Gerðir kirkjuþings - 2021, Page 55
55
Prestur sem settur er til þjónustu tímabundið nýtur ekki kosningarréttar nema í þeim
tilfellum þar sem ekki er skipaður prestur fyrir.
Prestur, sem sinnir aukaþjónustu, nýtur ekki kosningarréttar fyrir það embætti sem
hann sinnir aukaþjónustu í.
Djákni skal vera ráðinn til a.m.k. eins árs eða ótímabundið til að njóta kosningarréttar.
Prestur eða djákni sem látið hefur af þjónustu nýtur ekki kosningarréttar.
4. gr.
Kosningarréttur leikmanna.
Kosningarrétt til kirkjuþings, sem leikmaður, á hver sá sem er:
a. aðal- og varamaður í sóknarnefndum í 1., 2. og 3. kjördæmi, sbr. 2. gr.,
b. aðal- og varamaður í sóknarnefndum í 4., 5., 6., 7., 8. og 9. kjördæmi, sbr. 2. gr.
Þá skulu hafa kosningarrétt allt að 15 fulltrúar úr hverju prestakalli í 1, 2. og 3. kjördæmi,
valdir af sóknarnefnd eða sóknarnefndum, til viðbótar öðrum kjörfulltrúum, sbr. 1. mgr.
5. gr.
Takmörkun á kosningarrétti og kjörgengi.
Biskupar og starfsmenn kirkjuþings og biskupsstofu njóta ekki kosningarréttar né
kjörgengis. Sama gildir um kennara við guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla
Íslands.
6. gr.
Viðmið kosningarréttar.
Miða skal kosningarrétt samkvæmt 3. og 4. gr. við 1. apríl það ár sem kosning fer fram.
7. gr.
Kjörgengi.
Kjörgengur til kirkjuþings er:
a. hver vígður maður sem á kosningarrétt skv. 3. gr.
b. hver leikmaður sem hefur hlotið skírn í nafni heilagrar þrenningar, skráður
er í íslensku þjóðkirkjuna, og hefur náð 18 ára aldri og hefur meðmæli sinnar
sóknarnefndar.
Hver sá sem fullnægir skilyrðum 1. mgr. skal hafa óflekkað mannorð.
Enginn skv. 2. mgr. telst hafa óflekkað mannorð sem hlotið hefur dóm fyrir refsivert
brot og refsing er óskilorðsbundið fangelsi, frá þeim degi sem dómur er upp kveðinn og
þar til afplánun er að fullu lokið.
Kjörgengisskilyrði skulu vera uppfyllt 1. apríl það ár sem kosning fer fram.