Leikhúsmál - 01.06.1998, Síða 22
LEIKHÚSMÁL
ar Róru gerði auðvitað dúndrandi lukku í
troðfullu húsi inni í Austurbæjarbíói. Gamla
bíóið nötraði undir hlátrasköllunum. Þá átti
Róra það til að hnippa í einhverja fyrrver-
andi nefndarmenn sem voru þá mættir þar
til leiks í hinum furðulegustu gervum, og
hún hviðraði því svona að þeim hvort þeir
sæu nú ekki svolítið eftir því að hafa sagt sig
úr nefhdinni. Hvort þeim fyndist áhorfend-
ur setja það nokkuð fyrir sig þótt fimmaura-
brandararnir væru komnir til ára sinna. Þeir
hlæja alveg jafn innilega og í gamla daga. Og
síðan bætti hún við sigri hrósandi: „Svona
hefur það alltaf verið, elskurnar mínar. Reví-
urnar hafa alltaf verið vel sóttar í öllu sínu
alvöruleysi. Þó að þær vektu auðvitað ergelsi
meðal heldri borgara bæjarins því allir fengu
sinn skammt af gríninu, og leikarar af fínna
taginu létu ekki sjá sig í svona galsa og héldu
áfram að leika Lénharð fógeta og Kamelíu-
dömuna í Iðnó við fremur dræma aðsókn á
meðan revíuleikararnir fylltu það sama hús
af kátum áhorfendum þá daga sem þeir
komust að með sína vinsælu fimmaura-
brandara og gamanvísur. Því allir bæjarbúar
þurftu að fá að sjá síðustu revíuna.“
Hvernig á ég að lýsa henni Róru minni.
Það er ekki auðvelt. Hún var svo sérstök,
þessi lágvaxna kona með sterka viljann og
sínar ákveðnu hugmyndir. Á leiksviðinu gat
hún kitlað hláturtaugar áhorfandans bara
með því að skjótast yfir sviðið á einhvern
hátt sem henni einni var lagið. Kannske var
það einhver djúp alvara í andliti hennar,
hvort sem hún stóð sem fánaberi í hvítum
stuttbuxum í einhverju atriði fáránleikans
eða kom skeiðandi inn með heljarstóran at-
geir til að rétta Gunnari vini sínum á Hlíðar-
enda í fjölskylduvandræðum hans. Já, líklega
var það þessi djúpa alvara og hvernig hún
hreyfði sig sem gerði það að verkum að
áhorfendur ætluðu að kafna úr hlátri í hvert
skipti sem hún birtist á sviðinu. Og henni
Róru sem lét svo vel að leika litla undirmáls-
manneskju sem var skipað til og ffá á leik-
sviðinu, hún hélt uppi ströngum aga á með-
al okkar leikaranna baksviðs. Ef eitthvert
okkar hafði hent það slys að fá hláturskast á
sviðinu, sem stafaði af óvæntri uppákomu
sem ekki kom leiknum við, tók Róra okkur í
gegn baksviðs eins og óþekka krakka. Hún
spurði okkur þá hreint út ströng á svip:
Hvort við héldum að áhorfendur hefðu
keypt sig inn á sýningunna til að horfa á ein-
hverja fáráðlinga flissa að vitleysunni úr
sjálfum sér.
Stundum gengu uppátækin í Róru alveg
fram af okkur. Einu slíku tilfelli man ég eftir.
Var það niður í kjallara í Austurbæjarbíói.
En þar voru búningsherbergi leikaranna. Var
hún þar að segja okkur frá nýafstöðnu af-
mæli Indriða manns síns. Hafði hann fengið
mjög stóra og glæsilega koníaksflösku að
gjöf frá starfsfélögum sínum á Hótel Sögu.
Hafði Róru þótt flaskan óvenju falleg og
ákvað að hafa hana upp á punt í stofunni hjá
sér. Svo hún hellti niður þessum þriggja
stjörnu vökva og fýllti síðan flöskuna af Mel-
rose-tei sem hafði alveg sama lit og koníakið.
Og tæki þessi dýrindis flaska sig mjög vel út í
stofunni.
Það fór samúðarbylgja til Indriða um all-
an bíókjallarann ffá meðleikendum Róru.
