Fréttablaðið - 07.03.2023, Síða 8

Fréttablaðið - 07.03.2023, Síða 8
Hinir ákærðu Páll Jónsson (Páll timbursali) 1955 Upplifði að verið væri að not- færa sig í málinu. „Það var bara verið að nýta mína þekkingu í farmflutningum á timbri frá Brasilíu til Íslands. Það er það sem þessir menn voru að nýta sér. Það er ekkert annað,“ sagði Páll. Hann lýsti miklu álagi á sér í aðdraganda málsins sem leiddi til þess að hann féllst á að taka þátt. Þá hafi hann staðið í þeirri trú að flytja ætti inn sex kíló af fíkniefnum en ekki tæplega hundrað. „Ég var kominn í and- legt þrot,“ sagði Páll en hann greindi frá því að tvö dauðsföll innan fjölskyldunnar hefðu haft mikil áhrif á sig. Sonur hans hefði látist í mars 2021 og í maí sama ár hefði tengdamóðir hans látist og það hefði tekið gríðarlega á. Daði Björnsson 1992 Harmar að hafa fallist á þátttöku í málinu. Honum hafi verið sagt að þetta tæki skjótt af, hann væri eingöngu að fylla í skarðið fyrir annan. „Ég áttaði mig ekki á alvarleika og hversu umfangs- mikið málið var,“ sagði Daði. Hann hefði verið beðinn um að geyma trjádrumba en honum hefði ekki verið greint frá því að eitthvað væri inni í þeim fyrr en nokkrum dögum síðar. „Hann talaði svona undir rós en ég gat gert mér í hugarlund að hann væri að ræða einhver ólögleg efni,“ sagði Daði en hans hlut- verk var að geyma trjádrumbana í iðnaðarhúsnæði við Gjáhellu í Hafnarfirði sem hann hafði tekið sérstaklega á leigu vegna máls- ins. Auk þess að hýsa timbrið tók Daði efnin úr því, vigtaði og pakkaði samkvæmt beiðni. Jóhannes Páll Durr 1994 Sagði þátttöku sína afar veiga- litla. Hann hefði verið blankur og að það hefði ekki verið neitt launungarmál. Aðili, sem hann vildi þó ekki nafngreina, hefði komið og boðið honum lítinn þátt í verkefni fyrir fimm millj- ónir króna, sem hann þáði. Jóhannes sagðist ekki vita hverjir stæðu að baki innflutn- ingnum. „Ég gerði mér grein fyrir að það væri eitthvað ólöglegt en ég vildi vita sem allra minnst. Mér leið ekki vel með mína þátt- töku,“ sagði Jóhannes aðspurður hvenær hann áttaði sig á því að sendingin innihéldi fleira en timbur. Birgir Halldórsson 1995 Hefur áður hlotið dóm fyrir fíkniefnalagabrot, fyrir um það bil sex árum. Hann sagðist hafa lofað sjálfum sér að koma ekki að neinu ólögmætu. „Ég neitaði með öllu að koma að þessu máli. Ég hef engar upplýsingar um hverjir koma að því og hvað átti að flytja inn til landsins.“ Birgir sagðist þó hafa látið tilleiðast þegar honum bauðst greiðsla að upphæð fimm millj- ónir króna. „Ég sé óendanlega mikið eftir því að hafa látið draga mig inn í þetta. Hlutur minn í málinu er óverulegur,“ sagði Birgir og bætti við að án hans hefðu hlutirnir samt átt sér stað. Hann hefði brugðist fjölskyldu sinni. „Það ætti að vera bergreinilegt að þeir sem sitja hérna inni eru ekki höfuðpaurar í þessu máli,“ sagði Birgir sem telur málið vanrann- sakað og að lögreglan hafi málað óraunverulega mynd af sér. Tímalína málsins 2020 (október) Páll pantar einingahús frá Brasilíu að beiðni Birgis. 2019 Samskipti Birgis og Páls hófust en þau snéru að leigu á húsnæði. 2021 Seinni gámurinn pantaður en komu hans seinkaði talsvert vegna kórónuveirufaraldursins. 2022 (febrúar) n Fyrri gámur- inn kom til landsins með ein- ingahúsinu sem Birgir pantaði. n Lögreglan hafði fengið vísbend- ingar um sendinguna og möguleg fíkniefni innanborðs. n Lögreglan leitaði í gámnum en fann ekkert. Húsið í gámnum var hins vegar aldrei sótt. 2022 (maí) n Lögreglan fékk vísbend- ingar um að annar gámur væri á leið til landsins og voru hollensk yfirvöld látin vita. n Lögreglan hóf að hlera síma þriggja sakborninga málsins, Páls Birgis og Jó- hannesar. 2022 (júlí) n Gámurinn lenti í Hollandi þar sem tollverðir í Rotterdam fundu tæplega hundrað kíló af kókaíni í timbrinu og var því skipt út fyrir gerviefni áður en gámurinn hélt af stað til Íslands. n Daði skrifaði undir leigusamn- ing á iðnaðarhúsnæðinu við Gjáhellu í Hafnarfirði þar sem trjádrumbarnir áttu að fara í geymslu og efnin sótt. 2022 (ágúst) n Gámurinn kom til landsins 2. ágúst en í honum var meðal annars timbrið þar sem kóka- ínið var falið. n Þann 4. ágúst sótti Páll efnin í gáminn og kom fyrir í bíl ásamt félögum sínum. Hann keyrði bílinn svo sjálfur að N1 í Hafnarfirði þar sem Daði tók við bílnum og keyrði að Gjáhellu. n Daði fjarlægði efnin úr drumb- unum, vigtaði og pakkaði. n Fjórmenningarnir voru svo handteknir um kvöldið og hafa setið í gæsluvarðhaldi fram til dagsins í dag. 2022 (nóvember) Þingfesting málsins í Héraðs- dómi Reykjavíkur. Mönnunum er gefið að sök að hafa flutt inn tæp hundrað kíló af kókaíni auk peningaþvættis að upphæð sam- tals tæpar 63 milljónir króna. Sakborningar ýmist neituðu sök eða neituðu að taka afstöðu til málsins. 