Veiðimaðurinn - 01.06.1993, Blaðsíða 39
Frá Kirkjuhólmakvísl. Ljósm J.S.A.
nokkra staði ofan þeirra með 6.669 merkt-
um seiðum. Smálax úr þessum slepping-
um kom í veiði 1991 (Tumi Tómasson
1991). Endurheimtir voru 9 laxar úr hvor-
um hóp sem gerir 0,13% úr sleppingu
ofan Æðarfossa en 0,30% úr sleppingum
neðan þeirra. Sjö stórlaxar voru merkis-
lausir. Heildarheimtur í veiði úr slepping-
um neðan Æðarfossa eru 1,10%, en 0,67%
ofan þeirra en þá eru lagðar saman endur-
heimtur 1991 og 1992.
Dreifing endurheimtra merktra laxa í
veiði var metin eftir svæðum. Flestir lax-
anna veiddust á eða neðan við þá staði
sem þeim var sleppt á sem seiðum. Al-
gengara var þó að endurheimtustaður væri
neðan við sleppistað nema úr sleppingu
neðan Æðarfossa þar sem töluverður hluti
veiddist ofan fossa en þó ekki nema stuttu
ofar. Úr sleppingum ofan Æðarfossa 1990
endurheimtust 6 neðan fossa en 3 ofan.
Endurheimtur merktra laxa úr Laxá í
öðrum ám.
Úr sleppingum merktra gönguseiða í
Laxá í Aðaldal 1991 endurheimtust sex í
öðrum ám. I Vopnafirði veiddust 5 laxar,
4 í Hofsá og 1 í Selá, og að auki veiddist
einn í Lagarfljóti. Þessir sex fiskar eru
0,05% af slepptum merktum seiðum en
4,7% af fjölda þeirra sem endurheimtust í
heild. Einn lax úr sleppingum 1990
veiddist í Hofsá í Vopnafirði 1991 (Þórólf-
ur Antonsson og Sigurður Guðjónsson
1992).
Veiðin í Laxá 1992
I Laxá voru skráðir alls 2295 veiddir
laxar í veiðibækur. Af þeim voru 1200
smálaxar og 1089 stórlaxar. Til viðbótar
veiddust 6 laxar þar sem ekki var skráð
þyngd og því ekki hægt að vita hvort um
smá- eða stórlax var að ræða. Alls veidd-
VEIÐIMAÐURtNN
37