Fréttablaðið - 14.03.2023, Síða 21

Fréttablaðið - 14.03.2023, Síða 21
Ég var mjög svekktur út í hugarfar Alberts í síðasta glugga. Arnar Þór Viðarsson, í september 2022 Arnar Þór Viðarsson, lands- liðsþjálfari Íslands í knatt- spyrnu, hefur rétt fram sáttarhönd í deilum við Albert Guðmundsson, leikmann Genoa. Þetta herma öruggar heimildir Fréttablaðsins en nýr landsliðshópur verður kynntur á morgun. hordur@frettabladid.is. FÓTBOLTI Albert Guðmundsson sem leikur í næstefstu deild á Ítalíu gæti komið aftur inn í landsliðs- hóp Íslands í knattspyrnu. Forsaga málsins er sú að síðasta haust ákvað Arnar Þór að hætta að velja Albert í landsliðshópinn. Sagði hann sókn- armanninn hafa sýnt slæmt hugar- far í verkefnum á undan og að hann ætti ekki skilið sæti í hópnum á meðan hann væri ekki til í að leggja sig allan fram, sama í hvaða hlut- verki hann væri. Frá þeim tíma sem Arnar tók þessa ákvörðun höfðu engin sam- skipti átt sér stað á milli þeirra fyrr en á dögunum. Samkvæmt öruggum heimildum hafði Arnar Þór frumkvæðið og hringdi í Albert sem spilað hefur frábærlega síð- ustu vikur á Ítalíu. Kannaði Arnar hug leikmannsins til mögulegrar endurkomu í landsliðshópinn fyrir leiki gegn Bosníu og Liechtenstein í undankeppni Evrópumótsins. Miðað við fyrri orð Arnars er mögu- leg endurkoma Alberts á þeim for- sendum að hann sé reiðubúinn að leggja sig allan fram, sama hvort hann sé í byrjunarliðinu eða á vara- mannabekknum. Arnar tekur lík- lega endanlega ákvörðun í dag um hvort hann velji Albert í 23 manna leikmannahóp sinn. Albert í góðu formi Sóknarmaðurinn spilar í næstefstu deild á Ítalíu með Genoa en hann hefur verið í herbúðum félagsins í rúmt ár. Genoa er í harðri baráttu um að komast upp í efstu deild og situr um þessar mundir í öðru sæti deildarinnar. Albert hefur á þessu tímabili spilað 29 leiki og skorað í þeim níu mörk og lagt upp fimm. Hann hefur því komið að marki að meðaltali á 154 mínútna fresti. Sóknarmaðurinn hefur fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína og reyndu félög í efstu deild á Ítalíu að kaupa hann frá Genoa í janúar. Albert, sem er fæddur árið 1997, hefur spilað 33 A-landsleiki en honum hefur þó mistekist að verða algjör lykilmaður í liðinu. Albert hefur í heildina skorað sex mörk fyrir landsliðið en þrjú af þeim mörkum komu í leik gegn Indó- nesíu þar sem fólk þar í landi fékk að velja í liðið, tvö mörk komu gegn Liechtenstein og eitt gegn Ísrael. Þessi hæfileikaríki leikmaður hefur því aðeins skorað í þremur lands- leikjum. Albert hefur hins vegar Arnar Þór tók upp símann og hringdi í Albert Arnar Þór virðist ætla að reyna að ná sáttum við Albert Guð- mundsson eftir að hafa hent honum úr lands- liðshópnum síðasta haust. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK aldrei spilað betri fótbolta en núna og ákveði Arnar Þór Viðarsson að velja hann aftur gæti hann komið inn með mikið sjálfstraust og reynst sterkt vopn þegar ný undankeppni fer af stað. Hverjir verða í hópnum? Ef Albert Guðmundsson verður í hópnum yrðu það stærstu tíðindin en f leiri endurkomur eru í kort- unum. Eftir meiðsli hefur Alfreð Finnbogason náð vopnum sínum og hefur spilað vel með Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni. Allar líkur eru á því að hann verði í hópi Arn- ars sem kynntur verður á morgun. Óvissa er í kringum Birki Bjarna- son sem ekki hefur spilað í rúman mánuð með Adana Demirspor í Tyrklandi. Birkir hefur ekki verið í leikmannahóp liðsins í síðustu leikjum eftir að stór jarðskjálfti reið yfir landið. Hann hefur sést æfa í Noregi undanfarið, Birkir hefur verið í litlu hlutverki hjá Adana á þessu tímabili og aðeins byrjað tvo deildarleiki af þeim 24 sem búnir eru. Birkir er leikjahæsti leikmaður í sögu Íslands. n