Og einhver stundi upp: „Og helltirðu niður
þessu dýra koníaki?“ Róra hélt nú það. Hún
færi nú ekki að skreyta stofuna sína með
áfengum drykkjum.
Ekki veit ég hvort Indriði tók þessari upp-
ákomu möglunarlaust. En eitt er víst að
mikill kærleikur ríkti milli þeirra hjóna. Það
var svo gott að koma til þeirra og vera ná-
lægt þeim. En þannig er það alltaf á heimil-
um þar sem ást og virðing hjóna hvort fyrir
öðru er fyrir hendi.
„Ég var í svo miklum vafa um hvort ég
ætti að þora að giftast honum,“ sagði Róra
einhverntíma við mig „Hann er átta árum
yngri en ég. En hvað um það, ég tók skrefið
og hef aldrei séð eftir því.“
Ég er viss um að þau orð voru sönn því ég
held að einu vonbrigði Róru í hjónabandinu
hafi verið þau að Indriði var ekki eins mikill
sælkeri og hún. Hún átti það til að baka
rjómatertur bara fyrir sig eina. Því ekkert
þýddi að bjóða Indriða upp á herlegheitin.
Enda fór hún alltaf á kostum í rjómaköku-
bakstri um jólin þegar hún bauð okkur vin-
konum sínum með börnin okkar heim. Svo
krakkarnir fengju að sjá safnið hans Indriða.
En safnarar voru þau bæði hjónin og ein
söfnunarástríða Indriða hafði beinst að því
að safna jólasveinum. Og þá jólasveina-
undraveröld sem birtist börnunum á Reyni-
melnum í stofunni hjá Indriða og Róru er
öllum þessum börnum sem nú eru orðin
fullorðið fólk ógleymanleg.
Og í haust þegar ég ákvað að skrifa leik-
gerð með gullkornum úr gömlu revíunum
fýrir Hlaðvarpann vissi ég hvert átti að fara í
efnisleit. Því Áróra Haldórsdóttir hafði arf-
leitt Leikfélag Reykjavíkur að leikritasafninu
sínu dýrmæta. Og sem ég sat og grúskaði í
þessum gömlu handritum fannst mér Róra
alltaf vera hjá mér. Og ég heyrði athuga-
semdirnar hennar hljóma í huga mér: „Þetta
atriði verður þú að hafa, það gerir sig alltaf.“
- „Ó, hann Lassi (Lárus Ingólfsson), hann
var óborganlegur í þessu númeri.“ - „Þú
verður að passa að leikarinn fái klappið sitt
hérna.“
Já, Róra. Fékkstu nokkurntíma að vita
hvað þú varst okkur starfsfélögum þínum
mikils virði? Kannske fannstu það þegar við
Sigga Hagalín heimsóttum þig daginn eftir
frumsýninguna á fyrstu húsbyggingarsjóðs-
skemmtuninni. Allir höfðu upplifað að til-
finning þín fyrir því hvað virkaði á hlátur-
taugar landans var svo hárrétt. Revíuþætt-
Federico García Lorca
(Fæddur 1898, myrtur í
byrjun spænsku borgara-
styrjaldarinnar 1936)
Hellir
Frá hellinum berst
langdreginn ekki.
(Djúpfjólublátt
yfir rautt.)
Sígeninn vekur upp
lönd langt í fjarska.
(Háa turna og karlmenn
sem búa yfir ýmsu.)
Yfir brestandi röddu
hvarfla augun.
(Svart
yfir rautt.)
Og hinn kalkborni hellir
sindrar í gulli.
(Hvítt
yfir rautt.)
Úr ljóðabókinni
Poema del cantejondo
(Ljóð hins djúpa söngs, 1921)
Karl Guðmundsson þýddi
irnir þínir höfðu slegið í gegn kvöldið áður
með hlátursgusum og áköfu klappi áhorf-
enda. Okkur Siggu langaði að gleðja þig og
sýna þér þakklæti okkar. Og okkur datt ekk-
ert betra í hug en að færa þér tuttugu kókos-
bollur. Þú varst svoddan sælkeri, það var
þinn stóri veikleiki.
Guðrún Ásmundsdóttir
22