Leikhúsmál - 01.06.1998, Qupperneq 12
LEIKHÚSMÁL
Um nýtt launakerfi og punktakerfi
í Þjóðleikhúsinu
Erfiðasti og tímafrekasti þáttur í samn-
ingavinnu leikara við Þjóðleikhúsið
hingað til hefur oft og tíðum verið sú
vinna sem leggja hefur þurft í að útskýra
fyrir nýjum og nýjum fulltrúum fjármála-
ráðuneytisins, á hverjum tíma, í hverju starf
leikarans er fólgið og og hver ábyrgð þeirra
sem standa á sviði er, oftast fyrir daufum
eyrum.
Það hljómaði því ekki svo illa þegar samn-
inganefnd ríksisins kynnti nýtt launakerfi
fýrir Leikarafélagi Islands í apríl á síðasta ári,
þar sem öll útfærsla og dagleg framkvæmd
kjarasamninga með hliðsjón af starfi og sér-
stöðu skyldi færð inn í þær ríkisstofnanir
sem hlut eiga að máli hverju sinni. Taka átti
upp nýja og einfaldari launatöflu og henda
þeirri gömlu með öllu sem henni fylgdi.
Markmiðið með þessu nýja launakerfi,
eins og það var kynnt, er þríþætt: í fýrsta lagi
að gera það sveigjanlegra með því að færa
ákveðið sjálfsforræði frá ríkisvaldinu og til
viðkomandi vinnuveitenda; í öðru lagi gagn-
scerra með því að fella yfirborganir og til-
tekna óunna yfirvinnu, sem margir ríkis-
starfsmenn höfðu samið um, einskonar
huldulaun, inn í grunntaxtann. Og í þriðja
lagi einfaldara með því að fækka launaþrep-
um sem miða við lífaldur úr 8 niður í 6, og
með því að afnema allar sjálfkrafa starfsald-
urshækkanir á starfsævinni. Þannig voru
þær almennu Iaunahækkanir sem þetta kerfi
felur í sér (16,78% á samningstímanum)
hugsaðar til þess að dekka yfirvinnugreiðsl-
ur og ýmsar sjálfkrafa hækkanir sem starfs-
menn urðu af, en ekki sem beinar launa-
hækkanir nema að litlu leyti.
Það má orða það þannig að með þessum
tillögum sínum í heild hafi ríkisvaldið í raun
verið að viðurkenna að opinberir starfs-
menn hafi ekki getað fylgt þeim hræringum
sem orðið hafa á almennum vinnumarkaði,
vegna ósveigjanlegra og niðurnjörvaðra
kjarasamninga. Þó markmiðið hljómaði vel
var að vísu illmögulegt að sjá fyrir hvað þetta
þýddi í raun og veru og hvort, þegar til
lengri tíma yrði litið, væri um raunveruleg-
an ábata að ræða eða bara dulbúna launa-
lækkun, þar sem starfsaldurshækkanir vega
þungt þegar líður á starfsævina og því
mögulegt að heildarlaun yrðu lægri en ella
þegar upp væri staðið.
Það kom fljótlega í ljós að margt í þessu
nýja kerfi var á huldu og erfitt að fá skýr
svör, enda virtust þau í sumum tilfellum alls
ekki vera til. Reynslan ein gæti skorið úr um
hver hinn raunverulegi ábati yrði, til lengri
tíma litið.
Samninganefndin - sem upphaflega hafði
verið skipuð undirritaðri, Lilju Guðrúnu
Þorvaldsdóttur og Gunnari Eyjólfssyni, naut
ekki krafta Gunnars lengur en fékk í hans
stað til liðs við sig formann FlL, Eddu Þórar-
insdóttur - settist nú niður og reiknaði og
reiknaði og komst svo sem ekki langt.
„Stofnanaþáttur“ samningsins var óskrifað
blað og þó félagið samþykkti launakerfið
sem slíkt var aðalvinnan eftir, eða það að
semja við Þjóðleikhúsið um innröðun í nýja
launatöflu og „alla útfærslu samningsins,
með hliðsjón af eðli starfa“. Það verður því
að viðurkennast að þegar samninganefndin,
í samráði við stjórn félagsins, ákvað að fylgja
fordæmi ýmissa félaga innan BHMR og SFR
og ganga til samninga, hafði hún svo sem
ekki mikið annað í höndunum en yfirlýs-
ingu þjóðleikhússtjóra um samningsvilja og
skilning á slæmum launakjörum leikara, -
svo og þá sjálfsögðu yfirlýstu stefnu ríkisins
að enginn lækkaði í launum við kerfisbreyt-
inguna eina og sér. Öllum tilraunum til að fá
bókanir samþykktar við undirritun var vís-
að frá, og því ekki annað að gera en treysta á
samningsvilja og sveigjanleika yfirstjórnar
Þjóðleikhússsins þegar þar að kæmi.
