Veiðimaðurinn - 01.12.1956, Síða 45

Veiðimaðurinn - 01.12.1956, Síða 45
Margra ára uppeldisstarf lagt í rústir á einni nóttu. í ágústmánuði s.l. var framið óvenju- lega óhugnanlegt skemmdarverk í Brynjudalsá í Hvaltirði. Leigjandi árinnar, Ingibergur Stefáns- son forstjóri, hefur, frá því 1943 að hann tók ána á leigu, lagt mikla vinnu í að gera hana fiskgenga til ræktunar á laxi. Hefur liann árlega sett í ána um 50 þús- und laxaseiði. Slíkar aðgerðir kosta rnikla fyrirhöfn og fjárútlát, sem nú hefur, eftir ]3 ára strit, verið lagt að mestu leyti í rústir á einni nóttu. Ekki mun þetta hafa verið fyrsta ó- tuktaráhlaupið, sem gert hefur verið á vatnasvæði þetta, því að fyrir rúmum tveim árum var stolizt í ána og dregið á einn aðalhylinn og hirtur nieiri hlut- inn af þeirn laxi, sem búið var að rækta upp í henni þá. í ár voru aðgerðirnar enn svívirðilegri, þar sem þjófarnir drápu nú laxaseiðin í þúsundatali í ltyln- um við Bárðarfoss, ásamt 60—70 full- þroskuðum löxum, ollu þar með gífur- legu tjóni og eyðilögðu mikil verðmæti. Það er leitt til þess að vita, að þeir menn skuli vera tif í okkar þjóðfélagi, sem hafa slíkt innræti, sem þarna fékk útrás. Seiðin, sent lágu dauð í hylnum, voru komin á þann aldur, að innan skaranta hefðu þau gengið til sjávar og komið aftur á næstu árum til uppeldisstöðv- anna fullþroskuð til uppbyggingar, við- halds og aukningar á laxastofni vatna- svæðisins. Um þetta var allmikið rætt manna á meðal og um það skrifað í dagblöð bæj- arins. Vakti verknaður þessi andstyggð og fyrirlitningu alls almennings. Rann- sókn var hafin í málinu af rannsóknar- lögreglunni í Reykjavík. Því miður er ódæðisverkið enn óupplýst. Verknaði þessurn mætti líkja við það, að ráðist væri að sumarlagi á fjárstofn nýbýlabóndans, vorlömbunum útrýmt, megnið af fullorðna fénu drepið og hirt það, sem liægt væri að koma í verð. Einn af þessum dauðu löxum, ásamt nokkrum seiðum, sendi Ingibergur mér til atliugunar. Þykir mér rétt, að gefa lesendum Veiðimannsins kost á að vita hvað kom í ljós við skoðun á þessum dauða laxi, svo og hvernig seiðin litu Veiðimaðurinn 43
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.