Leikhúsmál - 01.06.1998, Síða 8

Leikhúsmál - 01.06.1998, Síða 8
LEIKHÚSMÁL Tölvuleikir byggjast á þessari gagnvirkni og það er einmitt hún sem gerir þá svo vin- sæla. Áhorfandinn (notandinn) hverfúr inní ævintýraheim sem hann getur haft áhrif á. Leikirnir hafa yfirleitt það mikla virkni að notandinn þarf að fara oft í hann til að skynja takmarkanir hans. Stundum er tölvan sjálf látin velja úr nokkrum möguleikum af handahófi, t.d. getur hún haft val um nokkrar setningar sem persónan á að segja. Því fleiri möguleikar því meira kemur manni á óvart. Ef setningar eru vel valdar er næstum eins og persónan hafi öðlast sjálf- stætt líf. Ég tala nú ekki um þegar hún er far- in að heilsa manni með nafni. I leikhúsi eru engar tvær sýningar eins, en samt eru setningarnar sem falla alltaf þær sömu og atburðarásin alltaf sú sama. Þess vegna er ekki algengt að fólk fari oft að sjá sömu sýninguna þó það vissulega komi fýr- ir. Kvikmyndirnar eru nákvæmlega eins kvöld eftir kvöld og sá sem einu sinni hefur farið á myndina veit nákvæmlega hverju hann á von á ef hann færi á hana aftur, þó hann geti uppgötvað eitthvað nýtt sem hafði farið fram hjá honum í fyrra skiptið. Sumir halda því fram að margmiðlunin muni hafa áhrif á kvikmyndirnar og verða harður samkeppnisaðili þeirra. Þeir segja að þegar megi sjá áhrif tölvuheimsins á kvik- myndaheiminn og benda þá á myndir Quentins Tarantino. Þar er fólk drepið í hrönnum með miklum tilfinningakulda líkt og i drápsleikjum sem hægt er að kaupa á tölvuna sína. En auðvitað væri líka hægt að segja að drápstölvuleikir okkar daga væru ekki svona blóðugir ef drápskvikmyndir hefðu aldrei verið framleiddar. Er þetta ekki líka ákveðin þróun innan kvikmyndaheims- ins að gera harðari og harðari myndir? Þá sýna myndir Tarantinos að mörgu leyti til- gangsleysi ofbeldisins á þennan hátt. Vissu- lega er hræðilegt hve mikið er til af dráps- leikjum og hvað lítið eftirlit er haft með því hverjir hafa aðgang að þeim, því margir leik- ir eru alls ekki við hæfi barna. En það er skiljanlegt af hverju þessi tilfinningakuldi er hafður í drápsleikjum. Annars gæti enginn farið í þá. Það gæti enginn hugsað sér (eða afskaplega fáir skulum við segja) að drepa manneskju sem þeir tengjast tilfinningalega þó það sé bara tilbúin persóna á tölvuskjá. En það eru til margir aðrir tölvuleikir en drápsleikir eins og það er margt annað á net- inu en klám. Tölvuleikir hafa líka verið gefn- ir út í tengslum við kvikmyndir og teikni- myndir eins og til dæmis Muppet Island og Aladdin. Þá hafa tölvuleikjahetjur orðið að stjörnum eins og Lara Croft. Nú er í bígerð að gera kvikmynd um Laru Croft og verður hún þá leikin af lifandi manneskju en ekki gerð með tölvugrafík. í slíkum tilvikum styður tölvuleikjaframleiðslan við kvik- myndaframleiðsluna. Er þá nokkur hætta á að margmiðlun veiti kvikmyndinni erfiða samkeppni? Tæknin þróast hratt og nú eru komnir DVD-diskar. Þeir hafa mikið minni og á þeim er hægt að geyma heila bíómynd. Þá er hægt að kaupa kvikmyndir á diskum og horfa á þær í tölvunni. En annað gæti þetta leitt af sér, það er vissa sameiningu kvik- mynda og