verst,
að ég veit ekkert hvað ég á af mér að
gera. Ég ætti að manna mig upp og fara
eitthvað út úr bænum."
„Veiðirðu ekki lax?“ spurði Ásgeir.
„Nei, ekki hef ég nú fengizt við það
ennþá,“ svaraði ég.
„Þú værir ekki í vandræðum með sum-
arleyfin þín, ef þú fengir þér veiðistöng,“
sagði liann. „Ég held þú gætir varla var-
ið þeim betur. Það er nú fyrst og fremst
hollt fyrir ykkur, sem sitjið inni alla
daga, að hreyfa ykkur eitthvað úti. Og
ef þú byrjar á að veiða lax, muntu fljótt
komast að raun um að það er skemmti-
legfc líka. Reyndu það, og þig mun ekki
iðra þess.“
Ég held að þetta hafi verið fyrsta hvatn-
ingin, sem ég fékk til þess að gerast stang-
veiðimaður, og þótt enn liðu nokkur ár
þangað til ég batt tryggð við veiðistöng-
ina, hefur mér oft síðan orðið lrugsað
til samtals okkar Ásgeirs, þetta fagra sum-
arkvöld í Vesturbænum.
Eftir að Hótel ísland brann lágu leiðir
okkar Ásgeirs sjaldnar saman. Sá hópur,
sem þar hittist og átti margar ánægju-
stundir, dreifðist á aðra staði. Ég sá þó
Ásgeir öðru hvoru á götunni, og nokkru
eftir að ég fór að fást við stangaveiði
mætti ég honunr eitt sinn og sagði hon-
um þá, að nú væri ég farinn að veiða og
minnti hann á samtalið forðum.
„Þá ætla ég að bæta einu við núna,“
sagði hann. „Notaðu fluguna sem mest.
Þú veizt ekki til fulls lrvað veiðiskapur-
inn er, fyrr en þú hefur náð góðri leikni
með hana. Og það ættu allir að byrja með
liana strax.“
Þessi ráðlegging Ásgeirs er enn í fullu
gildi og skyldu allir byrjendur festa sér
liana vel og rækilega í nrinni. Þá yrði
veiðimenning okkar Islendinga brátt
meiri en hún er nú.
Ásgeir G. Gunnlaugsson var prúð-
nrenni mikið, traustur í sjón og raun,
enda vinsæll og virtur af öllunr.
Heilsu hans var þannig komið síðari
árin, að lrann lá rúmfastur og gat ekki
stundað stangveiði né önnur lrugðarefni
sín. En offc mun lrugur hans hafa reikað
inn að „Ánum“. Hinir nrörgu vinir lians
og veiðifélagar nrunu ávallt minnast lrans
sem eins af beztu fulltrúunr þeirrar
traustu og tápmiklu kynslóðar, sem nú
er óðum að hverfa.
Víglundur Möller.
38
Vf.iuimadurinn