Veiðimaðurinn - 01.06.1993, Side 9
Kastað íNeðri Hvítstaðahyl. Ljósm. J.S.A.
flugur án þess að samningar næðust. Það
var sama hvort fundað var við Túnhyl,
Asgerðarholtskvöm, við Glanna, Þjótanda
eða Fljótanda. Alls staðar nema upp á
bakkanum eftir innlit okkar. A miðri vakt
komu aðrir veiðimenn og við áttum þá að
þokast eins og hoplaxar niður á. Það man
ég, að fyrir þeirri stöng sem skipti við
okkar fór sá slyngi veiðimaður Rafn heit-
inn Sigurðsson frá Borgamesi. Honum
höfðum við hjón kynnst nokkuð í tíðum
veiðiferðum í Langá síðustu sumur. Þar
sem veiðin var tiltölulega róleg sáum við
ekki eftir hálfri klukkustund í dæmigert
samtal veiðimanna á árbakka. Ekki gat
okkur hjónum boðið í gmn að við væmm
að rabba við Rafn í síðasta sinn. Hann lést
með sviplegum hætti í vetur. Við munum
sakna þess að hitta ekki fyrir Rafh Sig-
urðsson á bökkum Langár á komandi
ámm.
Þó svokallað svæði 4, með Kattarfoss-
brún, gljúfri og Bug sem aðalstöðum sé
ekki það gjöfulasta þegar á heildina er lit-
ið, þá er það engu að síður eftirlæti okkar
Herdísar á svæðum Langárfoss og Ana-
brekku. Því veldur sennilega fegurð árinn-
ar í Bug af Kattarfossgljúfri, skemmtileg
og hæfíleg gönguleið frá bílastæðinu, um
skógivaxið land upp að Kattarfossbrún.
Og síðast en ekki síst veiðistaðurinn Katt-
arfossbrún. Hann lætur dálítið lítið yfir
sér, en er alveg kynngimagnaður.
í hitteðfyrra vomm við hjón þama á
sömu slóðum og fengum þá eina lax dags-
ins á Kattarfossbrún. Það var aðeins 4
punda lax sem ég átti alls kostar við. En
þó blandaðist mér ekki hugur um, að mik-
ið ævintýri hlyti að vera að lenda þama í
stómm fiski. Þó hlýtur að vera fremur ó-
líklegt að slíkt hendi þar sem Langárlax-
inn er yfirleitt eins árs fiskur úr sjó. En
hitt er einnig til og það fengum við nú að
reyna.
VEIÐIMAÐURINN
7