Fréttablaðið - 07.03.2023, Qupperneq 6
kristinnhaukur@frettabladid.is
vestfirðir Félagið Þingeyri ehf,
í eigu lögmannsins Kjartans Ing-
varssonar, hefur keypt hina sögu-
frægu Gramsverslun á Þingeyri.
Verslunin, sem var byggð af danska
kaupmanninum Niels C. Gram árið
1890, hefur staðið auð og verið í
niðurníðslu undanfarin ár. Hún
var í eigu Ísafjarðarbæjar sem hefur
leitað að áhugasömu fólki til að taka
við byggingunni.
„Ég er mjög hrifinn af Vestfjörð-
um og hef áhuga á endurbyggingu
gamalla húsa,“ segir Kjartan, sem er
þó ekki Vestfirðingur sjálfur. „Ég hef
verið á Þingeyri og horft á þetta hús
grotna niður. Það er mikilvægt að
einhver taki húsið aftur í fangið og
hefji það upp til vegs og virðingar.“
Kjartan fær húsið án endurgjalds
en með skilyrðum um að gera það
upp. Áætlaður kostnaður er um
100 milljónir króna að lágmarki.
„Það þarf að endurnýja húsið hátt
og lágt í samráði við Minjastofnun.
Burðarvirkið er ágætt en það þarf að
endurnýja útveggi, klæðningu, setja
lagnir og skólp og allan pakkann. Í
sjálfu sér er þetta fokhelt hús,“ segir
Kjartan.
Vonast hann til að skrifað verði
undir afsalið í næstu viku og þá
getur undirbúningur að fram-
kvæmdum hafist strax. Þetta muni
hins vegar taka tíma.
Gert er ráð fyrir fjölþátta starf-
semi í húsinu. Á jarðhæð verður
gestastofa þjóðgarðsins, upplýs-
ingamiðstöð, verslun og aðstaða
fyrir fólk að hittast. Á miðhæðinni
verður sýningarrými og skrifstofur
í risi. n
Níu af hverjum tíu Íslending-
um telja að Landsvirkjun skapi
mikil verðmæti fyrir íslenskt
samfélag. Tæp 30 prósent meta
verðmætin gríðarmikil, rúm
30 prósent mjög mikil og um
27 prósent frekar mikil.
olafur@frettabladid.is
OrKUMÁL Þetta eru niðurstöður úr
skoðanakönnun sem Gallup vann
fyrir Landsvirkjun. Könnunin var
unnin í lok síðasta árs, en í uppgjöri
Landsvirkjunar í febrúar síðast-
liðnum kom fram að orkufyrirtækið
hyggst greiða 20 milljarða króna í
arð til ríkisins.
Í könnun Gallup var einnig spurt
hvort virkjanir Landsvirkjunar hafi
haft jákvæð áhrif á íslenskt sam-
félag. Niðurstaðan var sú að ríflega
þrír af hverjum fjórum aðspurðum
segjast vera þeirrar skoðunar að þær
hafi haft jákvæð áhrif á samfélagið.
Þegar fólk í nærsamfélagi virkjana
er spurt, það er á sjálfum starfs-
svæðum Landsvirkjunar, hvort það
telji virkjanir Landsvirkjunar hafa
haft jákvæð áhrif þar heima í hér-
aði eru viðbrögðin enn jákvæðari
gangvart virkjunum. Algengt er að
yfir 80 prósent heimafólks meti
áhrifin jákvæð, hluti svarar hvorki/
né en neikvæðir eru oftast á bilinu
2-5 prósent.
Þá lýstu um 65 prósent allra
aðspurðra sig fylgjandi frekari
virkjanaframkvæmdum hér á landi
og rúm 16 prósent að auki tóku ekki
afstöðu. Frekar, mjög eða alfarið
andvíg frekari virkjunum voru sam-
tals 20 prósent, eða um fimmtungur
aðspurðra.
Viljum vera góðir grannar
Kristín Linda Árnadóttir, aðstoðar-
forstjóri Landsvirkjunar, segir
niðurstöðurnar mjög ánægjulegar
en að þær hafi ekki komið Lands-
virkjunarfólki á óvart. „Við finnum
auðvitað stuðninginn við orku-
fyrirtæki þjóðarinnar þar sem við
störfum. Landsvirkjun hefur alltaf
lagt sig fram um að starfa með nær-
samfélagi sínu og vera góður granni
og við ætlum að kappkosta að vera
það áfram.“
Fréttablaðið greindi frá því síðast-
liðinn föstudag að erlendir ferða-
menn á Íslandi væru sáttir við þá
grænu orkuvinnslu sem þeir yrðu
varir við á ferðum sínum. Um 99
prósent töldu orkuvinnsluna ýmist
hafa haft jákvæð áhrif eða engin á
upplifun þeirra af íslenskri náttúru.
Ársfundur Landsvirkjunar verður
haldinn í dag, þriðjudag, kl. 14 í
Hörpu. n
Það er mikilvægt að
einhver taki húsið
aftur í fangið og hefji
það upp til vegs og
virðingar.
Kjartan Ingvars-
son, lögmaður
Landsvirkjun hefur
alltaf lagt sig fram um
að starfa með nærsam-
félagi sínu og vera
góður granni.
Kristín Linda
Árnadóttir, að-
stoðarforstjóri
Landsvirkjunar
Allsherjaratkvæðagreiðsla VR
Allsherjaratkvæðagreiðsla meðal félagsfólks VR
vegna kjörs formanns og stjórnar VR, skv. 20. gr. laga
félagsins, hefst kl. 09.00 miðvikudaginn 8. mars nk.
og lýkur kl. 12.00 á hádegi miðvikudaginn 15. mars
2023.
