Leikhúsmál - 01.06.1998, Blaðsíða 31

Leikhúsmál - 01.06.1998, Blaðsíða 31
LEIKHÚSMÁL Innrás í Finnland Samstarf íslenskra og finnskra leikhúsmanna hefnr löngum verið heilladrjúgt. Margir finnskir leikhús- listamenn hafa komið hingað með athyglisverðar sýningar og í Finnlandi hefur verið tekið vel á móti fjöl- mörgum íslenskum leiksýningum. Það teljast þó tíðindi að íslenskur leikari skuli ráðinn á finnskan leikarasamning. Sigurður Karlsson verður næsta vetur í leyfi frá Leikfélagi Reykjavíkur og ræðst til starfa hjá Vaasa-leikhúsinu í sam- nefndri borg, þar sem hann hefur raunar leikið tvö hlut- verk í vetur. Eitt verkefna hans á næsta leikári er í þokkabót Sigurður Karlsson íslenskt. Sigurður mun leika eina burðarrulluna í Meistar- anum eftir Hrafnhildi Guðmundsdóttur Hagalín, sem sló eftirminnilega í gegn hjá Leikfélagi Reykjavíkur fyrir fimm árum. Leikstjóri sýningarinnar verður enginn annar en Ásdís Skúla- dóttir (fjölskyldan er að meika það). Það er ennfremur líklegt að Hilmar Jónsson, leiðtogi Hafnaríjarðarleikhúss, setji næsta vetur upp verk Árna Ibsen, Himnaríki, sem sló í gegn í Firðinum í hitteðfyrra. Sú sýningin á að koma upp í sænska leikhúsinu í Ábo. Internetið og leikhúsið Framhald afbls. 10 í upphafi verður um einfalda upplýsinga- síðu að ræða. Þegar fram í sækir má síðan bæta við fundargerðum, greinum sem birta á í Leikhúsmálum, auglýsingar um fundi á vegum félagsins og sýningar á vegum félags- manna, svo fátt eitt sé nefht. Eins má sjá fyr- ir sér skoðanaskipti félagsmanna um ýmis málefni. Að mínu mati er ef til vill stærsti kostur- inn við samning FtL og Skímu hf. stærð heimasvæðisins. Það gerir félaginu kleift að setja inn á netið upplýsingar um félags- menn, ekki ósvipað myndabókinni góðu. Ólíkt bókarforminu þá verður vefútgáfan aðgengileg leikstjórum og framleiðendum út um allan heim. Hér er kannski kominn vísir að íslenskri umboðsskrifstofu sem er opin allan ársins hring! Hvað þarftil að tengjast? Til að tengjast Internetinu þarf ekki endilega stærstu og flottustu tölvuna á markaðnum. Flestar heimilistölvur geta tengst svo fram- arlega sem mótald er fyrir hendi. Mótald er símtæki sem tölvan getur stýrt og tengist hefðbundnum símalínum. Þegar tengst er netinu er símalínan upptekin rétt eins og um hefðbundið símtal sé að ræða. Vissulega er hægt að fá sér aukalínu, eða jafnvel staf- ræna ISDN-tengingu sem gefur meiri hraða. En hér er um aukakostnað að ræða sem ekki er nauðsynlegur svona í fyrstu atrennu. Ef þú hefur ekki þegar aðgang hjá þjón- ustuaðila þá bíður Skíma félagsmönnum FÍL aðgang á tilboðsverði. Verðið er 1190 kr. á mánuði og nýir notendur fá geisladisk sem meðal annars inniheldur vefskóla fyrir byrj- endur. Skíma er staðsett í Brautarholti 1, sími 511-7000. Og ef þú, lesandi góður, vilt skoða Internetið án þess að leggja út í stofn- kostnaðinn þá er ekkert einfaldara en að skreppa í næsta útibú Borgarbókasafnsins eða kíkja inn hjá netkaffihúsinu X-net, Nóa- túni 17. Þeir hjá X-neti bjóða ennfremur upp á stutt námskeið fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna. Svona í lokin þá vil ég minna á heimasíðu FÍL. Veffang hennar er http://www.actors- union.is. Fyrir þá sem vilja leita aðeins lengra þá rakst ég á fjári góða síðu um dag- inn sem heitir Scott's Theatre Link (http://www.theatre-link.com). Þar er að finna allskyns upplýsingar um leikhús í heiminum og tengla á aðrar síður. Góða skemmtun. Vilhjálmur Hjálmarsson Leikari (og tölvubóndi!) webmaster@actors-union.is vh@centrum.is Um nýtt launakerfi... Framhald afbls. 12 Þó má segja að kerfið feli í sér það réttlæti að fyrir þá sem vinna mikið skilar það fyrr launahækkunum. Annað mál og öllu alvar- legra er sú kynjamismunun sem kerfið býður upp á, þar sem karlhlutverk eru yfir- leitt fleiri eins og allir vita. Endanlegar niðurstöður um kjarabætur í einstöku tilfellum ættu að liggja fyrir mjög fljótlega, ef allt gengur upp. Þó eru enn nokkrir lausir endar sem verið er að vinna í, svo sem punktar í barnsburðarleyfi og orða- lagsbreytingar og leiðréttingar á texta samn- ingsins. Það má þó sjá útkomuna nokkuð ljóst fyrir: Mestar kjarabætur fá þeir yngstu og nema þær í sumum tilfellum allt að 50% hækkun launa á samningstímanum. Það lít- ur ef til vill út fýrir að vera mikið við fýrstu sýn, en þýðir í raun að lægstu laun rétt lafa í 100 þúsund krónum um aldamót. Að meðaltali er heildarhækkun grunn- launa 24%, og má segja að Þjóðleikhúsið hafi komið verulega til móts við leikara hússins með því að taka á sig 8% hækkun launa, umfram það sem kjarasamningur segir til um, vegna tilkomu samkomulagsins um punktakerfi. Þar sem sýningarkaupið hækkar líka eru heildarkjarabætur fýrir leik- ara í starfi að meðaltali 28%. Hitt er stað- reynd að þeir sem mesta starfsreynslu hafa hækka minnst, eða aðeins um hinar um- sömdu grunnkaupshækkanir sem kerfið býður upp á, vegna þess að áherslan var á lægstu launin og þak sett á launaflokka- hækkanir. Það er auðvitað öllum ljóst að grunnlaun sem hljóða upp á 100 til 150 þúsund krónur á mánuðu eru hvorki til þess fallin að auka sjálfsvirðingu leikarans né virðingu hans úti í samfélaginu, en mjakast þó að hægt fari. Tinna Gunnlaugsdóttir Formaður Leikarafélags íslands (1. deild leikara við Þjóðleikhúsið) Frumvarp að nýjum leiklistarlögum var lagt fram á Alþingi fyrir jól. Ekki er beinlínis hægt að segja að listageirinn hafi séð Ijósið í þeim plöggum. Leikhúsfólk tók sig til og tætti þetta frumvarp í sig af grimmd. Sama gerði raunar Bandalag íslenskra listamanna. ( frumvarpinu stendur varla steinn yfir steini, ef dæma má álitsgerðir listamanna- samtakanna. Spurningin er: Hver samdi þetta frumvarp og fyrir hvern? 31

x

Leikhúsmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1744

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.