Gerðir kirkjuþings - 2021, Blaðsíða 154
154 155
skal starfa á milli héraðsfunda. Héraðsnefnd er í fyrirsvari fyrir prófastsdæmið að því er
varðar sameiginleg málefni prófastsdæmisins. Héraðsnefnd skipa þrír menn. Formaður
nefnd arinnar er starfandi prófastur en héraðsfundur kýs aðra nefndarmenn til tveggja ára
í senn og varamenn þeirra með sama hætti. Héraðsfundi er þó heimilt að kjósa annan full-
trúann til eins árs, þannig að leikmaður verði eftirleiðis kosinn annað hvort á og prestur
hitt. Sama gildir þá um varamenn þeirra. Nefndin skiptir að öðru leyti sjálf með sér verkum.
9. gr.
Verkefni héraðsnefndar eru sem hér segir:
1. Héraðsnefnd fylgir eftir samþykktum héraðsfunda og sendir þær biskupi Íslands,
vígslubiskupi og öðrum, sem hlut eiga að máli.
2. Héraðsnefnd ákveður úthlutanir úr sjóðnum á grundvelli samþykkta héraðsfunda
og sér um reikningshald hans.
3. Héraðsnefnd gerir grein fyrir starfsemi sjóðsins á héraðsfundi og skal leggja
fram ársreikninga liðins almanaksárs og fjárhagsáætlun næsta almanaksárs til
samþykktar á héraðsfundi.
4. Héraðsnefnd ræður starfsmenn til að gegna einstökum verkefnum, sem
héraðsfundur hefur samþykkt.
5. Héraðsnefnd leggur fram starfs- og fjárhagsáætlun á héraðsfundi og ber ábyrgð á
framkvæmd hennar. Heimilt er héraðsnefnd að skipa starfshópa eða nefndir til að
vinna að einstökum þáttum starfsáætlunar.
6. Héraðsnefnd sér til þess að starfsemi og rekstur, samkvæmt ákvörðunum
héraðsfundar, færsla bókhalds, varsla gagna og önnur atriði í rekstri séu jafnan í
góðu horfi.
10. gr.
Prófastur kveður héraðsnefnd saman til fundar svo oft sem þörf krefur. Skylt er að
halda fund ef tveir nefndarmanna óska þess. Nefndarmenn fá greidda reikninga fyrir
útlagðan kostnað úr héraðssjóði. Nefndarmenn fá greidda þóknun fyrir fundarsetu, en þó
ekki prófastur.
Um héraðssjóð.
11. gr.
Héraðsfundi er heimilt að ákveða að allt að 5% af innheimtum sóknargjöldum, skv.
I. kafla laga um sóknargjöld o.fl. nr. 91/1987, renni í sérstakan sjóð, héraðssjóð, í vörslu
prófasts.
Héraðssjóður styrkir eða kostar kirkjulega starfsemi innan prófastsdæmis, einkum er
varðar samstarf og samstarfsverkefni sókna, fræðslu, málþing, náms- og mótsferðir, fundi
og einstök þróunarverkefni.
Sjóðnum er ætlað að standa undir kostnaði af sameiginlegum kirkjulegum verkefnum
innan prófastsdæmisins eftir ákvörðun héraðsfundar og héraðsnefndar. Jafnframt er
heimilt að veita styrki úr sjóðnum til einstakra sókna.