Gerðir kirkjuþings - 2021, Page 26
26 27
biskupsstofu frá 1976-1977 og 1979-1982, og fréttablað kirkjunnar: Víðförli 1. árg., október
1982 og til lokaútgáfu, þ.e. 29. árg., 1. tbl., desember 2009, verði innskönnuð og sett á
vefinn timarit.is og á vef kirkjunnar, kirkjan.is.
32. mál. Þingsályktun um greiðslur útfarakostnaðar.
Kirkjuþing 2020-2021 samþykkir að biskupsstofa gangi nú þegar til samninga við
Kirkjugarðasamband Íslands um innheimtu útfararkostnaðar og greiðslur til presta vegna
þjónustu við útfarir gegn innheimtuþóknun. Innheimtuþóknun greiðist ekki úr sjóðum
kirkjunnar.
Framkvæmdastjóri kirkjuráðs og skrifstofustjóri biskupsstofu funduðu um málið með
fulltrúum frá KGSÍ og PÍ. Við undirbúning 32. máls var gengið út frá tilteknum forsendum,
sem ekki stóðust þegar farið var að innleiða málið. Kostnaðurinn var mun hærri en gert
var ráð fyrir, meiri forritunarvinna var nauðsynleg sem leiddi til þess að samningurinn
hefði ekki getað tekið gildi strax og ljóst að lögleg hámarksþóknun hefði ekki dugað upp
í innheimtuþóknun sem KGSÍ gerði kröfu um. Framangreindir aðilar lögðu því til með
minnisblaði dags. 5. janúar 2021, að framkvæmd þingsályktunartillögunnar í 32. máli yrði
frestað.
33. mál. Þingsályktun um skipan starfshóps til mótunar stefnu varðandi nánari útfærslu
á fasteignastefnu þjóðkirkjunnar.
Kirkjuþing 2020 samþykkir að skipa starfshóp þriggja fulltrúa til að fara yfir stöðu
fasteigna þjóðkirkjunnar og gera tillögur um nánari útfærslu fasteignastefnu hennar og
þá sérstaklega hvað varðar 1. og 2. grein. Starfshópurinn skili niðurstöðum sínum til
kirkjuþings 2021.
Starfshópinn skipa eftirtaldir kirkjuþingsfulltrúar: Stefán Magnússon, bóndi, sr.
Þuríður Björg Árnadóttir Wiium og sr. Gísli Gunnarsson
35. mál. Starfsreglur um breytingu á starfsreglum um val og veitingu prestsembætta nr.
144/2016, með síðari breytingum.
Breytingin felur í sér að í stað 1. og 2. mgr. 13. gr. starfsreglnanna koma þrjár nýjar máls-
greinar, svohljóðandi: Atkvæðisbær sóknarbörn teljast þau sem skráð eru í þjóð kirkjuna í
prestakalli samkvæmt þjóðskrá og eru fullra 16 ára við birtingu auglýsingar í Lög birtinga-
blaði um laust embætti sóknarprests eða prests í prestakalli. Nú kemur fram ósk, innan
fimm daga frá birtingu auglýsingar, a.m.k. fimm atkvæðisbærra sóknarbarna um að almenn
kosning skuli fara fram í prestakalli, eftir að embætti prests hefur verið aug lýst laust til
umsóknar. Skal þá biskupsstofa svo skjótt sem auðið er gefa atkvæðisbærum sóknar börnum
í prestakallinu kost á því að óska eftir almennri kosningu með rafrænni undir ritun. Notast
skal við öruggan hugbúnað og þ. á m. nota almenna innskráningar-þjónustu s.s. rafræn
skilríki eða Íslykil Þjóðskrár Íslands. Skal sóknarbarn auðkenna sig á full nægjandi hátt áður
en undirritað er rafrænt. Skal vera unnt að undirrita samkvæmt framan skráðu uns um-
sóknar frestur um prestsembætti rennur út. Hafi að lágmarki fjórð ungur atkvæðisbærra