Gerðir kirkjuþings - 2021, Blaðsíða 19
19
5. mál. Digranes- og Hjallaprestaköll, Reykjavíkurprófastsdæmi eystra, sameinist í eitt
prestakall, Digranes- og Hjallaprestakall.
9. mál. Bolungarvíkur-, Holts-, Ísafjarðar- og Þingeyrarprestaköll, Vestfjarðarprófasts-
dæmi, sameinist í eitt prestakall, Ísafjarðarprestakall.
12. mál. Akureyrar- og Laugalandsprestaköll, Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi,
sameinist í eitt prestakall, Akureyrar- og Laugalandsprestakall.
14. mál. Selfoss- og Eyrabakkaprestaköll, Suðurprófastsdæmi, sameinist í eitt prestakall,
Árborgarprestakall.
Auglýsing um breytingarnar hefur verið birt í Stjórnartíðindum og starfsreglurnar verið
uppfærðar á vef kirkjunnar, kirkjan.is.
Önnur þingmál.
18. mál. Starfsreglur um breytingu á starfsreglum um prestssetur og aðrar fasteignir
kirkjunnar nr. 950/2009, með síðari breytingum. (Leiga) Flutt af kirkjuráði.
Tillagan laut að hækkun húsaleigu á prestssetrum og fleiru því tengt.
Auglýsing um breytinguna hefur verið birt í Stjórnartíðindum og starfsreglurnar verið
uppfærðar á vef kirkjunnar, kirkjan.is.
23. mál. Þingsályktun um orkuskipti í samgöngum á vegum starfsfólks kirkjunnar.
Kirkjuþing ályktaði að þjóðkirkjan, kirkjustjórn, prestar og sóknir stígi skref til
orkuskipta í samgöngum. Kirkjuþing ályktaði enn fremur að starfshópur á vegum
kirkjuráðs greini þær leiðir sem færar eru og kirkjuráð geri tillögu fyrir kirkjuþing
2020 hvernig orkuskiptum verði náð. Síðan verði innleidd ný skipan á samgöngum alls
starfsfólks kirkjunnar í kjölfarið og verði þeim skiptum lokið eigi síðar en 2030. Kirkjuráði
verði falið að koma upp, við fasteignir kirkjunnar, rafmagnstenglum eða hleðslustöðvum
til að hlaða bíla gegn gjaldi árið 2020.
Vegna frestunar kirkjuþings 2019 til september 2020, í ljósi heimsfaraldursins, frestaðist
framkvæmd þingsályktunarinnar.
24. mál. Þingsályktun um að lýsa beri viðbragðsástandi í lofslagsmálum.
Kirkjuþing ályktaði að stjórnvöldum beri að lýsa viðbragðsástandi vegna stöðunnar í
loftslagsmálum á heimsvísu til að flýta fyrir innleiðingu þeirra róttæku aðgerða sem þörf
er á til að stemma stigu við hlýnun andrúmslofts jarðar. Einnig er ríkisstjórn Íslands hvött
til að aðgerðir í loftslagsmálum verði magnbundnar og tímasettar.
25. mál. Þingsályktun um kolefnisjöfnun ferðalaga á vegum kirkjustjórnarinnar.
Kirkjuþing ályktaði að þjóðkirkjan skuldbindi sig til þess að kolefnisjafna allir ferðir
á vegum kirkjustjórnar og prófastsdæma innan þriggja ára, þ.e. fyrir árið 2022. Það verði
gert með mótvægisaðgerðum í skógrækt eða endurheimt votlendis á jarðnæði í eigu
kirkjunnar, m.a. þar sem boðið verður upp á helgun lands, sbr. helgun lands í Skálholti
16. september 2019. Gerð verði greining á akstri og annarri orkuþörf á árinu 2020 og
gerður samningur við fyrirtæki um mælingu á kolefnisútblæstri og mótvægisaðgerðum.