Gerðir kirkjuþings - 2021, Blaðsíða 8
8 9
með nýjum lögum um þjóðkirkjuna nr. 77/2021 og brottfalli eldri þjóðkirkjulaga frá árinu
1997 frá sama tíma. Auk þess átti sér stað umfangsmikil lagahreinsun úreltra og gamalla
réttarheimilda á sviði kirkjumála. Áður hafði kirkjulöggjöf verið breytt tvívegis eftir
undirritun framangreinds samnings og tóku veigamestu breytingarnar gildi í ársbyrjun
2020. Þá tók kirkjan m.a. við starfsmannamálum sínum og fjármálum og lauk þar með
afskiptum ríkisins af þeim málum. Svonefnd framtíðarnefnd kirkjuþings sem kosin var
á kirkjuþingi árið 2019, vann allar nauðsynlegar breytingar á starfsreglum kirkjuþings,
bæði aðlögun gildandi starfsreglna að nýjum lögum en vann einnig að samningu nýrra
starfsreglna t.d. um fjármál þjóðkirkjunnar. Nefndin lauk störfum árið 2020.
Árið 2018 var samþykkt var ný fræðslustefna, þar sem sérstök áhersla er lögð á
skírnarfræðslu og einnig persónuverndarstefna, svo og stefna um aðgerðir gegn einelti,
kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni, ofbeldi og um meðferð kynferðisbrota innan
þjóðkirkjunnar. Þá var ný jafnréttisstefna samþykkt á kirkjuþingi 2019 og endurskoðuð
fasteignastefna árið 2020.
Umhverfismál
Kirkjuþing hefur látið umhverfismál til sín taka og hafa verið samþykkar ýmsar ályktanir á
því sviði á starfstíma þingsins, auk þess sem sérstök áhersla er á fræðslu um umhverfismál
í fyrrnefndri fræðslustefnu.
Ný úthlutunarnefnd styrkja og kjaranefnd þjóðkirkjunnar
Sett var á laggirnar sérstök úthlutunarnefnd kirkjunnar árið 2020 sem hefur tekið við því
hlutverki sem kirkjuráð hafði áður að annast um úthlutanir til sókna (áður Jöfnunarsjóður
sókna) og verkefna sem Kristnisjóður hafði áður styrkt.
Enn fremur var stofnsett sama ár kjaranefnd þjóðkirkjunnar sem annast viðræður við þau
stéttarfélög sem gæta hagsmuna starfsmanna þjóðkirkjunnar. Gengið var frá kjarasamningi
milli þjóðkirkjunnar og Prestafélags Íslands 21. júní 2021 (sólstöðusamningurinn).
Ný stjórnskipan yfirstjórnar kirkjunnar
Aukakirkjuþing 2021 samþykkti á grundvelli nýrra þjóðkirkjulaga ályktun um stjórnskipan
kirkjustjórnarinnar. Yfirstjórn kirkjunnar er skipt upp í tvö ábyrgðarsvið sem starfi
náið saman. Biskup gætir einingar kirkjunnar, hefur tilsjón með kristnihaldi, kenningu
kirkjunnar og vígðri þjónustu og ber ábyrgð á öllu því er lýtur að þessari grunnþjónustu
þjóðkirkjunnar. Kirkjuþing kýs framkvæmdanefnd úr röðum kirkjuþingsfulltrúa sem
hefur í umboði kirkjuþings eftirlit með fjárhag og rekstri þjóðkirkjunnar og fylgir eftir
ákvörðunum og áætlunum samþykktum af kirkjuþingi. Starfrækt skal rekstrarskrifstofa
þjóðkirkjunnar í umboði kirkjuþings. Framkvæmdastjóri rekstrarskrifstofu þjóð-
kirkjunnar, ráðinn af fram kvæmdanefnd í umboði kirkjuþings, heyrir undir nefndina og
fylgir eftir lögbundnu hlutverki kirkjuþings að því er varðar fjárstjórn, stefnumótun í rekstri
og áætlanagerð. Rekstrarskrifstofa sinnir jafnframt allri almennri þjónustu við yfirstjórn
þjóðkirkjunnar sem og við starfseiningar á ábyrgðarsviði biskups, eftir því sem við á í
samræmi við þau verkefni og sérfræðiþekkingu sem er innan vébanda skrifstofunnar.