Veiðimaðurinn - 01.06.1993, Side 57
firði (stofnsett 1961) hefur verið mikil at-
hafnasemi með ritun rannsókna- og vís-
indaritgerða, almennra fræðslugreina og
bóka, eins og „Salmon and Trout in
Iceland“ í ritröðinni Islenskar landbúnað-
arrannsóknir frá 1978 og ritið „Hafbeit“ 2
hefiti, frá árinu 1988, auk hundruða fjölrita
og ársskýrslu 1986-87. Þá má nefna að
„Veiðivatnaskráin“ birtist í Ferðahandbók-
inni 1972 og í „Frey“, „Handbók bænda“
eða „Veiðimanninum“ hafa birst: „Klak og
seiðaeldi“ (1952), „Regnbogi“ (1952),
„Umbætur á ám og vötnum“ (1953),
„Laxamerkingar 1947-1951“ (1954),
„Stangaveiði í eldisstöðvum“ (1954),
„Hlunnindi, fiskirækt“ (1955) m.a. um
fiskvegagerð, „Laxaseiðin leita til sjávar“
(1967), „íslenskir vatnafiskar“ (1972),
„Veiðifélög og starfsemi þeirra“ (1974),
„Fiskeldi á íslandi“ (1977) „Ástand og
horfur í veiðimálum“ (1979), „Fiskrækt"
(1981), „Laxveiðar á Norður-Atlantshafi“
(1982), „Starfsemi Veiðimálastofnunar“
(1982), „Verðmæti veiði í ám og vötnum
og þróun laxeldis“ í Árbók landbúnaðarins
1982, „Islenski laxinn og nýting hans.“
(1982), „Veldur veiðivargur umtalsverðu
tjóni á laxi ?“ (1982), „Laxamerkingar og
leit að merkjum í úthafsveiði“ (1984),
„Veiðivötn og vegagerð" (1984), „Veiði-
vötn og virkjanir“ (1984). Yfirlitsgreinar
um veiðimál í hverju sjö kjördæma lands-
ins (1974-1986), „Meðferð á silungi“
(1983), „Fiskeldi“ (1985), „Um laxarækt“
(1985), „Nöfn íslensku laxveiðiánna og
veiðistaðanöfn“ (1986), „Islensk veiðivötn
og mengun“ (1987) og „Fiskvegir í ís-
lenskum straumvötnum“ (1988), og „Is-
lensk vötn og vistfræðileg flokkun þeirra“
(1990), sem birtist í „Vatnið og landið“ og
„Veiðimálastofnun, hlutverk og starfsemi"
(1991), svo getið sé helstu yfirlitsgreina.
Auk þessa hefur komið árlega saman-
tekt um laxveiðina í landinu og hin seinni
ár sérstakt fjölrit með ítarlegri umfjöllun
um veiðina og annað um framleiðslu á
laxi og silungi í eldisstöðvum. Ogetið er
þá um ritgerðir eftir starfsmenn Veiði-
málastofnunar, sem birst hafa í erlendum
vísindaritum.
Landssamband fiskeldis- og hafbeitar-
stöðva (stofnsett 1981) hefur gefið út
„Eldisfréttir“ (1985-1991), sem hefur birt
fróðleik um klak og fiskeldi. Forveri þess
var Félag áhugamanna um fiskrækt
(1966), sem gaf út árbók, sem kom út
þrisvar, fyrst 1967, þá 1969-1973 og sein-
ast 1974, með fræðsluefni af fyrrgreindu
sviði.
„Náttúrufræðingurinn“, tímarit Hins ís-
lenska náttúrufræðifélags (stofnsett 1930)
hefur birt greinar um veiðimál, sérstaklega
fyrr á árum. Þar birtust m.a. greinamar
„Vatnsfallategundir“ (1945) eftir Guð-
mund Kjartansson, „Stórir laxar“ (1957)
efitir Þór Guðjónsson og „Vatnsaflsvirkj-
anir og vötn“ (1986) eftir Hákon Aðal-
steinsson.
Þá má nefna rit Orkustofnunar (stofn-
sett 1967) og forvera hennar, Raforku-
málaskrifstofu (stofnsett 1947), eins og
ritið „íslensk vötn“ (1956) eftir Sigurjón
Rist, og „Vatnasvið Islands" (1969), sem
fjalla um vatnsrennsli í ám og einnig
„Efnarannsókn vatna. Borgarljörður.
Einnig Elliðaár í Reykjavík“ (1986). „Um
áhrif virkjunarmannvirkja á göngufisk"
(1982) eftir Erik Montén. í ritinu „Vatnið
og landið“ (1990), sem Guttormur Sig-
bjamarson ritstýrði og kom út í tilefni af
40 ára afmæli Vatnamælinga og 20 ára af-
mæli Orkustofnunar og var tileinkað sjö-
tugsafmæli Sigurjóns Rist 1987 em m.a.
greinar um veiðimál. Þá er ógetið skrár
um „Stöðuvötn á íslandi“ (1990) eftir Há-
kon Aðalsteinsson o.fl. og „Flokkun
stöðuvatna á íslandi" (1990) eftir Hákon
Aðalsteinsson í „Vatnið og landið“ (1990).
Þá kom út á vegum Orkustofnunar og
Rannsóknarstofnunar iðnaðarins: „Efna-
VEIÐIMAÐURINN
55