Gerðir kirkjuþings - 2021, Blaðsíða 16
16 17
1. mál kirkjuþings 2021-2022
Flutt af kirkjuráði
Skýrsla kirkjuráðs
Fundir kirkjuráðs hefjast alltaf á ritningarlestri og bæn. Kirkjuráðsfulltrúar minna sig
á í hvers nafni þeir starfa og hafa í huga orð postulans: „Verið með sama hugarfari sem
Kristur Jesús var“ Fil. 2:5. Fundurinn er falinn Jesú sem sagði: „Biðjið og yður mun
gefast, leitið og þér munuð finna, knýið á og fyrir yður mun upp lokið verða. Því að hver
sá öðlast sem biður, sá finnur sem leitar, og fyrir þeim sem á knýr mun upp lokið verða“
Matt. 7:7-8.
Inngangur.
Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, er forseti kirkjuráðs. Auk biskups sitja í ráðinu
fjórir fulltrúar kjörnir af kirkjuþingi til fjögurra ára, tveir leikmenn og tveir guðfræðingar.
Kjörnir fulltrúar í kirkjuráði eru sr. Arna Grétarsdóttir, sóknarprestur á Reynivöllum,
Kjalarnesprófastsdæmi, sr. Axel Árnason Njarðvík, héraðsprestur í Suðurprófastsdæmi,
Stefán Magnússon, bóndi í Fagraskógi, Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi og Svana
Helen Björnsdóttir, verkfræðingur og doktorsnemi við Háskólann í Reykjavík, Reykja-
víkur prófastsdæmi vestra. Varamenn eru Anna Guðrún Sigurvinsdóttir, verkefnastjóri
hjá Brimi hf., Berglind Hönnudóttir, starfsmaður í Austurlands prófastsdæmi, sr. Guðrún
Karls Helgudóttir, sóknarprestur í Grafarvogskirkju og sr. Hreinn Hákonarson, sér-
þjónustu prestur á Biskupsstofu. Kjörtímabili þess kirkjuráðs sem nú situr lýkur í lok
kirkjuþings 2022 en það var kosið á kirkjuþingi 2018.
Starfsemi kirkjuráðs.
Almennt.
Störf kirkjuráðs hafa byggt á lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar nr.
78/1997, með síðari breytingum, svo og starfsreglum um kirkjuráð, nr. 817/2000, með
síðari breytingum. Ný lög um þjóðkirkjuna, sem samþykkt voru 25. júní 2021 og tóku
gildi 1. júlí sl., eru þó mun styttri og einfaldari en eldra regluverk en þar er ekki lengur
fjallað um kirkjuráð heldur gengið út frá því að þjóðkirkjan ráði að mestu sínum málum
og setji starfsreglur.
Kirkjuráð hefur farið með framkvæmd sameiginlegra málefna þjóðkirkjunnar, þar
á meðal verkefna sem lög og stjórnvaldsreglur ætla því og erinda sem vísað er til þess,
m.a. af hálfu kirkjuþings, prestastefnu, samtökum leikmanna, Alþingis og ráðherra.
Ákvörðunum kirkjulegra stjórnvalda, sem heyra undir lögsögu kirkjuráðs, hefur mátt
skjóta til kirkjuráðs til endanlegrar úrlausnar. Undanskildar eru ákvarðanir úrskurðar- og
áfrýjunarnefnda svo og ákvarðanir biskups er varða agavaldið og lausn ágreiningsefna
svo og um kenningu kirkjunnar. Ákvörðunum kirkjuráðs á framkvæmdasviði kirkjulegrar
stjórnsýslu verður eigi áfrýjað til kirkjuþings en fjalla má um málefnið á kirkjuþingi að
frumkvæði einstakra kirkjuþingsmanna.