Veiðimaðurinn - 01.06.1993, Page 58

Veiðimaðurinn - 01.06.1993, Page 58
rannsókn vatns - Vatnasvið Hvítár-Ölfus- ár, einnig við Þjórsá og Urriðafoss" (1973) eftir Halldór Ármannsson og fleiri. „Brunnur lifandi vatns“ (1990), ýmsir höfundar, en það er afmælisrit til heiðurs Pétri M. Jónassyni sjötugum. Þá er skemmst að minnast útkomu rit- verks um Mývatn, „Náttúra Mývatns" í ritstjóm Amþórs Garðarssonar og Áma Einarssonar, en Hið íslenska náttúrufræði- félag gaf út 1991. Áður hafði komið út, 1979, vísindaritið „Lake Mývatn“ sem Pétur M. Jónasson, ritstýrði. Rannsóknastofnun iðnaðarins (stofnsett 1965), síðar Iðntæknistofnun (1971) hefur mikið sinnt efnagreiningu á vatni; Fjölrit: „Efnarannsóknir á vatni Elliðaánna og að- rennsli þeirra“ (1970) eftir Halldór Ár- mannsson og „Vatn og mengun þess“ (1976) efitir Pétur Sigurjónsson. Rétt þykir að benda á fjölrit Náttúru- vemdaráðs, eins og „Fossar á Islandi“ (1978) efitir Sigurð Þórarinsson, „Vatna- vemd“ (1980) eftir Amþór Garðarsson og „Sjávarlón á íslandi“ (1990) eftir Agnar Ingólfsson. Einnig má nefna grein Am- þórs um „Vistfræðileg flokkun íslenskra vatna“ (1979) og „Silungur og silungs- vötn“ (1980) efitir Jón Kristjánsson, sem hvorttveggja birtist í „Týli“, tímariti um líffræði. Ennfremur skulu nefnd rit Land- vemdar „Mengun" (1972) og „Landnýt- ing“ (1973). Rannsóknaráð ríkisins hefúr látið gera ársskýrslu, tvö ár í senn, um rannsóknar- starfsemina í landinu. Þar er að finna margvíslegan fróðleik um ýmsar stofnanir, sem sumar em að sinna málum varðandi veiðivötnin í landinu. Þar er m.a. ritaskrá stofnana. Einnig var gefið út afmælisrit á vegum ráðsins: „Rannsóknir í þágu at- vinnuveganna. Framfarir í 50 ár 1937- 1987“ (1987), en þar em kynntar rann- sóknarstofnanir og helstu verkefni þeirra. Rannsóknastofhun landbúnaðarins (1965) og Tilraunastöð Háskólans í meinafræðum að Keldum (1941), þar sem m.a. sérfræð- ingar í fisksjúkdómum hafa aðsetur, og unnið er að rannsóknaverkefnum í veiði- málum, og skýrslur gefnar út um það efni. „Um vandamál smitsjúkdóma í eldisfiski“ (1975) eftir Guðmund Pétursson og „Sníkjudýr í vatnafiski“ (1981-1982), eftir Sigurð H. Richter sem hvorttveggja birtist í Veiðimanninum á sínum tíma. Á bókasafni bændaskólanna að Hvann- eyri og Hólum er að finna nokkur loka- prófsverkefni nemenda, sem fjalla um veiðimál. Hið sama er að segja um Há- skóla Islands, þar sem nemendur í við- skiptadeild og lagadeild hafa valið til lokaverkefnis efni á sviði veiðimála. Kirkjubæjarskóli í Vestur-Skaftafellssýslu hefur verið með fiskeldissvið og til er á prenti efni firá skólanum. Þá má að lokum nefna ritið „Fiskrækt og fiskeldi“, eftir Þór Guðjónsson, sér- prent úr Vísi 1960, „Laxeldi og laxarækt" eftir Áma Isaksson, sem birtist í Árbók bóndans 1984, „Fiskræktarsjóður“ um styrkveitingar og lán úr sjóðnum 1970-88, viðtal við Áma Jónasson í Frey 1988, „Salmon, Trout and Char“ eftir Þór Guð- jónsson sem birtist í Handbók gefin út af Seðlabankanum 1986, „Vatns er þörf‘ (1990) eftir Sigurjón Rist og „Fallvötn og landbrot“ (1991) rit sem Náttúruvemdar- ráð og sex aðrar ríkisstofnanir stóðu að. Fyrir mörgum ámm var þáttaröð í útvarpi, sem nefndist „Ámar okkar“. Að síðustu má nefna Landssamband stangaveiðifélaga, sem hefúr staðið fyrir útgáfu á veggspjöldum og öðm prentuðu efni á opinberum vettvangi, eins og lím- miða um bann við laxveiði í sjó í sam- vinnu við Landssamband veiðifélaga og Veiðimálastofnun. 56 VEIÐIMAÐURINN

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.