Fréttablaðið - 14.03.2023, Qupperneq 12
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is
FRÉTTASTJÓRI: Lovísa Arnardóttir lovisa@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út fimm daga í viku og hægt er að nálgast það ókeypis á 120 fjölförnum stöðum á höfuðborgarsvæðinu, á Suðurnesjum, Árborg, Ölfusi, Akranesi, Borgarnesi,
Akureyri og víðar. Að auki er blaðið aðgengilegt í pdf-formi og í appi. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101
Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is. VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is MARKAÐURINN: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is
MENNING: Þorvaldur S. Helgason tsh@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
HALLDÓR
FRÁ DEGI TIL DAGS
Ef það er
10% verð-
bólga en
fjárfram-
lög eru
aukin um
5% er það
alla jafna
skerðing á
fjárfram-
lögum.
Björk
Eiðsdóttir
bjork
@frettabladid.is
Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2023 á
að koma út eftir 2 vikur, ef allt gengur tímanlega. Þar
verður sennilega margt forvitnilegt að finna, en í ljósi
sögunnar ættum við að geta spáð fyrir um ýmsa þætti
áætlunarinnar. Til að mynda ætla ég að spá því að þar
verði ríkisútgjöld aukin að einhverju leyti. Ráðherrar
munu stæra sig af stórauknum framlögum, að aldrei
hafi verið settur jafn mikill peningur í heilbrigðisþjón-
ustu og menntakerfið og svo framvegis og framvegis.
Samt sem áður verða þessar útgjaldaaukningar
sennilega innihaldslausar. Í fyrsta lagi vegna þess að
það er óvíst að þessi áætlun standist yfir höfuð vegna
efnahagsástandsins, og í öðru lagi vegna þess að nema
að aukningarnar haldi í við og fari umfram verðbólgu
ársins í ár og þess næsta kemur allt út á núlli í besta
falli eða í mínus í versta falli. Íslenska krónan verður
verðlausari með hverju árinu sem líður og þá þarf hærri
krónutölu til þess að kaupa sömu vörur og þjónustu.
Síðasta þjóðhagsspá gerði ráð fyrir 1,8% hagvexti á
árinu 2023 og 2,5% hagvexti árið 2024, en hann mældist
nokkuð hærri árið á undan, 2022, eða 6,4%. Það mun
hækka öll útgjöld ríkisins, sem er nokkuð undarlegt.
Verðbólga átti að verða 5,6% á árinu og 3,5% á næsta,
sem er ólíklegt að standist – í ljósi þess að verðbólga
mælist nú 10,2%. Það mun auka ríkisútgjöld í krónum
talið, sem er eðlilegt.
En það þýðir ekki aukin útgjöld í verðmætum talið.
Ef það er 10% verðbólga en fjárframlög eru aukin um
5% er það alla jafna skerðing á fjárframlögum – þegar
litið er á stóru myndina, að minnsta kosti. Svo er tals-
vert flóknara að meta hvar og hvernig fjárframlög rík-
isins aukast eða hjaðna – því það eru ekki allir útgjalda-
liðir háðir verðbólgu. Stór hluti er til að mynda háður
launaþróun. Í því ljósi er vert að merkja að nú þegar
hafa talsmenn verkalýðsfélaga lýst því yfir að forsendur
þeirra kjarasamninga sem gerðir voru í desember 2022
séu í raun brostnar; að í rauninni sé um kjaraskerðingu
að ræða í ljósi verðbólgunnar.
Við sjáum hvað setur þegar fjármálaáætlun birtist
– en þegar hún verður kynnt þurfum við að passa að
leyfa yfirlýsingaglöðum ráðherrum að selja okkur hana
ekki dýrar en þeir keyptu hana. Það eru allar líkur á að
þeir hafi fengið hana á slikk. n
Sel ekki dýrar en keypti
Björn Leví
Gunnarsson
þingmaður Pírata
benediktboas@frettabladid.is
gar@frettabladid.is
Múlbundnir ríkisstarfsmenn
Gary Lineker, þáttarstjórnandi
á BBC, hefur gagnrýnt bresk
stjórnvöld harðlega á samfélags-
miðlum og neitað að biðjast
afsökunar á að hafa líkt flótta-
mannastefnu stjórnvalda við
stefnu Þýskalands árið 1930.
Hann var settur til hliðar fyrir og
stýrði ekki vinsælasta fótbolta-
þætti heims um helgina. Fannst
mörgum það skrýtið enda
England ekki Norður-Kórea
eða Kína. Ekki er þó langt síðan
Helgi Seljan, sem þá starfaði hjá
RÚV, var skammaður fyrir sína
notkun á samfélagsmiðlum.
