Gerðir kirkjuþings - 2021, Qupperneq 65
65
Við tilnefninguna skal viðkomandi nota almenna innskráningarþjónustu sem kjör-
stjórn ákveður, s.s. rafræn skilríki eða Íslykil Þjóðskrár Íslands og skal hann auðkenna sig
á fullnægjandi hátt áður en hann getur nýtt rétt sinn til að tilnefna.
Kjörstjórn auglýsir á vefsvæði þjóðkirkjunnar og á öðrum fréttamiðlum hvenær til-
nefning hefst og hvenær henni lýkur. Auglýsing skal birt a.m.k. viku áður en tilnefning hefst.
Allar upplýsingar um undirbúning og framkvæmd kosninga skulu vera aðgengilegar á
vefsvæði þjóðkirkjunnar, á rekstrarskrifstofu þjóðkirkjunnar og hjá próföstum.
13. gr.
Afkóðun og talning tilnefninga.
Kjörstjórn skal innan sólarhrings frá því að tilnefningu var lokið, taka saman og telja
tilnefningarnar. Áður en talning hefst skal afkóða tilnefningarnar. Formaður kjörstjórnar
skal varðveita lykil sem notaður er við afkóðunina.
Eftir afkóðun skulu tilnefningarnar taldar og niðurstöður teknar saman í afkóðunar-
og talningarhluta kerfisins.
14. gr.
Niðurstaða tilnefninga.
Þeir þrír einstaklingar sem flestar tilnefningar fá, að teknu tilliti til 3. mgr., eru í kjöri
til biskups Íslands eða vígslubiskups. Ef tveir eða fleiri fá sama fjölda tilnefninga skulu þeir
báðir eða allir vera í kjöri. Séu tilnefndir færri einstaklingar en þrír eru þeir allir í kjöri að
teknu tilliti til 3. mgr.
Kjörstjórn skal strax og niðurstaða úr tilnefningunni er ljós, kanna hvort þeir sem
verða í kjöri, skv. 1. mgr., sbr. 3. mgr., uppfylli skilyrði 1. gr. Telji kjörstjórn að svo sé ekki
skal hlutaðeigandi þegar í stað gert viðvart og honum veittur frestur, eftir því sem tími
og atvik leyfa, til að koma að athugasemdum. Kjörstjórn skal innan sólarhrings frá því að
athugasemdir berast taka afstöðu og tilkynna hlutaðeigandi um þá niðurstöðu.
Vilji viðkomandi ekki una niðurstöðu skv. 2. mgr., getur hann skotið henni til
yfirkjörstjórnar þjóðkirkjunnar, innan sólarhrings frá því að honum var sannanlega
tilkynnt um niðurstöðuna. Skal niðurstaða yfirkjörstjórnar liggja fyrir ekki síðar en
tveimur sólarhringum síðar.
Kjörstjórn skal svo fljótt sem verða má tilkynna þeim einstaklingum sem flestar
tilnefningar fá, sbr. 1. mgr., um niðurstöðuna og leita eftir afstöðu þeirra til tilnefningarinnar.
Ef einhver þeirra gefur ekki kost á sér skal sá sem næstur honum er að tilnefningu taka
sæti hans.
Á vefsvæði þjóðkirkjunnar skal svo fljótt sem verða má, eftir að niðurstaða tilnefninga
er ljós, tilkynna um þá sem verða í kjöri auk þeirra tveggja sem næstir komu að tilnefningu.
15. gr.
Framkvæmd kosninga.
Kosning skal vera rafræn.
Kosning skal fara fram þó að einn sé í kjöri, nema um endurkjör sé að ræða, sbr. 2. mgr. 2. gr.