Veiðimaðurinn - 01.06.1993, Side 72
til bæði fjöldi seiða sem nær gönguþroska
og gengur til sjávar og ekki síður afföll
þeirra í sjó en talið er að þau séu mest á
fyrstu vikum sjávardvalar.
Heldur færri silungar voru skráðir í
veiðinni 1992 en var 1991. Það ár varð
mikil aukning í silungsveiði sem að
miklum hluta mátti rekja til bættrar
skráningar og aukinnar ástundunar sil-
ungsveiði. Silungsveiði í ám virðist heldur
minnka þegar laxveiði er mikil. Þrátt fyrir
bætta skráningu silungsveiði er enn
talsvert í land með að öll silungsveiði sé
skráð og er það eitt af þeim framtíðar-
verkefnum sem þarf að vinnast í samvinnu
við veiðimenn og veiðiréttarhafa.
Hér skal ítrekað að ef veiðiréttarhafar
skrá númer á veiðistaði fæst skipting
veiðinnar eftir veiðistöðum við úrvinnslu
hverrar veiðiár.
Þeir sem skráningu veiði annast eru
minntir á að skila veiðiskýrslum til
úrvinnslu strax að loknum veiðitíma.
Veiðibækur þurfa að hafa borist Veiði-
málastofnun í síðasta lagi 1. desember.
ÞAKKARORÐ
Sigurður Már Einarsson safnaði
netaveiðiskýrslum á Vesturlandi og
Magnús Jóhannsson á Suðurlandi. Stefán
Eiríkur Stefánsson safnaði tölum um
hafbeit. Ingi Rúnar Jónsson aðstoðaði við
töflu og myndagerð.
Ofantöldum aðilum kunnum við bestu
þakkir. Síðast en ekki síst ber að þakka
hinum fjölmörgu veiðiréttareigendum,
leigutökum og veiðimönnum sem önn-
uðust skráningu veiðinnar.
HEIMILDIR
Friðjón Már Viðarsson og Sigurður Guðjónsson 1993.
Hlutdeild eldislaxa í ám á SV- homi landsins samkvæmt
hreisturlestri 1992. Skýrsla Veiðimálastofhunar VMST-
R/93015.
Guðni Guðbergsson og Einar Hannesson 1987. Laxveiðin
1986. Skýrsla Veiðimálastofnunar, VMST-R/87014.
Guðni Guðbergsson 1988. Laxveiðin 1987. Skýrsla
Veiðimálastoíhunar, VMST-R/88026.
Guðni Guðbergsson 1989. Laxveiðin 1988. Skýrsla
Veiðimálastolhunar, VMST-R/89019.
Guðni Guðbergsson 1990. Laxveiðin 1989. Skýrsla
Veiðimálastofnunar, VMST-R/90016.
Guðni Guðbergsson 1991. Laxveiðin 1990. Skýrsla
Veiðimálastofhunar, VMST-R/91017.
Guðni Guðbergsson og Friðþjófur Amason 1992.
Laxveiðin 1991. Skýrsla Veiðimálastofhunar, VMST-
R/92012.
Stefán Eiríkur Stefánsson 1993. Framleiðsla í íslensku
fiskeldi árið 1992. VMST-R/93006.
Þór Guðjónsson 1986. Exploitation of Atlantic Salmon in
Iceland. í: Atlantic Salmon: Planning for the future.
(ritstj.) Derik Mills og David Piggins.
Þórólfur Antonsson og Sigurður Guðjónsson 1993.
Rannsóknir á fiskistofnum vatnasviðs Elliðaánna 1992.
Veiðimálastofhun skýrsla, VMST-R/93014X.
oaiwa
Kasthjól
Fluguhjól
Einkaumboð
Eyfjörð
Hjalteyrargata 4
Akureyri
S 96-22275
70
VEIÐIMAÐURINN