Veiðimaðurinn - 01.12.1956, Side 53

Veiðimaðurinn - 01.12.1956, Side 53
GUNNLAUGUR PPLTURSSON: Frá Brynjudalsá, um alþingi til Isaíjarðar. i. HEFUR nokkur orðið þess var, að upp hafi komizt unr þann, sem sprengdi í Brynjudalsá í sumar? Almenningur kvað upp strangan dóm yfir sprengjuvarginum. Svo að segja hver maður taldi þetta óhæfuverk. Jafnvel netamenn reyndu ekki að mæla því bót, og er þetta þó sennilega enn fljótvirkari veiðiaðferð en netaveiðin. Vonandi er dómur almennings fyrir- boði þess, að hann líti einhvern tíma sömu augurn á alla rányrkju veiðivatna. Þegar almenningur tekur þá afstöðu má telja víst, að alþingismennirnir elti. II. Þjóðin greinist í þrennt í afstöðu sinni til veiðimálanna: Netamenn, almenning og stangveiðimenn. A öðrum jaðrinum eru netamenn. Þeirra afstaða mótast at leiðtogunum, ósabændunum, sem vilja tunfram allt lialda áfram að veiða annarra fisk. Þeir eru einlægir andstæðingar allrar rækt- unar, hvað sem þeir kunna að segja upphátt. Þeir vita sem er, að ræktun rnundi fylgja gerbreyting á arðskiptum, þ. e. viðurkenning þess, að landeigend- ur að uppeldissvæðum ánna, þar sem lax- inn dvelur hálfa ævina eða rneira, ættu nokkurn rétt til hans. Réttur þeirra yrði auðvitað þess nreiri, sem ræktunarhug- sjónin hlyti nreiri viðurkenningu. Þetta vita leiðtogar netamanna, ósabændurnir, og reyna eðlilega að sporna gegn því. Allur ahnenningur lætur sig þessi nrál næsta litlu skipta. I mörgu hallast hann þó að netamönnununr. Þeir nota fljót- virkar aðferðir og alnrenningur er hrifinn af miklunr afköstum. Svo er þriðji hópurinn, og er lrann því nriður fámennastur enn. Það eru ræktunarmennirnir, en stangveiðimenn eru nreginkjarni hans og nrá því vel kenna lrann við þá. III. Auðvitað fylgja alþingismenn fjöl- rrrennasta hópnunr (vegna atkvæðanna), alnrenningi, senr lætur sig veiðimálin litlu sem engu skipta. En stundunr verða þeir að skipta sér af þeinr, og þá syrtir fyrst í álinn. Það hefur enn senr sé verið siður Alþingis unr langt skeið að fara að verulegu leyti eftir áliti netamanna, einkunr ósabænda. Þetta var ákaflega eðlilegt á sinni tíð. Það voru ósabændurnir, senr nrestar tekj- tir lröfðu af laxveiðummr og lá því nærri Veiðimaðurinn 51

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.