Veiðimaðurinn - 01.06.1993, Síða 8
VEIÐISAGAN
Minningin lifir
Eftir Guðmund Guðjónsson
Kvöld eitt nokkrum dögum áður en að
veiðimenn tóku fyrstu köstin í Norðurá,
Þverá og Laxá á Asum, gerðist það er
undirritaður sat heima í stofu, að hrollur
hríslaðist um mig allan. Gæsahúðin sem
því fylgdi ætlaði aldrei að réna. Það er
ekki að spyrja að því, hugurinn hafði reik-
að til bakka vatnanna. Ég hafði verið að
velta fyrir mér horfum og einstökum
veiðitúrum sumarsins. Síðan varð mér
hugsað til síðasta sumars og nokkur atvik
flugu í gegnum myndbandstæki hugans.
Þau voru óvenjulega mörg, minnisstæðu
atvikin á síðasta sumri. Margir toppar á
frábæru veiðisumri. En eins og stundum
áður var það tapaður lax sem reyndist
tróna hæst. Hugurinn staðnæmdist við
Kattarfossbrún í Langá og það var þá sem
hrollurinn læsti sig um kroppinn. Skal nú
riijað upp hvers vegna.
Kattarfossbrún er fremur ofarlega á
neðstu svæðum Langár. Veiðistaðurinn er
eins og nafnið bendir til, brún Kattarfoss.
fíann er laxgengur, en öflugur og erfiður
laxinum. Áin fellur þar ofan í þröngt gil
og lax hlýtur að hvíla sig um stund á brún-
inni eftir að hafa rifið sig upp þessar
hörðu flúðir og fossa. Nokkuð djúpt virð-
ist vera á brúninni og getur laxinn tekið
furðu nærri blábrúninni, en einnig er von á
tökum dálítið upp með bakkanum að vest-
anverðu, en veiðistaðurinn liggur alveg
við landið þeim megin.
Við Herdís kona mín ætluðum okkur að
veiða þama í einn dag, ffá hádegi til há-
degis og halda síðan norður í Miðfjarðará
til veiða með hluta af Fjaðrafokinu. Var
það eftirminnileg fmmraun í þeirri á. Eft-
irminnileg á fleiri veg en einn, en það er
önnur saga. Við drógum efsta svæðið í
Langánni fyrsta partinn af síðdegisvakt-
inni og sýndum mörgum löxum margar
6
VEIÐIMAÐURINN