Veiðimaðurinn - 01.12.1956, Blaðsíða 47
ar, þ. e. frá Klettsfljóti við Selhaga og
öll áin þar fyrir ofan. Telji stjórn SVFR
sig geta komist að viðunandi samkomu-
lagi, felur fundurinn henni að semja um
framangreind veiðiréttindi og jafnframt
hafi hún þá einnig heimild til að festa
kaup á veiðihúsinu við Víghól. Náist
ekki framangreint samkomulag er stjórn-
inni heimilt að gera tilboð í alla ána.“
í samræmi við þessa fundarsamþykkt
talaði formaður SVFR oftsinnis við for-
mann félags þess, sem hafði Þverá á leigu,
en leigutími rann út að loknu s.l. veiði-
tímabili, og má því segja, að snemma
væri hafinn undirbúningur málsins. For-
maður félagsins, sem hafði Þverá á leigu,
Hallgrímur Fr. Hallgrímsson, forstjóri,
var mjög hlynntur því, að bæði félögin
stæðu saman að nýjum samningum, eða
semdu sín í milli. Samþykkti félag hans
slíka samvinnu, enda liafði það einkum
áhuga fyrir neðri hluta árinnar, en SVFR
fyrst og fremst þeim efri.
Á þessu tímabili ræddu stjórnarmenn
SVFR oftar en einu sinni um árleiguna
við Davíð Þorsteinsson á Arnbjargarlæk,
en hann er formaður í félagi þeirra ár-
eigenda, og skýrðu honum frá þessum
viðræðum beggja félaganna, enda hafði
honum áður verið skýrt frá því, að SVFR
hefði hug á að fá ána leigða.
Þegar svo Þverá var auglýst til leigu
í septembermánuði s.l., voru strax tekn-
ar upp umræður við formann fyrrverandi
leiguhafa, er sagðist hafa tilkynnt Davíð
Þorsteinssyni þá fyrir nokkru, að félag
sitt myndi ekki bjóða í ána, og að enn
stæði samþykkt félagsins um að taka upp
samvinnu við SVFR. Hins vegar væri
málum nú svo komið, að tveir af 10
félagsmönnum, þeir Vilhjálmur Þór og
Björn Ólafsson, vildu ekki hlýta sam-
þykkt félagsins og enga samvinnu hafa
við SVFR, heldur mundu bjóða sjálfir í
ána. Taldi Hallgrímur þetta mjög illa
farið, þar sem það hefði verið einlægur
vilji sinn og meiri hluta félagsins, að
hafa samvinnu við SVFR.
Að svo komnu máli taldi stjórn SVFR
ekki grundvöll fyrir frekari samninga-
umræðum, en hins vegar tók Hallgrímur
það enn fram, að félag lians rnyndi ekki
bjóða í ána, en ef SVFR fengi hana á
leigu, þá væri hann, ásamt meiri hluta
félagsmanna, reiðubúinn til þess að semja
um leigu eða sölu á veiðihúsinu, hvort
heldur þar væri um peningagreiðslu að
ræða eða hlutdeild í árleigunni og leigu
á liúsinu.
Stjórn SVFR tók síðan upp viðræður
við stjórn áreigenda, þá Davíð Þorsteins-
son og Andrés Eyjólfsson, og óskuðu þeir
eftir tilboði frá félaginu. En til þess að
fyrirbyggja að tilboð SVFR yrði mis-
notað að einhverju leyti, þá fór formað-
ur ásamt varaformanni SVFR upp að
Arnbjargarlæk og Síðumúla, sama dag
og áreigendur héldu fund með sér, þar
sem ganga átti frá leigu árinnar. Af-
hentu þeir Davíð og Andrési tilboðið
í lokuðu bréfi, þar sem fram var tekið,
áritað á umslagið, að það mætti ekki
opna fyrr en á fundinum, sem halda átti
um kvöldið, og haldinn var.
Tilboðið var á þá leið, að SVFR vildi
greiða fyrir ána kr. 130.000,00, rniðað
við að veiða mætti með 8 stöngum dag-
lega frá 1. júní til 31. ágúst, en myndi
auk þess bæta við kr. 5.000,00, ef veiða
mætti í neðanverðri ánni til 10. septem-
ber ár hvert. Tekið var fram í tilboðinu,
Vf.iðimaðurinn
45