Veiðimaðurinn - 01.06.1993, Side 52

Veiðimaðurinn - 01.06.1993, Side 52
landið í heild eða einstaka landshluta, þar sem vikið er að veiðivötnum, hlunnindum og nýtingu þeirra. Fyrst eru eldri rit, þar sem komið er inn á þessi atriði í einhverj- um mæli, en síðan hverfum við að nútíma. Islendingasögur og Snorra-Edda. „íslandslýsing” (1588) eftir Odd Ein- arsson. „Islensk annálsbrot og undur Islands“ (1632-28) eftir Gísla Oddsson, sem Jónas Rafnar sneri á íslensku og kom út 1942. „Jarðabók Ama Magnússonar og Páls Vídalín“ 1-11.(1913 - 1943). „Ichtyo-Graphia Islandica eller Under- rettning om de Fiske som lever i salt og ferskt vand-ij Isa-land“ (1737) eftir Jón Olafsson. „Frásagnir um ísland“ (1752) eftir Niels Horrebow, rit íslenskað af Steindóri Stein- dórssyni frá Hlöðum, kom út 1966. „Ferðabók Eggerts Olafsson og Bjarna Pálssonar 1752 - 1757“ (1772) eftir Egg- ert Olafsson, I-II. í þýðingu Steindórs Steindórssonar frá Hlöðum, kom út 1942 og aftur 1975. „Ferðabók Olavíusar 1775-1777“ (1780), bók um landshagi í norðvestur- , norður- og norðaustursýslum íslands, ís- lenska þýðingu gerði Steindór Steindórs- son frá Hlöðum, kom út 1964. „Lýsing Gullbringu og Kjósarsýslu" (1785) eftir Skúla Magnússon, birtist í Ingólfi, 1. bindi 1935-40. „Ferðabók Sveins Pálssonar. Dagbækur og ritgerðir“ 1791-1794(1983). „Eftirmæli átjándu aldar“( ) eftir Magnús Stephensen. „Ámessýsla. Sýslu- og sóknalýsingar Hins íslenska bókmenntafélags 1839- 1843“ (.... ), útg. Sögufélagið. „íslenskt fiskatal (Pisces Islandiae)“ (1891) efitir Benedikt Gröndal. „Lýsing íslands" 1-11.(1908,1911) eftir Þorvald Thoroddsen. „Ferðabók Þorvaldar Thoroddsen“ 4 bindi (1913-1915). „Sýslulýsingar 1744 - 1749“ (1957) í umsjá Bjama Guðnasonar. Rit Hins íslenska bókmenntafélags var á fyrri tímum vettvangur ritgerða um veiðimál, eins og „Um laxkynjaða fiska og fiskirækt“ (1881) eftir Áma Thor- steinsson. Ritið „Andvari“, frá fyrri tíð, birti m.a. niðurstöður rannsókna eða skoðunarferða Arthurs Feddersen (1884) og Bjama Sæ- mundssonar, fyrir og eftir aldamótin 1900. Að lokum er rétt að nefna löggjöf „Vatnalög" (1923 og heildarlög um lax- og silungsveiði frá 1932. Eldri lagaákvæði urn þetta efni em í Grágás, Jámsíðu og Jónsbók (1281) lögbók og nýrri lagaá- kvæði frá 1886, 1909 og 1929. Auk þess má minna á greinargerðir með frv. til lag- anna og að endurskoðun þeirra. Þessi plögg, auk þingtíðindanna, geyma mikinn fróðleik um veiðimál í landinu. Gildandi lög em að fmmsmíð frá 1932, sem fyrr greinir, en umbætur við þau vom gerðar 1934, 1941, 1957 og seinast, er leiddi til gildandi laga nr.76/1970. Ritið „Tillögur til breytinga á frv. til laga um lax- og silungsveiði“ (1955), út- gefandi Landssamband íslenskra stanga- veiðimanna. BÆKUR UM ÁR, VÖTN OG VEIÐISKAP Bókin „Rivers of Iceland“ (1950) eftir R.N. Stewart. Hún fjallar m.a. um veiði höfundar í Hrútaljarðará, sem Stewart hafði á leigu um árabil. Bækur Bjöms J. Blöndal skipa sérstak- an sess. Þar em frábærar náttúrulífsmyndir og fjallað er um umhverfi höfundar í Borgarfirði og veiðiskap á þeim slóðum. I tveimur þeirra er veiðiám gerð sérstök skil: „Vötnin ströng“ (1972) og „Norðurá“ 50 VEIÐIMAÐURINN

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.