Gerðir kirkjuþings - 2021, Side 159
159
3. Að stuðla að jafnri stöðu kynjanna í stjórnunar- og áhrifastöðum.
4. Að tryggt sé að allt starfsfólk, óháð kyni, hafi sömu möguleika til endurmenntunar,
símenntunar og starfsþjálfunar.
5. Að stuðla að betra samræmi milli fjölskyldu- og atvinnulífs starfsmanna.3
6. Að allt starfsfólk, óháð kyni, hafi sömu tækifæri til að samræma vinnu og einkalíf,
svo sem við fæðingar- og foreldraorlof, leyfi vegna veikinda barna og vegna annarra
fjölskylduaðstæðna.
7. Allt starfsfólk, óháð kyni, hafi sveigjanleika eins og kostur er s.s. varðandi
fyrirkomulag vinnu og vinnutíma, að eins miklu leyti og starfs hvers og eins leyfir.
Kyndbundið ofbeldi, kynbundin áreitni, kynferðisleg áreitni og einelti.4
8. Kynbundið ofbeldi, kynbundin áreitni, kynferðisleg áreitni og einelti líðst ekki og
tekið sé á málum sem koma upp.
9. Á vegum kirkjunnar er starfandi teymi um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni,
kynbundinni áreitni, ofbeldi og um meðferð kynferðisbrota innan þjóðkirkjunnar.
III. Jafnréttisnefnd kirkjunnar – hlutverk
Jafnréttisnefnd kirkjunnar samanstendur af fimm aðalmönnum og fimm varamönnum,
sem kirkjuþing hefur kosið til fjögurra ára í senn. Jafnréttisfulltrúar starfa með
jafnréttisnefnd, sitja fundi hennar. Þeir hafa aðstöðu á biskupsstofu og sinna fræðslu út í
söfnuðum.
Hlutverk jafnréttisnefndar kirkjunnar er:
1. Að vera ráðgefandi fyrir biskup Íslands og kirkjuþing í málefnum er varða jafnrétti
kynja.
2. Að hafa frumkvæði að fræðslu og aðgerðum, til að tryggja jafna stöðu og jafnan rétt
kynja innan kirkjunnar.
3. Að fylgjast með framkvæmd jafnréttisstefnunnar fyrir hönd biskups og kirkjuþings
og gera tillögu til framkvæmdanefndar um endurskoðun framkvæmdaáætlunarinnar
til fjögurra ára í senn.5
Hlutverk jafnréttisfulltrúa er:
Að hafa eftirlit með jafnréttisstarfi þjóðkirkjunnar. Á fyrsta ársfjórðungi hvers árs skal
koma greinargerð frá jafnréttisfulltrúum varðandi framgang vinnu sem gerð hefur verið
til að framfylgja markmiðum jafnréttisstefnunnar.6
Jafnréttisáætlun þjóðkirkjunnar
Farið skal yfir stöðu allra verkefna árlega með öllum ábyrgðaraðilum.7
3 Sbr. 13. gr.
4 Sbr. 14. gr.
5 Sbr. 26. gr.
6 Sbr. 27. gr.
7 Jafnréttisnefnd leggi mat á jafnréttisstefnuna og endurskoði jafnréttisáætlun hennar reglulega.