leikja. Þá gæti áhorfandinn verið þátttakandi í kvikmyndinni. Vissulega getur þarna skapast samkeppni við kvikmyndirn- ar en mín skoðun er sú að þó ný form þróist þá verði áfram þörf fyrir þau gömlu. Eins Lara Croft er ein frægasta tölvuleikjahetja sem framleidd hefur verió. Sumir vilja meina oS hún sé einnig sú kynþokkafyllsta. Mynd tekin af Internetinu. Kyoko Date er mikiö poppgoö í Japan. Hún er líklega írægasta tölvugerða poppstjarnan í dag og seljast plötur hennar vel. Mynd tekin af Internetinu. geri ég ráð fýrir að það verði alltaf þörf fyrir leikarann. Eða ... ... ætli sú staða komi einhvern tíma upp að leikarinn verði óþarfur? Að tölvugrafík taki yfirhöndina og fullkomin hljóðvinnsla sjái um talsetningu? Með fullkomnum tækjabúnaði og endalausum tíma í hljóðveri á að vera fræðilega mögulegt að búa til hvaða hljóð sem er úr hvaða hljóði sem er. Hólogrammyndir hafa verið til í þó nokkur ár og það væri jafnvel mögulegt að senda þrívíðar myndir á svið og láta þær hreyfa sig? Þá væri jafnvel hægt að búa til leikhús þar sem löngu látnir leikarar leika á móti núlifandi leikurum. Já, eða jafnvel blöndu af hinum ýmsu leikurum, íslenskum og er- lendum, lifandi og látnum. Þá gæti Laurence Olivier leikið föður Hamlets, Lárus Pálsson Hamlet sjálfan, og báðir leikið á ensku og ís- lensku eftir því sem við á og það með sinni eigin rödd. Að vísu yrðu þeir ekkert annað en þrívíðar myndir, en útlit, hreyfingar og tal yrðu eins nálægt frummyndinni og heimild- ir gefa tilefni til. Ástæðan fyrir því að slíkt leikhús er ekki til og verður seint til er sú að framkvæmdin yrði svo brjálæðislega dýr og tæki þvílíkan tíma að það yrði næstum ógerlegt. Þá er nú einfaldara að borga núlifandi leikurum laun jafnvel þó að hitt myndi leysa vandann með sýningarkvöldin. Það mun líka alltaf verða til leikhúsáhugafólk sem vill sjá „lifandi" sýningu, ekki forskrifaða myndasýningu, þó flestum þætti það eflaust skemmtilegt svona endrum og eins. Þá þarf heimurinn líka alltaf að ,uppgötva‘ nýja og nýja stjörnu. Eða er kannski hægt að ,búa til‘ stjörnur? Oft hefur verið talað um að stjörnur séu búnar til. Þjóðleikhúsið hefur stundum ver- ið nefnt í þessu sambandi og sagt að þeir búi til stjörnur. En nú er hægt að skapa stjörnur frá grunni. Hvernig þær eiga að líta út, hreyfa sig og tala. Kyoko Date er ein aðaltón- listarhetja Japana. Hún þykir töff, flott og falleg. Unglingarnir eru með veggspjöld með myndum af henni upp um alla veggi og tón- listin selst eins og heitar lummur. En hver er þessi manneskja og hvaðan kemur hún. Frá fýrirtækinu Horipro og er ekkert annað en tölvugrafik, búin til af listamönnum og smíðuð í anda tískunnar. Já, búin til af listamönnum. Það vill oft gleymast í allri tækniumræðunni að meta starf listamannsins. Einnig vill það gleymast að líta á hið menningarlega gildi sem fram- leiðsla svona leikja hefur. Ætli það taki ekki þó nokkur ár áður en tölvuleikurinn skipar sama sess og leikritið, kvikmyndin eða bók- in. Ike&QÍT /UtJALO^ 8

x

Leikhúsmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1744

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.