Atkvæðagreiðslan er rafræn á vr.is. Valið er milli
tveggja frambjóðenda til formanns VR og 16
frambjóð enda til stjórnar VR. Merkja skal við mest
sjö frambjóðendur í stjórnar kosningum.
Kjörstjórn VR
Frambjóðendur til formanns,
í stafrófsröð
Elva Hrönn Hjartardóttir
Ragnar Þór Ingólfsson
Frambjóðendur til stjórnar,
í stafrófsröð
Árni Konráð Árnason
Gabríel Benjamin
Halla Gunnarsdóttir
Helga Ingólfsdóttir
Jennifer Schröder
Jóhanna Gunnarsdóttir
Kristjana Þorbjörg Jónsdóttir
Nökkvi Harðarson
Ólafur Reimar Gunnarsson
Sigríður Hallgrímsdóttir
Sigurður Sigfússon
Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir
Vala Ólöf Kristinsdóttir
Þorsteinn Þórólfsson
Þórir Hilmarsson
Ævar Þór Magnússon
Hvernig kýst þú formann og stjórn VR
1. Smelltu á „Kosningar í VR 2023” á vr.is
2. Skráðu þig inn með Íslykli eða rafrænum skilríkjum
3. Atkvæðaseðill opnast með upplýsingum um hvernig
þú átt að kjósa
VR • Kringlunni 7 • 103 Reykjavík • Sími 510 1700 • vr@vr.is • vr.is
Verðmæti eru í virkjunum
Einungis 20 prósent aðspurðra í könnun Gallup voru andvíg frekari virkjunarframkvæmdum. MYND/LANDSVIRKJUN
Hundrað milljóna króna uppbygging
lovisa@frettabladid.is
LÖGreGLUMÁL Þrjár sprengjuhót-
anir hafa borist embætti lögregl-
unnar á Suðurnesjum á þessu ári.
Ein slík barst fyrir tæpum tveimur
vikum og hefur einn verið hand-
tekinn vegna hótunarinnar. Hót-
unin var ekki talin trúverðug að
mati lögreglunnar en töluverður
viðbúnaður var við ráðhús Reykja-
nesbæjar þegar hótunin barst í
almennt tölvupóstfang bæjarins.
Einn var handtekinn í síðustu viku
við komu til landsins.
Á síðasta ári bárust alls sex
sprengjuhótanir til embættisins.
Fimm af þessum sprengjuhótunum
voru metnar óljósar og ótrúverð-
ugar en ein sprengjuhótunin var
greinarbetri en hinar fimm.
Í svari lögreglunnar á Suður-
nesjum segir að til umfangsmikilla
aðgerða hafi komið á Keflavíkurflug-
velli í tveimur þessara tilvika, þar
sem um var að ræða flugvélar á flug-
leið milli Evrópu og Bandaríkjanna,
þegar sprengjuhótanir bárust. n
Þrjár sprengjuhótanir á þessu ári
Töluverður viðbún-
aður var við ráðhús
Reykjanesbæjar þegar
hótunin barst.
olafur@frettabladid.is
stJÓrNsÝsLA Ríkisstjórnarmeiri-
hlutinn á Alþingi beitti meirihluta-
afli í gær til að koma í veg fyrir að
Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður
Samfylkingarinnar, fengi að bera
upp fyrirspurn til þingforseta um
greinargerð Sigurðar Þórðarsonar,
fyrrverandi setts ríkisendurskoð-
anda, um Lindarhvol.
Á forsætisnefndarfundi í gær-
morgun greiddu allir nefndarmenn,
nema Birgir Ármannsson forseti,
atkvæði með því að birta greinar-
gerðina og staðfestu niðurstöðu
nefndarinnar frá því 4. apríl 2022.
Atkvæðagreiðslunni um fyrir-
spurnina var tvívegis frestað og
hefur Fréttablaðið heimildir fyrir
því að f lestir þingmenn Vinstri
grænna hafi viljað samþykkja
heimildina. Haldnir voru þing-
flokksfundir stjórnarflokkanna og
að loknum löngum þingflokksfundi
VG gengu allir þingmenn flokksins í
takt við Birgi Ármannsson og Sjálf-
stæðisflokkinn.
Í síðustu viku lögðu þingmenn rík-
isstjórnarmeirihlutans í stjórnskip-
unar- og eftirlitsnefnd til að nefndin
tæki skýrslu Ríkisendurskoðunar
um Lindarhvol, sem ekki tókst að
afgreiða á síðasta kjörtímabili, til
umfjöllunar á ný. Var það samþykkt.
Ástæðan fyrir því að ekki tókst
að afgreiða hana á síðasta þingi var
sú að nefndin fékk ekki að fjalla um
greinargerð Sigurðar Þórðarsonar
um málið, en í endanlegu skýrsl-
unni var níu atriðum í greinargerð
Sigurðar andmælt sérstaklega.
Nefndin taldi sig ekki geta afgreitt
skýrsluna án þess að hafa greinar-
gerðina til hliðsjónar.
Nú óttast sumir stjórnarandstæð-
ingar að ríkisstjórnarmeirihlutinn
hyggist nota meirihlutaafl sitt til
að keyra í gegn samþykkt á skýrslu
Ríkisendurskoðunar án þess veita
þingmönnum eðlilegan aðgang að
greinargerðinni. n
Óttast að aflsmun
meirihlutans verði beitt
Birgir Ármannsson, forseti Alþingis,
fær ekki spurningu um Lindarhvol.
6 fréttir FRÉTTABLAÐIÐ 7. mARs 2023
ÞriÐJUDAGUr