Veiðimaðurinn - 01.06.1993, Qupperneq 56
bæklinga ýmis konar á íslensku, ensku eða
öðrum tungumálum, þar sem veiðivötnin
eru kynnt og veiðiskapur í þeim. I því
sambandi má nefna bæklinga Ferðaþjón-
ustu bænda, eins og Veiðiflakkarann.
UMHVERFIS- OG RANNSÓKNARIT
Þá er ógetið um einn mikilvægasta þátt-
inn, umfjöllunar starfsmanna stofnana eða
samtaka um veiðimál. Þar kemur við
sögu ótölulegur ljöldi rita og greina þeirra
um veiðimál almennt, fiskinn, einstök
veiðivötn eða hluta þeirra, auk skýrslna
um rannsóknir á fiski og veiðivötnum.
„Fiskamir“ eftir Bjama Sæmundsson,
kom út árið 1926, endurútgefin 1957 í
umsjá Jóns Jónssonar.
„Friðun á laxi“ (1930) eftir Ketil Ind-
riðason.
I héraðs- og landshlutaritum ýmis konar
er víða vikið að þessu efni, mismikið, eins
og t.d. í árbókum Ferðafélags Islands, sem
er þó frekar lítið ef á heildina er litið.
í Fasteignamatsbók 1932 og 1942 er
getið hlunninda hverrar jarðar hér á landi
þar á meðal veiðihlunninda.
„Ur byggðum Borgarfjarðar“ I-II.
(1944, 1948) eftir Kristleif Þorsteinsson,
er að finna merka þætti um veiðimál.
I ritinu „Saga Rafmagnsveitu Reykja-
víkur“ (1961) eftir Steingrím Jónsson, er
sérstakur kafli um Elliðaár, klakstarf og
veiðiskap þar.
„Náttúra Islands“ (1961), útg. Almenna
bókafélagið.
í ritinu „Suðri“ II. hefti (1970) Bjami
Bjamason safnaði, eru athyglisverðir þætt-
ir um veiðimál á Suðurlandi.
„Fiskalíffræði" (1972) eftir Gunnar
Jónsson.
„Fold og vötn“ (1980) eftir Guðmund
Kjartansson.
„Handbók um hlunnindajarðir á Is-
landi“ eftir Láms Ágúst Gíslason, en bók-
inkomúrárið 1982.
„Landið þitt ísland“ 5 bindi (1980-
1984) eftir Steindór Steindórsson og Þor-
stein Jósepsson.
„íslenskir fiskar“ (1983) eftir Gunnar
Jónsson.
„íslands handbókin“ 2 bindi (1989) eftir
Tómas Einarsson og Helga Magnússon.
STOFNANIR OG YFIRLITS-
GREINAR
Hér á eftir verður vikið að helstu stofn-
unum og samtökum, ritum og greinum,
sem um veiðimál snúast. Sumt af skýrsl-
unum á seinni ámm, t.d. hjá Veiðimála-
stofnun, eru ekki opinber plögg, ef svo má
segja, þar sem þær em unnar fýrir við-
komandi aðila eða aðra, eins og veiðirétt-
areigendur, veiðifélög og t.d. Landsvirkj-
un, sem er þá í tengslum við virkjunar-
framkvæmdir. Það myndi æra óstöðugan
að birta titla allra rita, greina og skýrslna
af íyrrgreindu tagi.
„Búnaðarritið“ á vegum Búnaðarfélags
Islands hefur birt efni af þessu sviði íyrr
og síðar. Hjá félaginu starfaði sérstakur
fiskræktarráðunautur á þriðja, fjórða og
fimmta áratugnum. Þá kom út ritið
„Laxa- og silungaklak á íslandi“ (1929),
bók eftír Þórð Flóventsson og í Búnaðar-
ritinu birtust greinar: „Leiðarvísir um fisk-
rækt í ám og vötnum“ (1932) og „Lax og
silungur“ (1941) hvorttveggja eftir Ólaf
Sigurðsson. Einnig hefur verið starfandi
á vegum félagsins fiskeldisráðunautur hin
seinni ár, sem skýrslur liggja eftir.
Rit Fiskideildar Atvinnudeildar Háskól-
ans (stofnsett 1937); „Um murtuna í Þing-
vallavatni, með hliðsjón af öðmm silung í
vatninu" (1939) og „Lax-rannsóknir 1937
- 1939“ (1940) eftir Áma Friðriksson,
„Vatnakerfi Ölfusár-Hvítár“ (1941) og
„Vatnakerfi Blöndu" (1942), eftir Finn
Guðmundsson og Geir Gígja.
Á vegum Veiðimálastofnunar (stofnsett
1946) og Laxeldisstöðvar ríkisins í Kolla-
54
VEIÐIMAÐURINN