Veiðimaðurinn - 01.12.1956, Blaðsíða 56
Bóndinn þar liafði áður verið meðmæltur
því að leigja árnar til stangveiði og gert
tvær tilraunir til að fá stofnað veiði-
félag í því skyni. En hann stóðst ekki
lögnina handan árinnar og sannast hér
hið fornkveðna, að ekki þarf nema einn
gikkinn í hverri veiðistöð.
Einhver kann að segja, að þetta geti
ekki gert til. Hér sé farið að samkvæmt
gildandi iögum um iax- og sihmgsveiði,
o o o o '
og aumingja netamennirnir segjast eig-
inlega engan lax fá í netin, bara dá-
iítið af silungi. En stangveiðimennirnir
þykjast vita betur og benda á veiðibók-
ina sína. Veiði þeirra og stangveiði heima-
manna er þessi, árin 1951—1956:
Ár Veiddir laxar
1951 (engin lögn) ................ 82
1952 (engin lögn) ................ 81
1953 (ein lögn) .................. 71
1954 (tvær langir) ............... 40
1955 (tvær lagnir) ............... 48
1956 (tvær langir) ............... 20
Hér liggur ljóst fyrir livað er að ger-
ast. Veiðin þrýtur gersamlega á nokkr-
um árum. Starfi þeirra, sem unnið hafa
að ræktun og bættri meðferð ánna, er
á glæ kastað. Osabændurnir tveir hirða
í lagnir sínar nálega allan laxinn úr án-
um, þ. e. sinn eðlilega lilut að viðbætt-
um eðlilegum hlut annarra landeigenda
að ánum og auk þess meginhluta við-
haldsstofnsins. Þeir fylgja lögunum og við
framferði þeirra er því ekkert að segja.
Og sennilega halda þeir áfram í nokk-
ur ár eftir að lagnirnar eru hættar að
borga sig, — í trú á óvænta aflahrotu.
— Ræktunarstarf er ekki liægt að hefja
aftur fyrr en netamennirnir hafa gefizt
upp, þ. e. þegar fullvíst er, að árnar
megi teljast gjöreyddar.
VII.
Hér hafa verið rifjuð upp nokkur
atriði, sem alþingismenn þurfa að hafa
í huga þegar þeir ganga frá breytingum
á lögum um lax- og silungsveiði. Sýna
þau mjög Ijóslega, að alþingi ver'ður
að hætta að fara eftir tillögum netamanna
við setningu veiðilaga.
Takmarkanir þær á netaveiði, sem ráð-
gerðar voru í frumvarpi því, sem lá fyrir
síðasta þingi, eru hvergi nærri nægar,
þar sem netaveiði er og hefur að undan-
förnu verið að minnsta kosti tvöföld við
það, sem hún má mest vera. Ef ræktun
laxveiðiánna á að þrífast, verður að
koma í veg fyrir allan veiðiþjófnað, jafnt
þann, sem löglegur er eftir gildandi lax-
og silungsveiðilögum, og hinn, sem nú
telst ólöglegur.
Ef alþingi getur ekki fellt sig við að
þurrka netamennskuna út úr laxveiði-
ánum, þá verður það að tryggja að réttar
upplýsingar fáist um veiðina og jafn-
framt, að skylda netamenn til þátttöku
í öllum ræktunarkostnaði í hlutfalli við
veiði þeirra. Ég sendi endurskoðunar-
nefnd laxveiðilaganna tillögu um það
efni á sínum tíma og á hún að liggja
fyrir í gögnum nefndarinnar.
F orsíðumyndin.
AÐ þessu sinni er forsíðumyndin frá
Laxá í Aðaldal. Steingrímur í Nesi er
að kasta úr Hrúthólma, fyrir ofan Grá-
straum, og sézt upp á stífluna í Hólma-
vaðslandi, sem er einn bezti veiðistaður
árinnar. Þar hafa þeir stundum fengizt
stórir, Ljósm. Viggó Jónsson.
54
Veiðimaðurinx