Leikarafélag Islands, eins og mörg önnur
stéttarfélög á sama tíma og í sömu aðstöðu,
varð í raun að treysta á að milliliðalausar
viðræður væru vænlegri til árangurs og
ákveðinn lykill að betri samningsstöðu en
viðræður við fulltrúa fjármálaráðuneytisins
höfðu verið áður.
„Aðlögunarnefnd" var síðan skipuð í
október sl. og átti að ljúka störfum fyrir
1. des. I nefhdinni sátu tveir fulltrúar leikara,
undirrituð og Randver Þorláksson, og tveir
fulltrúar yfirstjórnar Þjóðleikhússins, Stefán
Baldursson og Guðrún Guðmundsdóttir.
Nefndin átti að vinna stofnanaþátt samn-
ingsins og koma sér saman um forsendur
fýrir innröðun leikara inn í hina nýju launa-
töflu.
Vinnan gekk reyndar ekki þrautalaust. I
fyrsta lagi varð nefndin að koma sér saman
um hvað henni bæri að gera, hvort kjaravið-
ræðum væri lokið og nefndin ætti ekki að
gera annað en að raða (,,varpa“) leikurum
beint inn í launatöfluna, eða hvort henni
bæri að sjá fyrir og tryggja tilfærslur. Þetta
var mjög mikilvægt atriði þar sem sjálfkrafa
starfsaldurshækkanir í gamla launakerfinu
voru 8 á starfsævi leikarans og færðu við-
komandi upp um samtals 9 launaflokka. Það
var eindreginn skilningur okkar leikaranna í
nefndinni að þar sem „enginn ætti að lækka
í launum“ væri nauðsynlegt að finna eitt-
hvert kerfi sem tryggði kjör leikara þegar til
allrar starfsævinnar væri litið.
Þegar gagnkvæmur skilningur á þessu at-
riði lá fyrir var næsta skref að leita leiða. Rík-
ið, sem þegar til kom var með talsvert eftirlit
með störfum aðlögunarnefndanna yfirleitt,
neitaði alfarið að taka aftur upp kerfi þar
sem starfsaldur hefði sjálfkrafa áhrif til
launaflokkahækkana, en benti á að ýmis-
konar námskeið, sem kæmu til með að auka
hæfni starfsmanna, gætu leitt til launa-
flokkahækkana, - en sérstök námskeið fyrir
leikara eru fátíð og ekki líkleg til þess að skila
markvissri launahækkun.
Frá yfirstjórn hússins kom hins vegar fram
tillaga um að taka upp sérstakt „punktakerfi"
þar sem starfið sjálft skilaði punktum.
Þetta hljómaði vel, enda má með fúllum
rétti halda því fram að hvert hlutverk sem
leikari tekst á við verði til að þroska hann og
bæta sem listamann og þannig á við starfs-
nám eða námskeið í faginu.
Hugmyndin var síðan útfærð, prófuð og
þróuð og að lokum skilað til menntamála-
ráðuneytisins í formi samþykktar.
Punktakerfið byggist á því að fyrir hvert
hlutverk eða hverja sýningu sem leikari tekur
þátt í hjá Þjóðleikhúsinu fær hann einn
punkt, sérstaklega stór hlutverk gefa þrjá
punkta, og eftir hverja níu punkta færist hann
upp um launaflokk, þar til ákveðnu hámarki
er náð. Um mat á reynslu úr viðurkenndum
atvinnuleikhúsum hefúr þjóðleikhússtjóri
síðasta orðið, en leikari getur þó vísað máli
sínu til samstarfsnefndar. Reynsla úr kvik-
myndum og sjónvarpi og hjá atvinnuleik-
hópum gefur einn punkt, en aðeins ef um
stór hlutverk eða aðalhlutverk er að ræða.
Kerfið er afturvirkt þannig að samanlagður
punktafjöldi frá útskrift gildir við innröðun í
nýja töflu.
Það er auðvitað ljóst að þetta kerfi felur í
sér mismunun eins og leikarastarfið yfirleitt.
Það er ekki leikarinn sem ákveður hvort
hann fær hlutverk eða hversu stór þau eru.
Framhald á bls. 31
12