Gerðir kirkjuþings - 2021, Blaðsíða 134
134 135
35. mál 2021-2022
Flutt af biskupi Íslands
Þingsályktun
um Vímuvarnarstefnu þjóðkirkjunnar.
Kirkjuþing 2021-2022 samþykkir eftirfarandi Vímuvarnastefnu þjóðkirkjunnar:
V Í M U V A R N A R S T E F N A.
Vímuvarnarstefna þjóðkirkjunnar var fyrst sett fram árið 1996, endurskoðuð árið 2011
og er nú endurskoðuð aftur árið 2020 fyrir mars 2021.
Stefnan er hér sett upp í liðum:
1. Hlutverk og markmið.
2. Gagnvart almenningi.
3. Gagnvart starfsfólki innan safnaða kirkjunnar.
4. Gagnvart starfsfólki þjóðkirkjunnar – biskupar, prófastar, prestar, djáknar og starfs-
fólk biskupsstofu.
Það er vilji nefndarinnar að stefnan birti kristinn mannskilning, virðingu og skilning
gagnvart fjölskyldusjúkdómnum og sjúkdómshugtakinu áfengis- og vímuefnasýki.
Biskup Íslands ber ábyrgð á því að vímuvarnarstefnu þessari sé fylgt eftir og hefur sér til
fulltingis ráðgjafa með faglega þekkingu á sviði áfengis og vímuefnamála.
I. Hlutverk og markmið.
Þjóðkirkjan vill vera fyrirmynd og stuðla að hófsemi og sjálfsstjórn. Þjóðkirkjan tekur
sjúkdómshugtakið, sem Alþjóða heilbrigðisstofnunin og Landlæknisembættið setja
fram,1 alvarlega, og lítur á áfengis- og vímuefnasýki sem sjúkdóm er herjar á íslenskt
samfélag. Fjölskyldusjúkdóm með víðtæk og skaðleg áhrif. Sjúkdómurinn hefur líkamleg,
andleg, geðræn, tilfinningaleg og félagsleg áhrif á einstaklinga og fjölskyldur. Afleiðingar
sjúkdómsins má sjá m.a. í sundrung, vanrækslu, misnotkun, fátækt, atvinnuleysi, ofbeldi,
afbrotum, einangrun, heimilisleysi, sjúkdómum, sjálfsvígum, öðrum ótímabærum and-
látum og sorg. Allar þessar afleiðingar skapa ríka þörf fyrir sálgæslu.
Þjóðkirkjan einsetur sér að styðja þau sem eru að fást við þessar alvarlegu afleiðingar
sjúkdómsins. Með því að veita einstaklingum og fjölskyldum aðstoð, hjálp og sálgæslu
vegna erfiðleika, þjáninga og sorgar sem oft hljótast af áfengisneyslu og vímuefnanotkun.
Það gerir hún í gegnum sína þjóna innan safnaða og með þeirri þjónustu sem fæst hjá
Fjölskylduþjónustu kirkjunnar og Hjálparstarfi kirkjunnar. Einnig vill þjóðkirkjan auka
fræðslu um áfengis- og vímuefnamál, efla forvarnir og styrkja færni vígðra þjóna og
1 https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC3767415/
https://www.landlaeknir.is/heilsa-og-lidan/afengisvarnir-vimuvarnir/