Starfsfólk RÚV er nefnilega líka
múlbundið á samfélagsmiðlum.
Svipleg örlög
Katrín Jakobsdóttir hefur í
fimm ár veitt ríkisstjórn Íslands
forstöðu. Á þeim tíma hefur
ýmislegt borið til tíðinda. Covid
lék þjóðina og fjárhirslur ríkisins
grátt og Rússar réðust inn í
Úkraínu með tilheyrandi áhrif-
um á efnahagskerfi heimsins.
Þó hafa umsvif hér aukist ásamt
því að vistvæn orkuframleiðsla
hér innanlands fer aðallega til
þungaiðnaðar. Af þeim sökum
hefur innflutningur á mengandi
olíu til landsins aldrei verið
meiri. Sem eru svipleg örlög
fyrir hinn græna framboðsflokk
forsætisráðherrans. Og þrátt
fyrir göfug markmið íslenskra
stjórnvalda í loftslagsmálum
virðist síst þokast í rétta átt í
þeim efnum. n
Kynntu þér
dreifingu
Fréttablaðsins
Skannaðu kóðann í
snjalltækinu þínu
Nánari upplýsingar
www.frettabladid.is/stodsidur/dreifing
Í gær, 13. mars, voru fjörutíu ár liðin frá
stofnfundi Kvennalistans. Fjórir áratugir
virðast bæði stuttur og langur tími. Langur
í ljósi þeirra miklu breytinga sem orðið
hafa á samfélagi okkar – en stuttur þegar
rætt er við þær konur sem að stofnun Kvenna-
hreyfingar og Kvennalista komu, sem ég gerði
við vinnslu greinar fyrir helgarblað Frétta-
blaðsins.
Eftir fjögurra áratuga baráttu vita þessar
konur að henni er ekki lokið – en hún hefur
breyst. Kvennalistakonur bentu á sínum tíma
á hrópandi misrétti launa, erfiðar aðstæður
kvenna á vinnumarkaði, fá leikskólapláss og
ósýnileika kvenna í stjórnmálum.
Þær höfðu sannarlega tölulegar staðreyndir
máli sínu til stuðnings, en nú liggur munurinn
meira í menningarbundnum þáttum sem geta
verið duldari.
Konur hafa fyrir margt löngu til jafns við karla
fyllt störf á vinnumarkaði þó enn greinist óleið-
réttur launamunur kynjanna rúm 10 prósent.
Ein helsta skýring launamunar kynjanna er
kynbundin skipting í störf en einnig eru karlar
oftar í hæsta launastigi og vinna fleiri yfir-
vinnustundir. Á meðan enn er munur á launum
kynjanna reynist mörgum erfitt að nýta sér
fæðingarorlof sem skipta skal jafnt á milli for-
eldra, að fullu, enda laun skert á meðan á orlofi
stendur. Eins getur einhleyp móðir sem á barns-
föður á lífi ekki nýtt hlut föður þó að framlags
hans njóti ekki við.
Um fjörutíu prósent hjónabanda á Íslandi
enda með skilnaði og eru sambúðarslit þá ekki
talin með. Í meirihluta skilnaða færast lögheim-
ili barna til móður og það er enn samþykktara
að faðir sé vanvirkur eða fjarverandi í uppeldi
barna sinna en móðir.
Tilkynningum um ofbeldi í nánum sambönd-
um fjölgaði um tæplega 13 prósent fyrstu sex
mánuði liðins árs, samanborið við árin á undan.
Í um 80 prósentum tilfella er árásaraðilinn karl
og í tæplega 80 prósentum tilfella er brotaþolinn
kona.
MeToo-bylgjan hefur heldur betur varpað
ljósi á meinsemd sem lengi hefur grasserað í
skjóli þagnar, kynferðislega áreitni og ofbeldi
þar sem konur eru oftar en ekki þolendur.
Svo er það álagið á heimilinu, þriðja vaktin:
yfirsýn og ábyrgð á skipulagi fjölskyldulífsins,
ósýnilegu verkefnin sem ansi víða eru enn á
herðum kvenna, sem auka á streitu enda varla
að ástæðulausu að meirihluti þeirra sem leita
til starfsendurhæfingarsjóðsins VIRK séu
konur.
Meirihluti þeirra sem útskrifast úr háskóla
eru konur. Það er að mörgu leyti dæmi um frá-
bæran árangur baráttu undanfarinna ára – en
það er bara ekki nóg. n
Ekki komið nóg
Meirihluti
þeirra sem
útskrifast
úr háskóla
eru konur.
Það er að
mörgu
leyti dæmi
um frábær-
an árangur
baráttu
undan-
farinna ára
– en það er
bara ekki
nóg.
12 SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 14. MARS 2023
ÞRIÐJUDAGUR