Veiðimaðurinn - 01.06.1993, Page 51
FROÐLEIKUR
SVÍTR
UMFJÖLLUN UM
VBDIMÁL Á OPINBER-
UM VETTVANGI
Eftir Einar Hannesson
Býsna mikið hefur verið fjallað opin-
berlega um veiðimál hér á landi bæði fyrr
og síðar. Þannig hefur vatnafiskur og
veiðivötn, veiðihlunnindi almennt, ála-
veiði, fískrækt og fiskeldi verið hugleikið
mörgum, ekki síst eftir að stangaveiði
varð jafn útbreidd sem raun ber vitni, eftir
miðja þessa öld. UmQöllunin hefur verið
í bókum, tímaritum og blöðum. Þá hafa
verið gerðar kvikmyndir og veiðimál verið
rædd í útvarpi og sýndir þættir í sjónvarpi.
A seinni tímum hafa verið gefnar út
bækur um einstök veiðivötn, ár eða stöðu-
vötn. Og það nýjasta af þessu tagi eru
myndbönd um ámar og veiðiskap í þeim,
að ógleymdum póstkortum og almanök-
um, þar sem birst hafa myndir af veiði-
skap eða einstökum svæðum í ám og
vötnum. Gerð hafa verið veggspjöld af
sama tagi og málverk og ljósmyndir af
svæðum í ám og vötnum.
Forvitnilegt þótti að skoða þetta efni
nánar með það í huga að kanna hvar opin-
ber umfjöllun um veiðimál hefði helst far-
ið fram hér á landi. Niðurstaða þessara
athugana okkar hjá Landssambandi veiði-
félaga fer hér á eftir.
YFIRLITSRIT
Fyrst má nefna yfírlitsrit, sem íjalla um
VEIÐIMAÐURJNN
49