Fréttablaðið - 14.03.2023, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 14.03.2023, Blaðsíða 16
Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Guðmundur Hilmarsson, gummih@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is, s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf. Ábyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. Aþena Þölll er alin upp í Hafnarfirði og lærir nú bakstur hjá Gulla bakara sem getið hefur sér gott orð fyrir gómsætar kökur. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Kokkalandsliðið með Aþenu sem aðstoðarmann stóð sig vel í Lúxemborg í desember og náði sjötta sætinu. Boltastelpa sem ætlaði sér alla leið í knatt- spyrnu. Elín Albertsdóttir elin @frettabladid.is Aþena Þöll er aldamótabarn, fædd árið 2000. Hún byrjaði ung að spila fótbolta með FH og lék með liðinu til sextán ára aldurs þegar hún færði sig yfir til Hauka en síðan lá leiðin á Álftanesið. Í stað þess að fara alla leið í íslenska kvenna- landsliðið helgaði hún kokkalands- liðinu krafta sína sem aðstoðar- maður. Hún hefur aðstoðað landsliðið á nokkrum mótum, nú síðast á heimsmeistaramótinu í matreiðslu í Lúxemborg í desember þar sem liðið hafnaði í sjötta sæti. Hún stefnir á að fylgja landsliðinu alla leið á Ólympíuleikana í Stutt- gart sem haldnir verða í febrúar 2024 og er undirbúningur þegar hafinn. Aþena Þöll er yngsti með- limur landsliðsins. Ætlaði í arkitektúr Það var fyrir einskæra tilviljun að Aþena hóf nám í matreiðslu. Hún var nemandi í Tækniskólanum og hugðist stefna á nám í innanhúss- arkitektúr. Meðfram náminu réð hún sig til starfa hjá veitingahúsinu Fiskfélaginu. Þar uppgötvaði hún kokkaheiminn og féll gjörsamlega fyrir honum. „Það var allt skemmti- legt við þetta starf,“ segir hún. „Mig langaði rosalega mikið að verða einn af kokkunum í eldhúsinu og elda mat. Það hafði ekki verið plan hjá mér áður,“ segir hún. Aþena komst fljótt á samning hjá Fiskfélaginu og hefur klárað námið með glæsibrag. „Mig hefur lengi langað til að læra að verða bakari og var alltaf að baka kökur þegar ég var yngri á milli þess sem ég spilaði fótbolta. Þetta tvennt átti hug minn allan. Ég lauk matreiðslunáminu síðastliðið vor en ákvað fyrir stuttu að slá til og láta gamla bakara- drauminn rætast,“ segir hún en Aþena fékk samning hjá Gunnlaugi Arnari Ingasyni bakara sem rekur bakaríið Hjá Gulla í Hafnarfirði. Aþena Þöll er Hafnfirðingur og af mikilli Gaflarafjölskyldu en afi hennar er Þórarinn Jón Magnússon, fyrrverandi ritstjóri og eigandi Samútgáfunnar. Þurfti að velja á milli Aþena þurfti að velja á milli fótbolt- ans og kokkastarfsins því það fór ekki vel saman. „Það er mikil kvöld- og helgarvinna á veitingahúsum sem er sami tími og í boltanum. Mig langar samt mikið að halda áfram í boltanum og vona að ég geti spilað eitthvað með bakaranáminu í sumar. Ég sakna boltans mikið,“ segir hún. „Ég er komin með góðan grunn fyrir bakaranámið og þarf einungis að taka tvö ár í verklegu námi og tvær annir í bóklegu. Það er nokkuð mikill munur að vinna í bakaríi eða á veitingastað. Hvað ég geri síðan er óvíst en hugurinn stefnir til útlanda að læra konditori, til dæmis í Danmörku,“ segir þessi metnaðargjarna stúlka en henni finnst mjög gaman að útbúa eftir- rétti. „Mér finnst reyndar öll vinna í eldhúsi vera mjög skemmtileg.“ Starf matreiðslumanns var lengi vel karllægt starf en það hefur breyst mikið undanfarin ár enda hefur konum fjölgað ört í stétt- inni. Aþena segir að sér hafi alltaf verið mjög vel tekið á Fiskfélaginu. Staðurinn er þekktastur fyrir sjávarrétti og sushi en býður einnig upp á ýmsa kjötrétti. Aþena segist hafa verið mikið í að gera sushi sem henni þykir virkilega gaman að gera. Aþena er morgunkona og kvíðir því ekki að vakna nánast um miðja nótt til að fara í vinnu og baka brauð og kökur. „Ég hef unnið á mismunandi vinnutíma og allt venst þetta,“ segir hún en mikið hefur verið að gera hjá Aþenu á undanförnum árum. „Ég er mikil fjölskyldumanneskja, vil bara Marsípankaka með saltkaramellu 200 g smjör 4 egg 200 g marsípan 120 g púðursykur 80 g sykur 20 g hveiti 100 g möndlumjöl Best væri að nota matvinnsluvél en hrærivél virkar líka. Stillið ofninn á 180°C. Skerið marsípan í bita og blandið saman við möndlumjölið þar til marsípan er ekki lengur í bitum. Öllu þurrefni er bætt við og blandað saman við. Bræðið smjörið og bætið við. Loks fara eggin út í, eitt í einu, og hrært á milli. Smyrjið formið sem þið ætlið að nota. Deigið ætti ekki að vera hærra en um 2 cm. Bakið kökuna í 30 mínútur. Saltkaramella 200 g sykur 50 g vatn 150 g rjómi 70 g smjör 2 tsk. gróft salt Sykur og vatn er sett saman í pott, passa að vatnið hylji allan sykurinn. Potturinn fer svo á hæsta hita. Gott er að reyna sleppa því að hræra í sykrinum. Meðan sykur og vatn karamellast er gott að sigta rjóma og smjör sitt í hvora skálina. Þegar sykurinn er orðinn að karamellu eða næstum brúnn er rjómanum bætt við og tekið af hitanum. Notið sleikju til að blanda rjómanum saman við. Smjörinu er bætt við ásamt saltinu, byrjið á einni teskeið og smakkað, ef þið viljið meira saltbragð þá bætið við teskeið af saltinu. Karamellan fer ofan á marsípankökuna. Toppað með ristuðum möndluflögum og flórsykri. Marsípankökuna má bera fram volga og kara- melluna líka. Hægt er að bera kökuna fram með rjóma, ís, berjum eða hverju því sem ykkur dettur í hug. Ég er komin með góðan grunn fyrir bakaranámið og þarf einungis að taka tvö ár í verklegu námi og tvær annir í bóklegu. Aþena Þöll Gunnarsdóttir hanga heima með fjölskyldunni þegar ég er í fríi enda er samheldnin mikil. Ég fer þó alltaf í ræktina,“ bætir hún við. Eftirréttur ársins Aþena ætlar að gefa lesendum uppskrift að marsipantertu með saltkaramellu sem hún segir að sé mjög einfalt að gera. „Þetta er kaka sem allir geta gert og hægt að bera fram við hvaða tækifæri sem er, upplögð um páskana eða á fermingarborðið,“ segir hún. „Ég gerði þessa köku þegar ég tók þátt í keppninni Eftirréttur ársins 2018 og hlaut þriðja sætið. Það var fyrsta keppnin sem ég tók þátt í sem kokkanemi. Ég stefni á að taka aftur þátt í þessari keppni á næsta ári og líka Köku ársins,“ segir Aþena sem er alveg með metnaðinn í lagi. n 2 kynningarblað A L LT 14. mars 2023 ÞRIÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.