Veiðimaðurinn - 01.12.1956, Side 48
að fundurinn yrði að ákveða, hvort til-
boðinu yrði tekið eða því hafnað, og
ennfremur var óskað eftir svari strax
daginn eftir.
Þegar tilhoðið var afhent kom fram,
að þeir Davíð og Andrés töldu áreig-
endur ekki vilja láta fyrri leigjendur
verða afskipta um veiðirétt í ánni, ef
þeir óskuðu eftir honum. Voru þeir þá
minntir á áðurnefnda samþykkt í félagi
fyrri leigjenda og bent á, að þeir gætu
símað til Hallgríms Fr. Hallgrímssonar
og fengið staðfestingu á því, að félag
hans væri reiðubúið að semja við SVFR,
ef það fengi ána á leigu, enda þótt hans
félag ætlaði ekki að bjóða í ána.
Daginn eftir fundinn, þann 14. sept-
ernber, barst formanni SVFR símskeyti,
þar sem stjórn félags áreigenda hað stjórn
SVFR að hitta sig að máli kl. 21 sam-
dægurs, þ. e. 14. september.
Þegar á þann fund kom sagðist stjórn
Veiðifélags Þverár þegar hafa ráðstafað
ánni til „fyrri leigjenda", og báru fyrir
sig fundargjörð frá kvöldinu áður, þar
sem félagið liafði samþykkt að taka til-
boði SVFR. en gefa þó fyrst „fyrri legj-
endum“ forgangsrétt.
Formaður og varaformaður SVFR
bentu þá stjórn Veiðifélags Þverár á fé-
lagssamþykkt fyrri leigutaka, sem þeir
Davíð og Andrés hefðu verið minntir á
daginn áður, þar sem samvinna milli
SVFR og félags fyrri leigutaka hefði ver-
ið ákveðin. Félag fyrri leigutaka hefði
tilkynnt að það myndi ekki bjóða í ána,
enda engar umræður farið fram milli
fornranns félagsins, Hallgríms Fr. Hall-
grímssonar, og stjórnar Veiðifélags Þver-
ár, síðan Hallgrímur gaf Davíð áður-
nefnda yfirlýsingu. Kom þá fram, að Jiin-
46
ir nýju leigutakar væru þrír tilteknir ein-
staklingar úr félaginu.
Andrés Eyjólfsson tók fram, að búið
væri að tala við Hallgrím og væri hann
samþykkur hinum nýju samningum.
Stjórn SVFR efaði að þetm væri rétt, og
liar fram þá fyrirspurn, að ef rangt reynd-
ist, hvort ekki bæri að líta svo á, að stjórn
Veiðifélags Þverár hefði leigt þeim Vil-
hjálmi Þór, Birni Ólafssyni og Eyjólfi
Jóhannssyni ána í heimildarleysi, þar
sem þeir hefðu ekki umboð félags fyrr-
verandi leigutaka.
Stjórn SVFR fékk þau svör, að stjórn
Veiðifélagsins teldi sig hafa fulla heim-
ild til þess að ráðstafa ánni til þessara
manna.
Daginn eftir, þann 15. september, tal-
aði formaður SVFR hins vegar við Hall-
grím Fr. Hallgrímsson og spurði hann,
hvort rétt væri með farið um samþykki
hans til málsins. Sagði Hallgrímur að
til sín hefði fyrst verið liringt kl. um 7
kvöldið áður og liann beðinn að kalla
saman félagsfund, þá þegar, og bera þar
fram tillögu uin að félagið tæki ána á
leigu á grundvelli tilboðs SVFR. Þessu
sagðist Hallgrímur liítfa neitað, og að
jrví svari fengnu var hann spurður, hvort
þeir 7 félagsmenn, sem ekki voru við
samningana riðnir, myndu vilja fá aðild
að leigunni. Þessu kvaðst Hallgrímur
ekki geta svarað fyrr en umræður hefðu
farið fram um málið á félagsfundi.
Eins og áður er sagt, er það skoðun
stjórnar SVFR, að stjórn Veiðifélags
Þverár hafi hinn 14. september ráðstaf-
að ánni til aðila, sem ekki gat verið
átt við með orðunum „fyrri leigjenda“
í fundarsamþykktinni daginn áður. /
fyrsta lagi voru fyrri leigjendur 10 og
Vf.IÐIMABURINN