Tímalína málsins Júní 2022 Í verkefni landsliðsins síðasta sumar fara að heyrast sögur úr herbúðum liðsins um að ósætti sé milli þjálfara- teymisins og Alberts. Hann er sakaður um leti á æfingum og spilatími hans í verkefninu er miklu minni en í verkefnum á undan. Út á við neitar Arnar Þór því að nokkuð sé að en síðar átti eftir að koma á daginn að sögurnar voru á rökum reistar. September 2022 Arnar Þór tilkynnir landsliðs- hóp fyrir komandi verkefni og Albert er settur út úr hópn- um. Þjálfarinn segist ekki velja leikmenn sem leggja sig ekki fram. „Ég var mjög svekktur út í hugarfar Alberts í síðasta glugga. Það er mikill heiður að vera valinn í landsliðið og menn þurfa að vera 100% með, eða ekki. Þetta er ákvörðun sem ég tek fyrir þennan glugga en ég loka ekki neinu í framtíðinni. Þegar Albert er tilbúinn að vinna innan þess ramma sem ég set þá er pláss fyrir hæfileikaríka menn eins og hann,“ sagði Arnar Þór þá. Nóvember 2022 Aftur velur Arnar Þór lands- liðshóp og Albert er ekki í hópnum, hann lætur hafa eftir sér að honum þætti eðlilegra að frumkvæðið að endurkomu væri hjá Albert. Arnar útilokar þó ekki að eiga frumkvæðið sjálfur en ítrekar að möguleg endurkoma verði að vera á forsendum þjálfarans og með hag liðsins í fyrirrúmi. Mars 2023 Arnar Þór tekur upp símann og hringir til Alberts á Ítalíu, rætt er um stöðu mála og það kemur í ljós á morgun hvort þessi sáttafundur í gegnum síma hafi borið árangur. Arnar Þór Viðarsson mun á morg- un opinbera nýjan landsliðshóp sinn fyrir komandi verkefni í und- ankeppni Evrópumótsins. Undan- keppnin fer öll fram á þessu ári og í boði er farmiði á lokamótið sem fram fer í Þýskalandi sumarið 2024. Eins og fram kemur hér að ofan hefur Arnar Þór opnað dyrnar fyrir endurkomu Alberts Guðmunds- sonar. Mál Alberts hefur fengið mikla umfjöllun síðustu mánuði eftir að Arnar Þór sagði hugarfar Alberts ekki nógu gott og sökum þess ætti hann ekki skilið sæti í landsliðshópnum. Hvort Arnari hafi tekist að bera klæði á vopnin og fá Albert til að breyta hugarfari sínu gagnvart landsliðinu kemur í ljós á morgun. Miðsvæðið er líklega stærsti hausverkurinn fyrir Arnar Þór farandi inn í þetta verkefni. Birkir Bjarnason hefur ekki spilað í rúman mánuði í Tyrklandi og er því ekki í góðri leikæfingu, Birkir verður 35 ára gamall innan tíðar en hann er leikjahæsti leikmaður í sögu landsliðsins. Aron Einar Gunnarsson er í leikbanni í fyrsta leiknum gegn Bosníu og þá hefur Ísak Bergmann Jóhannesson fengið Staða lykilmanna á miðsvæðinu áhyggjuefni Hörður Snævar Jónsson hordur @frettabladid.is UTAN VALLAR | fá tækifæri hjá FC Kaupmannahöfn á undanförnum vikum. Fróðlegt verður að heyra svör Arnars um það hvernig leysa skal málin á mið- svæðinu. Elías Rafn Ólafsson, markvörður FC Midtjylland í Danmörku, spilar ekkert þessa dagana. Elías var fyrsti kostur Arnars í markið framan af en meiddist og hefur ekki náð að koma sér aftur í liðið í Danmörku. Allar líkur eru á því að Rúnar Alex Rúnarsson verði maðurinn sem Arnar treystir á áfram enda hefur hann spilað mjög vel í Tyrklandi á þessu tímabili. Íslenska landsliðið vantaði á síð- asta ári afgerandi markaskorara, Alfreð Finnbogason ætti að geta leyst það vandamál en marka- maskínan er komin á fulla ferð með Lyngby í Danmörku eftir meiðsli. Munar um minna fyrir íslenska liðið. Fyrir utan Birki Bjarnason eru allir aðrir lykilmenn liðsins á mjög góðum stað og hafa spilað mikið og vel síðustu vikurnar. Miði á Evr- ópumótið í Þýskalandi er ekki svo fjarlægur draumur ef liðið fer vel af stað í næstu viku en fyrsti leikurinn gegn Bosníu er ansi mikilvægur. n FRÉTTABLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR 1714. MARS 2023 ÞRIÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.