Gerðir kirkjuþings - 2021, Blaðsíða 21
21
Kirkjuþing ályktar að farið verði yfir starfsreglur um Fjölskylduþjónustu kirkjunnar.
Kirkjuþing hvetur til að unnið verði úr niðurstöðum úttektar á aðgengi fatlaðra og
hreyfihamlaðra að kirkjum og safnaðarheimilum landsins og farið í framkvæmdir þar
sem við á.
Kirkjuþing fagnar að hugmynd biskups Íslands um Dagsetur fyrir heimilislausar konur
sé að verða að veruleika.
Kirkjuþing þakkar áfangaskýrslu nefndar sem er að semja tillögu að stefnumótun fyrir
kærleiksþjónustu kirkjunnar.
Kirkjuþing þakkar öllu þjóðkirkjufólki framgöngu þess vegna Covid–19 faraldursins.
Kirkjuráð tekur undir framangreind sjónarmið kirkjuþings.
2. mál. Skýrsla um fjármál þjóðkirkjunnar.
Flutt af kirkjuráði.
Kirkjuþing 2020-2021 samþykkir endurskoðaða eftirfarandi ársreikninga:
Ársreikning Kirkjumálasjóðs fyrir árið 2018.
Ársreikning Jöfnunarsjóðs fyrir árið 2018.
Ársreikning þjóðkirkjunnar fyrir árið 2019.
Ársreikning Kristnisjóðs fyrir árið 2019.
Ársreikning Jöfnunarsjóðs sókna fyrir árið 2019.
Enn fremur samþykkir kirkjuþing 2020-2021 fjárhagsáætlun Þjóðkirkjunnar-Biskups-
stofu fyrir árið 2021.
3. mál. Þingsályktun um frumvarp til laga um þjóðkirkjuna.
Málið var samþykkt óbreytt.
4. mál. Tillaga til þingsályktunar um samskipta- og siðareglur þjóðkirkjunnar.
Málinu var frestað til reglulegs kirkjuþings 2021-2022.
5. mál. Starfsreglur um kjaranefnd Þjóðkirkjunnar-Biskupsstofu.
Samþykkt var tillaga að starfsreglum um kjaranefnd Þjóðkirkjunnar-Biskupsstofu en
kjara nefnd hefur eftirfarandi hlutverk: Að gæta hagsmuna Þjóðkirkjunnar-Biskupsstofu
gagn vart samtökum þeirra launþega sem ráðnir eru þar til starfa, sérstaklega að því er varðar
kaup og kjör. Að koma fram sem samningsaðili fyrir hönd Þjóðkirkjunnar-Biskupsstofu
gagn vart stéttarfélögum hlutaðeigandi starfsfólks eða öðrum þeim, sem umboð hafa til slíkrar
samningsgerðar. Að vinna að því að móta starfskjarastefnu Þjóðkirkjunnar-Biskupsstofu.
Eftirtaldir aðilar voru skipaðir í kjaranefnd Þjóðkirkjunnar-Biskupsstofu: Aðalmenn:
Guðrún Zoëga, verkfræðingur, formaður, Anna Mjöll Karlsdóttir, lögfræðingur og Einar
Karl Haraldsson, ráðgjafi. Varamenn: Inga Rún Ólafsdóttir, forstöðumaður kjarasviðs
Samb. ísl. sveitarf., varaformaður, Guðmundur Einarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri
og Gunnar Þór Ágeirsson, löggiltur endurskoðandi.
Auglýsing hefur verið birt í Stjórnartíðindum og starfsreglurnar verið uppfærðar á vef
kirkjunnar, kirkjan.is.