Veiðimaðurinn - 01.12.1956, Síða 49
höfðu með sér formlegt félag. Meiri hluti
þessa félags gat einn komið fram fyrir
liönd „fyrri leigjenda'. Þetta hefur þeim
verið ljóst, sem símaði til Hallgríms Fr.
Hallgrímssonar kl. 19 hinn 14. septem-
ber, og bað hann að kalla saman fund
í félaginu þá þegar og bera þar upp
tillögur um að félag fyrri leigjenda tæki
Þverá á leigu á grundvelli tilboðs SVFR.
I öðru lag.i hafði félag fyrri leigjenda
gert samþykkt um samvinnu við SVFR
og formaður þess skýrt formanni Veiði-
félags Þverár frá þeirri samþykkt. Stjórn
Veiðifélags Þverár var kunnugt um, að
þeir Vilhjálmur Þór og Björn Olafsson
voru andvígir þessari samþykkt og gat
því ekki litið á þá sem fulltrúa „fyrri
leigjenda“ í þessu sambandi, þó að þriðj i
meðlimur félagsins, Eyjólfur Jóhannsson,
liefði gengið til liðs við þá. Til þess
þyrftu þrír að skoðast meiri hluti af 10.
—• Þeir framleigusamningar, sem síðar
kunna að hafa verið gerðir, breyta hér
engu um.
Stjórn SVFR taldi félag fyrri leigu-
taka vitanlega úr sögunni í samkeppni
um ána, þar sem formaður þess, Hall-
grímur Fr. Hallgrímsson, hafði lýst yfir
við hana og tilkynnt Davíð Þorsteinssyni,
að félagið ætlaði ekki að bjóða. Eigi að
síður spurði hún þá Andrés og Davíð
sérstaklega að því, hvort nokkurt ákvæði
um forleigurétt hefði verið í samningi
fyrri leigutaka. Svöruðu þeir því neit-
andi.
Þeir gdtu þess ekki, oð œtlun þeirra
vœri að búa til forleigurétt handa áður-
nefndum þremur einstaklingum úr fé-
laginu, þegar d fundinn kæmi, enda hefði.
stjórn SVFR þd aldrei boðið svona hdtt
i dna, og jafnvel hætt við að bjóða
þar sem henni hefði þd verið Ijóst
það sem síðar kom á daginn, að einungis
vœri verið að nota hana til þess að hækka
leiguna fyrir þeim, sem þegar væri á-
kveðið að leigja.
Það verður tæpast sagt að þessi fram-
koma sé viðkunnanleg, svo ekki sé fast-
ar að orði kveðið, hvorki gagnvart stjórn
SVFR. né þeim, sem ána fengu.
Fyrrv. stjórn S.V.F.R.
Verðlaunakeppni.
VARLA mun til sá veiðimaður, sem
á ekki í hugarfórum sínum einhverjar
veiðisögur, sem hann telur svo merki-
legar, að hann situr sig sjaldan úr færi
að segja þær, ef hann getur komist áð
fyrir öðrum, sem eins er ástatt um. Þetta
er víst ekkert sérkenni á okkur íslend-
ingum, lieldur kvað það vera svona um
allar jarðir, en hitt er líka sameiginlegt
með veiðimönnum víðasthvar, að það
er mjög erfitt að fá þá til að skrifa sögur
sínar. Elestum þykir samt skemmtilegra
að lesa veiðisögur en hlusta á þær, og
ástæðan er auðvitað sú, að þegar einhver
er að segja frá, liggur hinum svo mikið
á með sínar sögur, að þeir mega ekki
vera að því að lilusta. Þess vegna er
miklu réttara af þeim, sem eiga góðar
sögur, að skrifa þær og fá þær birtar í
Veiðimanninum. Þetta hefur að vísu
Jrann ókost, að þeir veigra sér sennilega
við, að segja félögum sínum eins oft
sömu söguna, upp aftur og aftur, eftir
að inin hefur birzt á prenti, en á móti
því kemur, að miklu fleiri fá að njóta
hennar.
En það er margt fleira en veiðisögur,
47
Vr.IPIMAeURINN