2023 (janúar) Aðalmeðferð málsins hófst 19. janúar og fjölmiðlabann tók gildi. Dómari tjáði fjölmiðlum að ekki mætti fjalla um málið fyrr en vitnaleiðslum væri lokið. 2023 (febrúar) Framhald aðalmeðferðar átti að fara fram 9. og 10. febrúar. Henni var frestað vegna tafa hjá hollenskum yfirvöldum. Tafirnar snéru að framkvæmd skýrslutökunnar yfir Hollendingunum. Þann 17. febrúar fóru fram skýrslutökur í málinu yfir lögreglumönnum og sérfræðingum. 2023 (mars) n Í gær, 6. mars, lauk vitna- leiðslum í málinu í Héraðs- dómi Reykjavíkur og þar með lauk margra vikna fjölmiðla- banni. n Næstkomandi miðvikudag fer fram munnlegur málflutn- ingur ákæruvalds og verjenda í málinu. Vænta má dómsupp- kvaðningar að fjórum vikum liðnum. Vitnaleiðslum í stærsta kóka- ínmáli Íslandssögunnar lauk í gær og um leið fjölmiðla- banni. Sakborningarnir fjórir játa aðild að málinu en segjast hafa gegnt litlu hlutverki. Þeir séu ekki höfuðpaurar og viti ekki hverjir skipulögðu það. helenaros@frettabladid.is dómsmál Sakborningarnir fjórir í stærsta kókaínmáli Íslandssögunn- ar játa allir aðild að málinu en þeir telja sig þó aðeins vera peð í stóra samhenginu. Hlutverk þeirra sé óverulegt og að þeir hafi ekki staðið að skipulagningu innflutningsins. „Mér finnst þetta mál hafa verið vanrannsakað og að enginn mikil- vægur maður sitji hér inni í réttar- sal,“ sagði Birgir Halldórsson, einn sakborninga málsins, meðal ann- ars við skýrslutöku í Héraðsdómi Reykjavíkur í janúar síðastliðnum þegar aðalmeðferð málsins hófst. „Menn geta svo sem gert lítið úr sínu hlutverki ef þeir vilja en send- ingin er 98 kíló. Þeir virðast vera meðvitaðir um það að þetta sé stór sending,“ sagði lögreglumaður fyrir dómi. Dómari setti fjölmiðlabann á fréttaf lutning úr dómsal þar til vitnaleiðslum í málinu lyki og því ekki hefur mátt fjalla um málið fyrr en nú. Vitnaleiðslum lauk í gær þegar hollensk yfirvöld gáfu skýrslu í gegnum fjarskiptabúnað. Menn- irnir fjórir hafa setið í gæsluvarð- haldi í tæpa átta mánuði, allt frá því að þeir voru handteknir að kvöldi til þann 4. ágúst í fyrra. Fjórmenningunum er gefið að sök að hafa staðið að innflutningi á um hundrað kílóum af kókaíni frá Bras- ilíu auk peningaþvættis upp á sam- tals tæpar 63 milljónir króna. Lög- reglan lýsti því fyrir dómi hvernig skoðun á gögnum í saltdreifara- málinu svokallaða, einu stærsta fíkniefnamáli sinnar tegundar hér á landi, hefði orðið til þess að þeir komust á snoðir um þetta mál. Lögreglan telur innflutninginn þaulskipulagðan og að hver og einn ákærðu hafi haft ákveðið hlutverk. Samkvæmt lögreglu virðist hlut- verkaskipting sakborninga málsins hafa verið á þá leið að Páll hafi séð um að koma gámnum og timbrinu til landsins frá Brasilíu, Jóhannes hafi haft það hlutverk að tala við Pál og koma framvindu mála áleiðis til Birgis. Birgir hafi svo átt að til- kynna þær upplýsingar til Nonna á samskiptaforritinu Signal, ekki er vitað hver sá aðili er, og Jóhannesar. Nonni gaf svo Daða fyrirmæli. Ljóst er að ýmsum spurningum málsins er enn ósvarað og þar á meðal hver téður Nonni er. Munnlegur málflutningur ákæru- valds og verjanda fer fram á mið- vikudaginn næstkomandi. Dóms- uppkvaðningar í málinu er svo að vænta innan fjögurra vikna frá þeim degi. Verði mennirnir dæmdir sekir eiga þeir yfir höfði sér þunga dóma. n Ekki höfuðpaurar, aðeins peð sem létu tilleiðast Fjórmenningarnir við upphaf aðalmeðferðar málsins í janúar. FréttaBlaðið/anton Brink stóra kókaínmálið 2022 | Mér finnst þetta mál hafa verið vanrann- sakað og að enginn mikilvægur maður sitji hér inni í réttarsal. Birgir Halldórsson, einn sakborninga málsins 8 fréttir FRÉTTABLAÐIÐ 7. mARs 2023 ÞriÐJUDAGUr

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.