Gerðir kirkjuþings - 2021, Síða 18
18 19
fasta nefnda kirkjuþings. Ásdís Clausen, fjármálastjóri biskupsstofu starfar með fjár mála-
hópi, sr. Hreinn Hákonarson sérþjónustuprestur á fræðslu- og kærleiksþjónustusviði
starfar með kirkjustarfshópi og Ásta Guðrún Beck, lögfræðingur, starfaði með lagahópi.
Stefán Magnússon starfar með lagahópi, Svana Helen Björnsdóttir og sr. Axel Árnason
Njarðvík með fjármálahópi og sr. Arna Grétarsdóttir með kirkjustarfshópi kirkjuráðs.
Samstarfsnefnd Alþingis og þjóðkirkjunnar.
Samstarfsnefnd Alþingis og þjóðkirkjunnar starfaði á grundvelli laga nr. 12/1982, sem
féllu brott með gildistöku nýrra þjóðkirkjulaga 1. júlí 2021.
Nefndin hefur ekki haldið fund á starfsárinu.
Verkefni kirkjuráðs á starfsárinu.
59. kirkjuþingi 2019, var framhaldið á Grand Hóteli, Reykjavík 10. sept. 2020, en þing inu
hafði ítrekað verið frestað frá nóvember 2019, vegna Covid-19 heimsfaraldurs. Til um fjöll un-
ar á þinginu voru 40 mál og á þessu tímamarki var helmingur þeirra óafgreiddur, eða 20 mál.
Þegar þinginu lauk hófst kirkjuþing 2020-2021, þann 12. september og stóð það til
15. september en þá var því frestað. Þinginu var framhaldið í gegnum fjarfundabúnað
7. nóvember 2020 vegna Covid-19 heimsfaraldurs. Þann 13. mars 2021 var kirkjuþingi
haldið áfram, þá á Grand Hóteli og lauk þinginu 14. mars 2021. Aukakirkjuþing 2021 var
svo haldið 21. júní, 27. ágúst og 4. október, en þá var því slitið.
Á þinginu 2020-2021 voru lögð fram 49 mál, kirkjuráð lagði fram 11 mál, biskup Íslands
flutti níu mál og þingmannamál voru 31. Alls voru 42 mál afgreidd á þinginu. Þrjú mál
voru dregin til baka og fjórum máluð frestað til næsta reglulega kirkjuþings.
Gerðir kirkjuþings eru birtar á vefsíðu kirkjunnar. Þar eru birtar breytingar á starfs-
reglum, nýjar starfsreglur, ályktanir og samþykktir kirkjuþings. Kirkjuráð hefur unnið að
fram kvæmd og kynningu þeirra mála sem kirkjuþing fól ráðinu að sinna. Jafnframt hafa
þær starfsreglur sem samþykktar voru fyrir gildistöku nýrra laga um þjóðkirkjuna verið
birtar í Stjórnartíðindum, en nú er þjóðkirkjunni ekki lengur skylt að birta starfsreglur í
Stjórnar tíðindum eftir gildistöku nýrra laga um þjóðkirkjuna.
- Ályktanir og starfsreglur kirkjuþings 2019.
Hér verður gerð grein fyrir þeim 20 málum sem biðu síðari umræðu kirkjuþings 2019
þegar síðasta skýrsla kirkjuráðs var lögð fram. Fimm málanna voru dregin til baka, tvö
fengu ekki framgang og einu máli var hafnað. Ekki er fjallað um þessi fimm mál hér.
Sameiningar prestakalla.
Mál flutt af biskupi Íslands.
Kirkjuþing samþykkti eftirfarandi breytingar á prestakallaskipaninni:
Starfsreglur um breyting á starfsreglum um skipulag kirkjunnar í héraði nr. 1026/2007, með
síðari breytingum.
4. mál. Ás-, Langholts- og Laugarnesprestaköll, Reykjavíkurprófastsdæmi vestra,
sameinist í eitt prestakall, Laugardalsprestakall.