Veiðimaðurinn - 01.06.1993, Page 66

Veiðimaðurinn - 01.06.1993, Page 66
Heim úr hafi Komi einhverju sinni sá tími, að laxinn snýr ekki aftur, veit maðurinn, að honum hefur mistekist enn einu sinni, og færst nær því að hverfa endanlega. Roderick Haig-Brown, rithöfundur Villtir laxastofnar í löndum við Norður Atlantshafið eru nú taldir vera um 10% af því, sem þeir voru fyrir 300 árum og innan við 3% af því, sem þeir voru við landnám Islands. Við höfðum til virðingar íslendinga fyrir íslenskri náttúru, hvar sem þeir búa á landinu, og biðjum þá að veita villta laxinum fullt frelsi til að leita í heimaárnar, og hafbeitarlaxinum heim af afréttinum. ísland bannaði laxveiðar í sjó fyrir 60 árum og hefur á alþjóðavettvangi verið forystuafl á sviði verndunar og laxastjórnunar með aðgerðum gegn úthafsveiðum á laxi. Með þessa vitneskju í huga er það metnaðarmál, að Islendingar sjálfir stundi ekki ólöglegar laxveiðar í sjó. AT/ Verðum fyrirmynd annarra þjóða í þessu efni sem öðrum, er snerta umhverfisvernd. ^ON ^ NORÐURATLANTSHAFS LAXSJÓÐURINN alþjóðleg verndunarsamtök með aðsetur á íslandi Eiður Guðnason Umhverfisráðherra Halldor Blondal Landbúnaðarráðherra 64 VEIÐIMAÐURINN

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.