Fréttablaðið - 07.03.2023, Síða 20

Fréttablaðið - 07.03.2023, Síða 20
Íslenski atvinnu- og lands- liðsmaðurinn í knattspyrnu Alfreð Finnbogason hefur fundið gleðina á ný í leiknum fagra. Alfreð var hetja Lyngby á dögunum og horfir nú fram á að geta hjálpað íslenska landsliðinu í sinni baráttu. Fótbolti Alfreð skoraði sigurmark liðsins í leik gegn Bröndby á dög- unum. Að hans sögn var geggjað að sjá boltann í netinu. Á sama tíma var um að ræða fyrsta heimasigur Lyngby á tímabilinu og stemningin eftir því í leikslok. „Eins klikkað og það er þá var þetta jú okkar fyrsti heimasigur. Fyrst þurftum við að bíða lengi eftir því að vinna fyrsta sigurinn í deildinni, sem kom í 15. umferð og svo náðum við inn fyrsta heima- sigrinum núna. Þetta er náttúrlega alveg gjörsamlega galin staða en við fögnuðum þessum sigri eins og menn í gær.“ Fá góðan stuðning Það skipti þó máli að fagna ekki um of. Lyngby situr enn á botni dönsku úrvalsdeildarinnar, nokkuð langt frá öruggu sæti. Sigurinn geti þó fært liðinu trú í framhaldinu. „Staðan hefur verið erfið, hún er enn mjög erfið. Venjulegt fólk hefur enga trú á því að við getum haldið sæti okkar í deildinni en það sem skiptir mestu máli fyrir okkur er sú trú sem stuðningsmenn félagsins hafa á okkur.“ Því þrátt fyrir að gengi Lyngby hafi verið brösótt á tímabilinu var uppselt á leikinn gegn Bröndby, um tíu þúsund manns mættu á leikinn. „Stuðningsmennirnir styðja við bakið á okkur í blíðu og stríðu og mér finnst mjög góður bragur yfir liðinu núna eftir áramót. Það er stígandi í þessu núna og hlutirnir á leið í rétta átt. Lyngby-stuðnings- mennirnir eru náttúrulega þekktir fyrir það að vera mjög stoltir af sínu liði og fara ekkert í felur þegar að illa gengur. Vanalega hafa verið að mæta um fimm þúsund manns á leiki hjá okkur en það mættu tíu þúsund á leikinn gegn Bröndby. Það voru öll í kringum félagið stað- ráðin í að gera þetta að leik ársins sem hann svo sannarlega varð. Það var geggjuð stemning á vellinum og gaman að við gátum gefið stuðn- ingsmönnum þennan langþráða heimasigur.“ Fann gleðina á nýjan leik Alfreð gekk til liðs við Lyngby á síðasta ári og skrifaði undir eins árs samning. Hvernig hefur verið að aðlagast lífinu í Danmörku? „Bara mjög vel, það er mjög auð- velt finnst mér að aðlagast lífinu í Skandinavíu. Þetta er mjög líkt líf- inu á Íslandi og það er náttúrulega mikið af Íslendingum hérna sem og í Kaupmannahöfn. Við fjölskyldan höfum ekki yfir neinu að kvarta. Hvað félagið varðar þá var ég nátt- úrulega að æfa með Lyngby í júní í fyrra og skrifa svo undir samning hér í ágúst sama ár. Þetta voru því mjög þægilegir tímar, ég þekkti nú þegar alla hjá félaginu með nafni þegar að ég loksins krotaði undir samninginn. Það var ekkert sérstakt markmið hjá mér að vinna mér inn samning hérna en hlutirnir þróuð- ust bara þannig og ég er ánægður með þá þróun. Fyrst og fremst kom ég hingað til þess að njóta þess að spila fótbolta og hjálpa liðinu eftir erfiða tíma hjá mér áður þar sem gleðin var aðeins farin hjá mér. “ Þannig að gleðin er komin til baka hjá Alfreð Finnbogasyni? „Já, það mætti segja það. Það tekur alltaf tíma að koma sér aftur í gang og í þann mund sem ég var að koma mér aftur í gang hér hjá Lyngby fyrir áramót lenti ég í því að viðbeins- Hefur fundið gleðina þrátt fyrir krefjandi tíma Freyr Alexand- ersson er þjálfari Lyngby og að sögn Alfreðs hefur honum tekist vel til á krefjandi tímum. fréttablaðið/ getty Alfreð Finnbogason reynir að gera sitt til þess að hjálpa Íslendingaliðinu Lyngby í sinni baráttu á fallsvæði dönsku úrvalsdeildarinnar. fréttablaðið/getty brotna. Ég varð klár á nýjan leik í janúar og setti mér háleit markmið fyrir seinni hluta tímabilsins og er mjög ánægður hvernig þetta hefur farið af stað. Á sama tíma er þetta bara byrjunin og margir leikir fram undan. Ég er mjög ánægður með það hvernig þetta hefur gengið, bæði hjá liðinu og mér persónulega.