Veiðimaðurinn - 01.06.1993, Page 51

Veiðimaðurinn - 01.06.1993, Page 51
FROÐLEIKUR SVÍTR UMFJÖLLUN UM VBDIMÁL Á OPINBER- UM VETTVANGI Eftir Einar Hannesson Býsna mikið hefur verið fjallað opin- berlega um veiðimál hér á landi bæði fyrr og síðar. Þannig hefur vatnafiskur og veiðivötn, veiðihlunnindi almennt, ála- veiði, fískrækt og fiskeldi verið hugleikið mörgum, ekki síst eftir að stangaveiði varð jafn útbreidd sem raun ber vitni, eftir miðja þessa öld. UmQöllunin hefur verið í bókum, tímaritum og blöðum. Þá hafa verið gerðar kvikmyndir og veiðimál verið rædd í útvarpi og sýndir þættir í sjónvarpi. A seinni tímum hafa verið gefnar út bækur um einstök veiðivötn, ár eða stöðu- vötn. Og það nýjasta af þessu tagi eru myndbönd um ámar og veiðiskap í þeim, að ógleymdum póstkortum og almanök- um, þar sem birst hafa myndir af veiði- skap eða einstökum svæðum í ám og vötnum. Gerð hafa verið veggspjöld af sama tagi og málverk og ljósmyndir af svæðum í ám og vötnum. Forvitnilegt þótti að skoða þetta efni nánar með það í huga að kanna hvar opin- ber umfjöllun um veiðimál hefði helst far- ið fram hér á landi. Niðurstaða þessara athugana okkar hjá Landssambandi veiði- félaga fer hér á eftir. YFIRLITSRIT Fyrst má nefna yfírlitsrit, sem íjalla um VEIÐIMAÐURJNN 49

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.