Veiðimaðurinn - 01.12.1956, Page 52

Veiðimaðurinn - 01.12.1956, Page 52
eigi var stungi’ð upp á öðrum. Stjórnin er því skipuð þessum mönnum nú: Viggó H. V. Jónsson, formaður. Gunnbjörn Björnsson, varaformaður. (iuðni Þ. Guðmundsson, gjaldkeri. Guðmundur J. Kristjánsson, ritari. Víglundur Möller, fjármálaritari. I varastjórn voru kjörnir: Erlingur Þorsteinsson, Sigfús Jónsson og Sveinn Björnsson. Nokkrar nefndir voru kosn- ar stjórninni til aðstoðar, eins og undan- farin ár. Endurskoðendur voru kjörnir þeir sömu og áður, þeir Arni Benedikts son og Magnús Vigfússon. Samþykkt var eftirfarandi tillaga frá fyrrverandi stjórn: „Aðalfundur S.V.E.R. haldinn í Tjarn arkaffi 2. desember 1956, samþykkir, að á sumri komandi og þar til öðruvísi kynni að verða ákveðið, skuli eigi vera nema einn veiðimaður um hverja stöng á vatnasvæðum félagsins, að Elliðaánum undanskildum. Heimilt skal þó kvæntum mönnum að veiða með konum sínum á sörnu stöng, þar sem það fer ekki í bága við gerða samninga.“ Umræður urðu mjög litlar á fund- inum. Hann gleypti girnið. ÞANN 1. sept. s.l. veiddi frú Kristrún Haralds- dóttir 4i/j p. urriða, 58 sm. á lcngd, við Sanclsárós í Meðalfellsvatni. Út úr gotraufinni á fiski þessum hékk 30 sm. langur girnisspotti. Þótti þá sennilegt, að eitthvað meira væri innan í honum, enda kom i ljós, þegar hann var slægður, að í maga hans var lítill laxaöngull með girni, sem var alls 63 sm., en þar af hékk tæpur helmingur út um got- raufina. Auk þess var í maga urriðans óskemmt laxaseiði, sem hann hefur því verið nýbúinn að gleypa, 13 sm. langt og 30 gr. á þyngd. Við at- hugun á hreistri kom x ljós, að það var að ljúka sínu þriðja sumri í fersku vatni og hefði því farið til sjávar næsta vor. Enn um veiðibækurnar. VEIÐIBÓKIN frá Laxá í Leirársveit er, með nokkrum undantekningum, mjög illa færð. Flestir hafa skrifað með blý- anti, oft bæði illa og ógreinilega. Sum- staðar eru nöfn veiðistaða og veiðimanna svo illa skrifuð, að varla verður séð með fullri vissu, hvað þar á að standa. Á öðr- um stöðum vantar þyngd liskanna. Kem- ur þarna fram sá sóðaskapur og hirðu- leysi í frágangi, sem oft liefur verið vítt hér í ritinu áður. Skal enn tekið fram, að frágangur veiðibókanna verður rétti- lega að teljast nokkur mælikvarði á aðra umgengni þeirra, sem þar eiga hlut að máli. En hvernig stendur á því að þessi veiðibók er verst færð og sóðalegust allra /eiðibókanna á vatnasvæðum félagsins? Því verða þeir að svara, sem þar eiga hlut að máli, en vonandi verður þessi áminn- ing til þess, að þeir vandi sig hetur næst. Sóðaleg umgengni við árnar, í hvaða mynd senr hún kemur fram, er ljótur blettur á veiðimenningu okkar og ber þess vott að menn hafa ekki enn lært að bera virðingu fyrir íþróttinni og um- hverfinu. En meðan menn læra það ekki fara þeir á mis við flest af því fegursta og bezta, sem stangveiðin getur veitt okkur. Þeir sem láta sér sæma að gerast sekir um sumt af því, sem vitað er að á sér stað við árnar, þótt ei hali verið sannað, ættu ekki skilið að fá að gista þá hamingjuheima. Ritstj. 50 VEIÐIMA»l!RINN

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.