“ Að ná tökum á dönskunni Alfreð hefur spilað hjá félagsliðum víða um Evrópu og er umtalað hversu vel honum hefur tekist að læra þau tungumál sem eru ríkjandi í þeim löndum sem hann hefur spilað í. Hefurðu náð tökum á dönskunni? „Já, ég myndi segja að ég sé far- inn að skilja allt það sem fer fram á æfingum sem og þegar liðsfélag- arnir eru að tala saman í klefanum. Þetta er kannski það land sem er minnsta þörfin á því að maður byrji að læra að tala tungumálið þar sem danska þjóðin talar á heildina litið mjög góða ensku. Svo þegar maður reynir að tala dönsku fær maður oftast svar á ensku. Þetta hefur dregist á langinn hjá mér en maður er að leggja sig fram, vonandi verður þetta komið fyrir sumarið.“ Stressar sig ekki á framhaldinu Talandi um sumarið. Samningur þinn við Lyngby rennur út í sumar. Ertu eitthvað farinn að hugsa út í það hvað tekur við á ferlinum? „Ég tók bara ákvörðun um það snemma í janúar að ég ætlaði ekk- ert að pæla í þessu hlutum fyrr en undir lok tímabilsins. Ég var í sömu stöðu í fyrra og fann þá hversu mikla orku það tekur af manni að vera spá í þetta á hverjum degi í hverri viku. Svo er óhjákvæmilegt að fá þessa spurningu en í raun er þetta eitthvað sem mun bara skýr- ast almennilega í maí eða júní. Nú ætla ég bara njóta þess að vera inni á vellinum og gera mitt til þess að hjálpa félaginu í sinni baráttu.“ Geta framkvæmt kraftaverk Lyngby er sem stendur í neðsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar. Býr kraftur í liðinu til þess að gera atlögu að því að halda sætinu í efstu deild? „Ekki spurning. Það er langtíma- markmið okkar en gerist náttúru- lega bara þegar að við erum að vinna leiki. Þetta verður mjög erfitt, það er enn þá langt í það svæði þar sem við erum öruggir. Við þurfum bara að setja svipaða vinnu og kraft í leikina fram undan líkt og við gerðum í síðasta leik.“ Fagmaðurinn Freyr Freyr Alexandersson er þjálfari Lyngby og kom félaginu upp í úrvalsdeild á síðasta tímabili. Hann hefur verið að ganga í gegnum meira krefjandi tíma núna en Alfreð er ánægður með þjálfarann sinn. „Þetta hefur ábyggilega verið mjög krefjandi tími fyrir Frey ef við berum þetta saman við síðasta ár. Svona gengi, þar sem að liðinu var í upphafi tímabils bara fyrirmunað að vinna leiki, hefur náttúrulega mikil áhrif á andlegu hliðina, hjá leikmönnum og Frey sjálfum. Það hefur verið mjög gaman að sjá hvernig Freyr hefur tæklað þessar aðstæður. Hann hefur verið í þessum bransa lengi, er mikill fagmaður og þá hefur verið sérstaklega gaman að sjá hvernig samskipti hann á við ein- staka leikmenn. Ég hugsa að margir þjálfarar væru búnir að missa vitið við svona aðstæður en Freyr hefur aldrei misst stjórn á þessari skútu.“ Vill í landsliðið Það er óhjákvæmilegt að spyrja Alfreð út í íslenska landsliðsins og landsliðsferil hans. Fram undan eru fyrstu leikir liðsins í undankeppni EM, keppni sem Alfreð vill vera hluti af. „Vandamálið síðustu ár varðandi landsliðið hefur verið mín meiðsla- saga, ég hef ekki verið heill heilsu fyrir landsliðsverkefnin. Ég sneri aftur í landsliðið í september á síð- asta ári, það var gríðarlega gaman þó svo að það væri eins og ég væri að koma inn í nýtt lið. Það voru margir nýir leikmenn og margt sem hafði breyst frá því síðast. Það eru bara virkilega spennandi tímar fram undan hjá landsliðinu, auðvitað er mikill munur á yngstu og elstu leikmönnum en ég held að þetta sé blanda sem geti orðið til þess að góðir hlutir gerist. Ég er mjög spennt- ur fyrir næstu landsleikjum sem og landsleikjaárinu fram undan.“ Forsendur séu til staðar að íslenska landsliðið geti gert góða hluti. „Það eru möguleikar í stöðunni. Það eru bara tíu leikir í þessari undankeppni og þetta mun ráðast á smáatriðum, eitt mark til eða frá í mikilvægum leikjum getur orðið rosalega dýrt á endanum. Þess vegna er þessi fyrsti leikur í keppninni gríðarlega mikilvægur, án þess þó að ég sé að ýkja það eitthvað rosa- lega mikið. Grunnurinn er sá sami og alltaf. Við verðum að vinna okkar heimaleiki, fá sem flest stig þar og reyna að kroppa í sem flest stig á útivelli.“ n Aron Guðmundsson aron @frettabladid.is 16 íþróttir FRÉTTABLAÐIÐ 7. mARs 2023 þriÐJUDAGUr

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.